Skip to main content

Mannauðsdagurinn, sem fyrst var haldinn árið 2011, hefur vaxið og dafnað með hverju ári og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi.  Árið 2019 sóttu ráðstefnuna um fimm hundruð gestir.

Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um framsækna mannauðsstjórnun og hvernig hún er lykilinn að breyttri framtíð.  Með nýrri kynslóð inn á vinnumarkaðinn, miklum og hröðum tæknibreytingum og COVID stendur mannauðsfólk núna frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri.
Fáðu þá fersku innsýn og stóru hugmyndir sem þú þarft til að halda vinnustaðnum þínum samkeppnishæfum.  Bættu nýrri þekkingu og aðferðum í verkfærakistuna til að geta enn betur tekist á við helstu áskoranir og tækifæri sem mannauðsfólk, mannauðsstjórar og aðrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum standa frammi fyrir.
Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál og stjórnun.

08:00 - 08:30 Morgunverður

Ávarp formanns og setning Mannauðsdagsins

Mannauður, félags mannauðsfólks á Íslandi hefur vaxið ört undanfarin ár og eru félagar nú rúmlega 400 talsins.  Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, fer stuttlega yfir starfsemina, hvað sé framundan og hvað hefur áunnist á síðustu misserum ásamt því að setja ráðstefnuna.

Ásdís Eir Símonardóttir

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi

Ásdís Eir Símonardóttir var kosin formaður Mannauðs á aðalfundi félagsins í febrúar 2020, en þá hafði hún setið í stjórn félagsins í eitt ár.
Ásdís Eir starfar í dag sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er með MS-gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í sálfræði frá sama skóla.
Ásdís Eir hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 og hefur frá þeim tíma sinnt mannauðsráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda OR og dótturfélaganna Orku náttúrunnar og Carbfix. Áður starfaði Ásdís sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra.

Fundarstjóri Eyþór Eðvarðsson.

Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun stýrir ráðstefnunni.

Eyþór Eðvarðsson

Stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

BIRTA og BÍÐA virkar ekki lengur í ráðningum!

Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs CCP

,,Ekkert ferli í mannauðsstjórnunar er eins mikilvægt og ráðningarferlið á tímum alþjóðslegs samkeppnismarkaðar um sérþekkingu og reynslu starfsmanna.  Beita verður algjörlega nýrri hugsun í ráðningum auk þess sem nýjar áskoranir eru að líta dagsins ljós  þar sem fleiri og fleiri kjósa að vinna að heiman erlendis frá.
CCP hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík og rekur stúdíó í Shanghai í Kína og í London.  Erna hefur lengi verið starfandi mannauðsstjóri í þekkingariðnaðinum og hjá fyrirtækjum sem starfa á alþjóðavísu.  Hún hefur mikla reynslu á því sviði auk þess sem gerbreytt rekstarsviðsmynd blasir nú við stjórendum fyrirtækja, nýjar áskoranir að banka á dyrnar sem krefjast nýrra aðferða og nýrrar hugsunar.

Erna Arnardóttir

Framkvæmdastjóri mannauðssviðs CCP

Erna er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP og stýrir 10 manna mannauðsteymi auk þess að sitja í framkvæmdastjórn. Erna er félagsfræðingur að mennt, hefur verið starfandi mannauðsstjóri frá árinu 1997, lengst af í þekkingariðnaði og hjá fyrirtækjum sem starfa á alþjóðavísu.

Við erum öll leiðtogar!

Birgir Jónsson forstjóri Play

Í erindi sínu „Við erum öll leiðtogar“ segir Birgir frá reynslu sinni af breytingastjórnun og hvernig valdefling og teymishugsun eru þau atriði sem skipta mestu máli til að hámarka árangur.
Birgir hefur í gegnum tíðina spilað lykilhlutvert  í íslensku atvinnulífi þegar þurft hefur að endurskipuleggja rekstur fyrirtækja hvort heldur rekstrarlega eða skipulagslega séð.  Hann mun deila reynslu sinni hér og gefa okkur góð ráð.

