Dagur: 17. september 2020
Tími: 9:3-0-10:30
Fjarfundur
Undanfarnar vikur hafa mörg fyrirtæki þurft að bregða á það ráð að segja upp fólki til að mæta þeim gífurlega samdrætti sem átt hefur sér stað í efnahagslífi þjóðarinnar eftir að heimsfaraldurinn skall á. Uppsögn er eins og gefur að skilja átakanlegur atburður sem kallar fram sterkar tilfinningar. Hún getur raskað þeirri mynd sem fólk hefur af veruleikanum og veldur oft flóðbylgju af tilfinningum: reiði, höfnun, streitu, biturð, doða, skömm, sorg ofl. Íslensk fyrirtæki hafa oftast hugað vel að þeim sem missa vinnuna með því að bjóða upp á áfallahjálp, sálfræðilegan stuðning og ráðgjöf varðandi atvinnuleit. Einnig hafa stéttarfélög veitt félagsmönnum sínum ráðgjöf og aðstoð. Hins vegar gleymist oft að huga að þeim sem eftir „lifa“ eða „sleppa“, svokölluðum „lay-off survivors“ eða eftirstarfendur. Þeim líður oft verulega illa og í mörgum tilfellum virðist næstum því jafn erfitt að lenda í uppsögn og að lifa hana af.
Þeir sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum gegna lykilhlutverki við aðstæður sem þessar og ef einhvern tímann hefur verið þörf á að efla mannauðsdeildir þá er það núna. Aðalmarkmiðið, samhliða því að halda rekstri í fullum gangi, er að draga úr því tilfinningalega tjóni sem fylgir uppsögnum.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
Skráning á viðburð
Vinsamlegast fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.