Skip to main content

Niðurstöður rannsókna sýna að eftir 5 ár verður núverandi vinnufærni okkar úrelt.  Þetta sýnir skýrsla Future of Jobs 2025 sem kynnt var í janúar 2025.
Framtíðin verður knúin áfram af sífellt fullkomnari tækni, stafrænni þróun, alþjóðlegu regluverki og áherslu á sjálfbærar og öruggar lausnir.
Fyrirtæki og stofnanir munu á næstu árum leita að og ráða til sín starfsmenn sem búa yfir færni, þekkingu og reynslu í tækni og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Á ráðstefnunni verður fjallað um þá helstu tækni sem mannauðsfólk getur nýtt sér í daglegu starfi, sagðar reynslusögur úr atvinnulífinu og leitað svara við spurningunni „Hvaða tækifæri felast í tækninni“.

D A G S K R Á

Ávarp og setning ráðstefnunnar

Adriana K. Pétursdóttir
Formaður félags mannauðsfólks á Íslandi

Adriana K. Pétursdóttir

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og HR Manager hjá Rio Tinto Iceland

Fundarstjóri

Ari Kristinn Jónsson
Framkvæmdastjóri Videntifier Technologies

Ari Kristinn Jónsson

Framkvæmdastjóri Videntifier Technologies

Sjálfvirknin sem snjall samstarfsfélagi

Rebekka Rán Figueras Eriksdóttir og Karítas Etna Elmarsdóttir teymisstjórar í sjálfvirknivæðingu hjá EVOLV

Sjálfvirkni umbreytir vinnumarkaðinum og skapar bæði óvissu og tækifæri. Hefðbundin störf breytast, en um leið opnast nýjar dyr fyrir sérhæfðari verkefni. Skilvirkni, nákvæmni og afköst aukast og starfsfólk fær tækifæri til að einbeita sér að skapandi og krefjandi verkefnum.
En hvað með viðhorf starfsmanna? Fagna þau tækifæri til samstarfs eða óttast þau að störfin þeirra hverfi? Með réttri umgjörð og nálgun við innleiðingu getur sjálfvirknin orðið vinnufús og snjall samstarfsfélagi.
Í fyrirlestri sínum munu Karítas og Rebekka fjalla um viðhorf starfsmanna til sjálfvirknivæðingarinnar, ógnir og tækifæri.

Rebekka Rán Figueras Eiríksdóttir og Karítas Etna Elmarsdóttir

Teymisstjórar hjá Evolv Robotics

"Karítas er teymisstjóri. Hún sérhæfir sig í sjálfvirknivæðingu og er með tæknilegan bakgrunn í rekstrarverkfræði og tölvunarfræði.

Rebekka er teymisstjóri. Hún sérhæfir sig í sjálfvirknivæðingu og er með tæknilegan bakgrunn í rekstrarverkfræði."

Yfirferð ferilskráa með aðstoð gervigreindar
Sögð reynslusaga frá íslensku fyrirtæki í stafrænum útboðum

Ágúst Björnsson, framkvæmdastjóri ST2

Í erindi sínu mun Ágúst fjalla um stafrænar umbreytingar og segja frá nýjum lausnum sem nýta gervigreind við vinnslu rammasamningsútboða. Þessi lausn hefur haft í för með sér mikla hagræðingu útboðsferla og  hámarkað nýtingu mannauðs.  Í stað þess að eyða ómældum tíma í handvirka skráningu og greiningu gagna, getur starfsfólk nú einbeitt sér að stefnumótandi ákvarðanatöku og samstarfi við birgja. Með því að innleiða sjálfvirka greiningu gagna og gervigreindarknúna fráviksgreiningu, minnkar tíminn sem fer í endurtekna handvirka vinnu í tengslum við úrvinnslu útboðsgagna. Ágúst tekur raunverulegt dæmi úr atvinnulífinu.

Ágúst Björnsson

Managing Partner / Business Transformation Lead at ST2

Ágúst Björnsson, stofnandi ST2, er menntaður í upplýsingatækni og viðskiptafræði og hefur unnið við ráðgjöf, hugbúnaðargerð, innleiðingar og útgáfu hugbúnaðar í 30 ár.
Lengstan tímann hefur Ágúst starfað erlendis með sumum af þekktustu fyrirtækjum heims, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, svo sem þróunardeild Microsoft í Seattle, þar sem hann stjórnaði svokölluðu FastTrack teymi sem sér um móttöku (onboarding) allra viðskiptavina inn í skýjalausnir Dynamics 365.
ST2 þjónustar öflugan hóp fyrirtækja við þróun, innleiðingar, gagnagreind og allt sem kemur að Microsoft Power Platform, á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Leikjavæðing í fræðslu - er það málið?

Alma Hannesdóttir, fræðslustjóri hjá Arion banka

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Arion banki innleiðingu á leikjavæðingu, með nýrri lausn og nálgun, sem hluta af fræðsludagskrá þjónustuvers. Leikjavæðing er töluvert notuð í heimi hugbúnaðarþróunar og er uppsett sem tölvuleikur þar sem starfsfólk safnar stigum fyrir rétt svör og fær leiðbeiningar ef það fer ranga leið. Tækifæri nálguninnar felast meðal í þjálfun og innleiðingum á nýjungum, og mun Alma segja frá þeirra reynslu og hvaða áhrif hún hafði til alla leið til betri þjónustu við viðskiptavini.