Birgir Jónsson

Forstjóri Play

Birgir hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun og rekstri bæði hér heima og erlendis. Hann var svæðisstjóri Össurar í Asíu með aðsetur í Hong Kong, forstjóri Iceland Express og síðar aðstoðarforstjóri WOW air. Hann bjó og starfaði í Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjalandi þar sem hann var forstjóri Infopress Group, einnar stærstu prentsmiðju í Austur-Evrópu. Birgir var forstjóri Íslandspósts og hefur einnig komið að mörgum verkefnum á sviði endurskipulagningar og umbreytinga ásamt því að hafa staðið í eigin rekstri.
Birgir er með MBA-gráðu frá University of Westminster í London og BA-gráðu (Hons) frá University of the Arts London.

Sæl, "ég segi EKKI alltaf allt gott"

Hlynur Jónasson, stjórnendaráðgjafi og stjórnarmaður Geðhjálpar

Hlynur mun fjalla um „samtalið“ á vinnustaðnum,  mikilvægi þess að opna á samtal um geðheilbrigði og hvernig þetta samtal mun taka breytingum eftir Covid.  Hvernig geta stjórnendur lesið betur í aðstæður og samtöl og stutt þannig við starfsfólkið sitt og komið í veg fyrir frekari vanlíðan og fjarveru.  Hann mun deila reynslu sinni hér og gefa okkur góð ráð.

Hlynur Jónasson

Stjórnenda- og atvinnuráðgjafi og stjórnarmaður Geðhjálpar

Auk þess er hann íþróttafræðingur, einkaþjálfari og hefur sérhæft sig í heilsueflingu á vinnustöðum og ráðgjöf um "samtalið á vinnustaðnum". Hann er einnig leiðsögumaður í laxveiði, tónlistarnörd og stofnandi Hugvallar.

Kaffihlé (30 mínútur)

The Courage of Speaking Up: Increasing your Impact, Profile and Influence

Ann Pickering, Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and former CHRO and Chief of Staff of O2 UK Ltd. (Telefonica UK)

In our context of sustained political and economic uncertainty, the people profession must become the custodian of good work and ethical decisions – it has never been more important to raise our voices, influence our businesses and uphold positive people practices.

Doing so requires building trust, strong relationships and influencing skills – while finding the courage to stand for what’s right.

Join this inspirational talk by one of the UK’s most influential in HR to get inspired to:

  • enhance your profile to build trust, create strong relationships and influence decisions
  • increase your impact to uphold positive people practice while driving business success
  • stand up for what’s right and get buy-in by articulating the business benefits

Ann Pickering

Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and Former CHRO and Chief of Staff, O2 (Telefonica UK)

Ann Pickering is a Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and is the CHRO & Chief of Staff of O2 UK Ltd. She manages a team of 130 who provide HR services to the 6500 O2 employees in the UK.
After gaining a degree in English, Ann began her career with Marks & Spencer, joining their Graduate Programme specialising in HR. She went on to hold variety of HR roles in different lines of business at an American investment company, and an international business technology services group operating in the UK, Europe, India and USA. Here, she was responsible for creating and implementing key strategic developments from an HR perspective in both the UK and abroad.
Ann’s expertise in human resources, together with a strong background in technology, brought her to O2 in March 2004. Since joining O2 she has been voted top 5 ‘Most Influential HR Director’ for the last 3 consecutive years (voted number 1 in 2018).
In 2019 Ann was recognised in the HERoes global top 50 Women Role Model list which recognized women who are leading by example and driving change to increase gender diversity in the workplace.
Outside O2, Ann is a Trustee of Breast Cancer Now and Trustee of ‘Step up to Serve’ a charity established by HRH Prince Charles in 2013 to make social action part of life for 10-20 year olds by the year 2020.
She now lives in Worcester and is married with two adult sons.

Breikkum "fókus" og aukum áhrif!

