Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2024 er nú haldinn í fimmta sinn út um allan heim.
Dagurinn sjálfur er alltaf 20. maí ár hvert en þar sem daginn ber upp á „rauðan dag“ í ár höldum við upp á daginn 16. maí.
Í ár tileinkum við Alþjóðlega mannauðsdaginn fjölbreytileikanum og fögnum öllu því góða sem innflytjendur hafa fært okkur. Fyrir samfélag á eyju í norður Atlantshafi þurfum við strauma nýsköpunar til að viðhalda bestu mögulegum lífsgæðum.
Til Íslands hafa flutt þúsundir einstaklinga með hugmyndir og eldmóð til að koma þeim í framkvæmd. Fyrir vikið er Ísland fjölbreyttara og betra. Fögnum fjölbreytileikanum og þeim ávinningi sem hann hefur fært okkur.
Hér fyrir neðar á síðunni eru sögur frá nokkrum þeirra sem hafa gert Ísland enn betra.
EAPM sem við á Íslandi erum hluti af leggur áherslu á framtíðina og vinnur með „slagorðið“ Shaping the new future / Mótum nýju framtíðina.
Framtíðin er á fleygiferð og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.
Hér erum við að tala um tæknibreytingar, gervigreindina, nýrja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstaðu og skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskipum.