–
Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um mörg af miklvægustu verkefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja. Með gríðarmiklum og hröðum breytinum sem m.a. heimsfaraldurinn og hraðar tæknibreytingar hafa ýtt úr vör stöndum við frammi fyrir nýjum verkefnum og gerbreyttu verklagi sem mikilvægt er að við náum tökum á sem fyrst. Gervigreindin er gríðarlegt tækifæri og verður „leikbreytir“ bæði á vinnumarkaði og í samfélaginu. Með töluvert breyttu landslagi í stjórnun, nýrri kynslóð og auknum kröfum starfsmanna, fjölbreytileika á vinnumarkaði, jafnréttismálum, fjarvinnustefnu og húsnæðisbreytingum stendur mannauðsfólk frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri.
Gestir ráðstefnunnar fá þá nýju innsýn og stóru hugmyndir sem á þarf að halda til að vinnustaðurinn sé samkeppnishæfur. Þeir geta bætt við sig nýrri þekkingu og nýjum aðferðum til að geta enn betur tekist á við helstu áskoranir og tækifæri sem mannauðsfólk, mannauðsstjórar og aðrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum standa frammi fyrir.
Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður fjölbreytt blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mikilvægustu mannauðsmálin og stjórnunaraðferðirnar sem efst eru á baugi sem svo ráðstefnugestir geta tekið heim með sér og nýtt sér í lífi sínu og starfi.