Herdís Pála Pálsdóttir hefur starfað við mannauðsmál með einum eða öðrum hætti frá árinu 2000.  Í dag starfar hún sem  framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte. 

Í erindi sínu mun Herdís Pála kafa dýpra í nýleg skilaboð Deloitte, um að nú sé tími mannauðsfólks til að breikka fókus sinn og auka áhrif sín.
Hvernig leggur Deloitte til að mannauðsfólk geri það?
Í erindinu mun Herdís einnig koma inn á nýlega rannsókn hennar og dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, með áherslu á þann hluta niðurstaðnanna sem helst hafa áhrif á störf og verkefni mannauðsfólks og stjórnenda almennt.

Herdís Pála Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte ehf.

Herdís Pála hefur starfað við mannauðsmál með einum eða öðrum hætti frá árinu 2000, lengst af sem mannauðsstjóri og í framkvæmdastjórnum þeirra fyrirtækja sem hún hefur starfað hjá.
Í gegnum árin og enn í dag er hún óþreytandi við að fylgjast með því nýjasta hverju sinni í mannauðsfræðunum - og deila því með öðrum.

Tækifæri faglegrar mannauðsstjórnunar í kjölfar krísu

Valdís Arnórsdóttir, Director of HR Operations / Global Crisis Management Team Leader during COVID-19 hjá Marel

Mannauðsteymi fyrirtækja út um allan heim hafa frá upphafi heimsfaraldursins glímt við mikið álag og krísuástand og gengið misvel.
Marel setti strax í upphafi COVID á laggirnar alþjóðakrísuteymi með skýrt hlutverk og ábyrgð sem mannauðsteymið hefur borið ábyrð á.  Þetta teymi hefur verið leiðandi afl fyrirtækisins í gegnum heimsfaraldurinn sem ógnaði svo sterklega bæði heilsu og öryggi starfsmanna. Hlutverkin eru margvísleg, ábyrgðin mikil og atburðarásin í upphafi var gríðarlega hröð. Valdís mun ræða þau tækifæri sem hafa skapast fyrir Marel við þróun vinnumenningar, vinnuumhverfis og helgunar starfsmanna til að skapa vinnustað framtíðarinnar.

Valdís Arnórsdóttir er með yfir 20 ára reynslu úr mannauðsgeiranum og hefur frá árinu 2015 verið stjórnandi á alþjóðlegu mannauðssviði Marel. Teymið sem Valdís stýrir ber meðal annars ábyrgð á fyrirtækjamenningu félagsins, fjölbreytileika, HR greiningum, starfskjaramálum, heilsu- og öryggismálum og stýringu ferðamála. Auk þess leiðir Valdís alþjóðlegt krísuteymi Marel.

Valdís Arnórsdóttir

Director of HR Operations / Global Crisis Management Team Leader during COVID-19

Valdís hefur starfað í mannauðsteymi Marel síðan 2012 og gegnt þar margvíslegum hlutverkum bæði í innanlandsteyminu og hjá móðurfélaginu. Í núverandi starfi sem Director of HR Operations stýrir hún alþjóðlegu mannauðsteymi sem ber ábyrgð á greiningum og upplýsingagjöf um starfsfólk, starfskjaramálum, stjórnun ferðamála, öryggsmálum ásamt því að leiða mælingu og uppbyggingu á helgun í Marel. Í lok janúar 2020 var alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel virkjað til að bregðast við COVID-19 og hefur Valdís veitt því teymi forystu. Áður en Valdís gekk til liðs við Marel starfaði hún hjá bílaumboðinu HEKLU sem starfsmannastjóri frá árinu 2000 og síðar starfsmanna- og gæðastjóri frá 2007.
Valdís er með Cand.Oecon. gráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Matarhlé (60 mínútur)

How can HR build mentally healthy workplaces?