Alma Hannesdóttir

Fræðslustjóri hjá Arion banka

"As an expert in learning and gamification, Alma brings a wealth of experience from the hospitality industry as well as learning and development, working across diverse international settings. With a strong passion for education and a commitment to learning and development, Alma has honed a variety of skills, including hotel management, training and development, people management, and customer service.
With a BSc in Hospitality Management from Leysin, Switzerland, Alma is dedicated to integrating innovative learning strategies and gamification techniques to enhance educational experiences at Arion.
"

KAFFIHLÉ

AI in HR: Solutions for Tomorrow

Claus Nygaard, Professor and AI Expert

In his keynote, Claus Nygaard explores practical applications of AI within the HR value chain, providing hands-on demonstrations to inspire actionable insights and innovation in your HR practices. The question is not, „Should we use AI?“ – as that is inevitable. The question is, „How shall we use AI?“ By showcasing concrete use cases, Claus demonstrates how straightforward it is to begin utilising AI and harness the power of large language models in HR.

Claus Nygaard, professor and Ph.D., is an AI expert with a passion for integrating artificial intelligence into business processes. Renowned for his engaging teaching style, he has been awarded the prize for Best Teacher at Copenhagen Business School, as well as multiple international prizes for his research. He stands at the forefront of practical AI innovation and its implementation.

To date, Claus has published 30 books globally. In 2024, he released two significant works: Prompt Engineering with ChatGPT, Copilot and Gemini and Generative Artificial Intelligence in Higher Education. He is currently working on a forthcoming book titled AI and Automatisation.

 

Claus Nygaard

Professor and Ph.D., and he is an AI expert with a passion for integrating artificial intelligence into business processes.

Claus Nygaard, professor and Ph.D., is an AI expert with a passion for integrating artificial intelligence into business processes. Renowned for his engaging teaching style, he has been awarded the prize for Best Teacher at Copenhagen Business School, as well as multiple international prizes for his research. He stands at the forefront of practical AI innovation and its implementation.
To date, Claus has published 30 books globally. In 2024, he released two significant works: Prompt Engineering with ChatGPT, Copilot and Gemini and Generative Artificial Intelligence in Higher Education. He is currently working on a forthcoming book titled AI and Automatisation.

Framtíðin í sérsniðnum og snjallari lausnum

Sóley Emilsdóttir, ráðgjafi og sérfræðingur í sjálfvirknivæðingu

Tækniþróun hefur aldrei verið jafn hröð og í dag og standa fyrirtæki frammi fyrir endalausum tækifærum til að einfalda og hagræða í rekstri. Í stað þess að fjárfesta í stöðluðum hugbúnaðarlausnum sem oft mæta ekki öllum þörfum fyrirtækisins mun Sóley fjalla um aðgengileg “low-code tól” eins og Microsoft Power Platform, sem geta aukið skilvirkni í daglegum rekstri, meðal annars í HR.

Sóley Emilsdóttir

Ráðgjafi og sérfræðingur í sjálfvirknivæðingu

"Ráðgjafi & sérfræðingur í sjálfvirknivæðingu

- M.Sc. Vélaverkfræði
- 10+ ára reynsla af gagnagreiningum, þróun kerfa og einföldun ferla
- Framúrskarandi þekking á sjálfvirknivæðingu ferla og þróun innri tóla
"

Hvaða tækifæri felast í tækninni?

Hlynur Atli Magnússon

Ráðgjafi hjá Hagvangi


Hlynur Atli Magnússon
Ráðgjafi hjá Hagvangi

.

Kristín Helga Magnúsdóttir

Empowering managers to automate their people processes and achieve operational excellence

Starfsferill


Kristín Helga Magnúsdóttir

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Birkir Svan Ólafsson

Human Resources at Kvika banki

Starfsferill


Birkir Svan Ólafsson

Mannauðssérfræðingur hjá Kvika banka
.

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir

Verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins

• BSc, and Master's degree in Business Administration, Marketing, and Management,
• Social Media Marketing Specialist.
• Experienced Marketing Specialist with a demonstrated history of working in the education management industry.
• Skilled in data-driven instruction, drawing, management, professional learning communities, B2B marketing, and innovation.


Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir

Sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum 

.

Brynjar Már Bryjólfsson

Human Resources Director at Isavia og fyrrverandi formaður Mannauðs

Ég er með B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík(2006), M.Sc gráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands (2009) og MBA frá Háskólanum í Reykjavík (2021).

Ég hef á undanförnum áratug öðlast víðtæka reynslu í úr ýmsum geirum atvinnulífsins og starfa í dag sem mannauðsstjóri Isavia Ohf. Þar leiði ég öflugt 9 manna teymi sem sinna mannauðsmálum félagsins.

Ég hef ástríðu fyrir mannauðsmálum og sérstaklega því að geta haft áhrif á að byggja upp og skapa heilbrigða og örugga vinnustaði þar sem hæfileikar og reynsla fólks nýtist til góðra verka.

Ég trúi því að uppbyggjandi samskipti og samstarf sé lykilinn að auknum árangri fyrirtækja og skipulagsheilda.

Notkun upplýsingatækni og stafræn þróun mannauðsmála er mér einnig hugleikin og eitt af mínum helstu áhugamálum. Ég veit að með því að nýta sér upplýsingatækni og mannauðsgögn er hægt að taka enn betri ákvarðanir þegar kemur að mannauðstengdum málum.

U M R Æ Ð U S T J Ó R I
Brynjar Már Brynjólfsson

Mannauðsstjóri hjá Isavia

og fyrrverandi formaður Mannauðs
.
.

RÁÐSTEFNULOK

HÁDEGISHRESSING