Rachel Suff, Senior Policy Adviser Employment Relations and Health and Wellbeing at CIPD

Rachel Suff will cover findings from the CIPD Annual Health and Wellbeing at Work survey report, look at how organisations and HR have responded to COVID-19 to protect people’s health and wellbeing including their mental health, look at the main risks to people’s mental health, and the role of people management and HR in providing effective mental wellbeing support.

Rachel Suff

Senior Policy Adviser Employment Relations and Health and Wellbeing at CIPD

Rachel Suff Rachel leads on the CIPD’s public policy work for employment relations and health and wellbeing, and is a policy and research professional with over 25 years’ experience in the employment and HR arena. She has led a range of policy and research studies about employment relations and health and wellbeing at work, including the CIPD’s annual Health and wellbeing at work survey report and represents the CIPD on key Government and external advisory groups. Rachel is a qualified HR practitioner and researcher with an MSc in Human Resource Management; her prior roles include working as a senior policy adviser at Acas.

Skipulagt stjórnleysi! Hvernig má skapa umgjörð og menningu sem ýtir undir tilraunamennsku án þess að allt fari úr skorðum?

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Eitt af samkeppnisforskotum framtíðarinnar er ný tækni, ný og öðruvísi hugsun og nýsköpun.  Til að vera ofan á í samkeppninni verður menning fyrirtækjanna að leyfa tilraunir, nýja og öðruvísi hugsun og jafnvel mistök.
Hjálmar Gíslason er einn af reyndustu og árangursríkustu frumkvöðlum landsins. Hefur sett á fót 5 sprotafyrirtæki og er mikill áhugamaður um tölvur og alla tækni. Hann hefur sjálfur mikla reynslu af þessum málum á alþjóðamarkaði og hefur miklar skoðanir.  Í erindi sínu mun Hjalli deila með okkur reynslu sinni og þekkingu.

Hjálmar Gíslason

Stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. Hjálmar starfaði áður sem framkvæmdastjóri vörustjórnunar hjá Qlik, eftir kaup Qlik á fyrirtækinu DataMarket sem hann stofnaði 2008. Hjálmar er gagnanörd og frumkvöðull af lífi og sál, en GRID er fimmta hugbúnaðarfyrirtækið sem hann stofnar.

Reynslusögur úr jafnréttisparadís

Reynslusögur tengdar fjölbreytileika  á vinnumarkaði undir stjórn Sóleyjar Tómasdóttur, kynja- og fjölbreytileikafræðingur.

Achie Afrikana, Specialist in immigrants issues at the human right and democracy office Reykjavík.
Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur. Stofnandi #égerekitabú".
Friðrik Agni Árnason, listrænn stjórnandi og skáld.
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, baráttumanneskja fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar.

Sóley Tómasdóttir

Kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi hjá JUST Consulting

Sóley hefur áratuga reynslu af störfum í þágu jafnréttis og fjölbreytileika. Hún hefur unnið með grasrótarsamtökum, stjórnmálaflokkum, stofnunum og fyrirtækjum að fjölbreyttum verkefnum til að stuðla að auknu jafnrétti og mannréttindum. Má þar nefna stofnun Bjarkarhlíðar, styttingu vinnuvikunnar, kynjaða fjárhagsáætlunargerð og Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Sóley lauk meistaraprófi í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum árið 2018. Síðan þá hefur hún starfað sem ráðgjafi þar sem hún fléttar saman akademískri þekkingu við eigin reynslu af stjórnmálum og samfélagsrýni. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Radboud Háskóla, Háskólann í Reykjavík og Orkuveitu Reykjavíkur, verið með námskeið fyrir stjórnendur, jafnréttisnefndir og einstaklinga og haldið fyrirlestra við margvísleg tækifæri.

Kaffihlé (30 mínútur)

Forysta á tímum óvissu og álags

Guðrún Snorradóttir, leiðtogaþjálfi og eigandi Human Leader

Fjórða iðnbyltingin og sjálfvirknivæðingin voru eingöngu forveri þess álags og óvissu sem COVID 19 hefur ýtt úr vör. Við tókum “hástökkið” á nokkrum sólarhringum og settum í framkvæmd á nokkrum dögum það sem áætlað hafði verið að myndi gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Sýndum með því að við erum fær um miklar breytingar á stuttum tíma.
Kröfurnar um hæfni leiðtoga hafa aukist og breyst í takt við þessar fyrrnefndu áskoranir og aldrei hefur reynt eins mikið á hinn mannlega þátt stjórnunar. Hver er þessi mannlegi þáttur og hvernig getur mannauðsfólk undirbúið sína stjórnendur fyrir komandi tíma? Eru fyrirtæki tilbúin í að fara að breyta því hvernig þau hugsa um og sinna stjórnun?

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að fylgja leiðtogum í gegnum tíma óvissu og breytinga. Í erindi sínu mun hún fjalla um þá hæfnisþætti sem horft er til í fari leiðtoga til framtíðar og þá sérstaklega tilfinningagreindar og þrautseigju.

Guðrún Snorradóttir

Stjórnendaþjálfi.

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að fylgja leiðtogum í gegnum tíma óvissu og breytinga. Í erindi sínu mun hún fjalla um þá hæfnisþætti sem horft er til í fari leiðtoga til framtíðar og þá sérstaklega tilfinningagreindar og þrautseigju.
Guðrún Snorradóttir stofnaði Human Leader árið 2016 og var þá með í fararteskinu 16 ára reynslu við stjórnun og mannauðsráðgjöf. Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á hæfni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust, sálrænt öryggi og tilgang ásamt nýtingu markþjálfunar við stjórnun.

Hver er lykilinn að góðri vinnustaðamenningu á tímum örs vaxtar og fjölmenningar í starfsmannahópi?

Elín María Björnsdóttir – mannauðsstjóri Controlant

Controlant hefur stækkað og vaxið gríðarlega á mjög stuttum tíma. Slík stækkun hefur mikil áhrif á alla starfsemi fyritækja, bæði starfsmenn sem og fyrirtækjamenninguna. Elín María mun ræða það hvernig hægt er að mæta áskorunum í hraðvaxandi fyrirtæki á alþjóðamarkaði og ná árangri í að byggja upp menningu byggða á virðingu, fjölbreytileika og teymisanda.

Elín María Björnsdóttir

Mannauðsstjóri Controlant

Elín María Björnsdóttir mannauðsstjóri Controlant

Responding to the changing world of work - challenges and opportunities for the HR profession

Peter Cheese – CEO of CIPD

The global pandemic has forced rapid adaptations in our societies and organisations. But there was much in the world of work that we needed to respond to, the impacts of technology, demographic and societal changes, and in creating more adaptive organisations and cultures which put people and their wellbeing at the heart of the agenda. The crisis provides a stimulus and opportunity to accelerate change, and our profession should be at the centre of shaping a future of work that is good for all.

Peter Cheese, Chief Executive, CIPD, the professional body for HR and people development.

Chief Executive

Peter Cheese: Chief Executive
Peter is the CIPD’s chief executive. He writes and speaks widely on the development of HR, the future of work, and the key issues of leadership, culture and organisation, people and skills.

Peter is a Fellow of the CIPD, a Fellow of AHRI (the Australian HR Institute) and the Academy of Social Sciences. He’s also a Companion of the Institute of Leadership and Management, the Chartered Management Institute, and the British Academy of Management. He is a visiting Professor at the University of Lancaster and sits on the Advisory Board for the University of Bath Management School. He holds honorary doctorates from Bath University, Kingston University and Birmingham City University.

Prior to joining the CIPD in July 2012, he was Chairman of the Institute of Leadership and Management and a member of the Council of City&Guilds. Up until 2009 he had a long career at Accenture holding various leadership positions and culminating in a seven year spell as Global Managing Director, leading the firm’s human capital and organisation consulting practice.

Ráðstefnuslit

PARTÝ, léttar veitingar og tengslamyndun í Eyri