Viðburðir Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi eru vettvangur fyrir fróðleik, fagleg samskipti og ný tækifæri.
OKTÓBER
Happy Hour á SKÝ BAR á Center Hóteli Arnarhvoll
Hitum upp fyrir Mannauðsdaginn
Fimmtudaginn 2. október 2025 kl. 17:00-19:00 í boði Alfreðs
Öllu ráðstefnugestum Mannauðsdagsins 2025 er boðið og sérstaklega þeim gestum sem þurfa að fljúga eða aka utan að landi deginum áður til Reykjavíkur auk alls félagsfólks Mannauðs.
Léttar veitingar, drykkir og ljúfir tónar í boði.

MANNAUÐSDAGURINN 2025
„Drifkraftur breytinga liggur í mannauði fyrirtækjanna“.
Ein stærsta ráðstefna mannauðsmála og stjórnunar á Íslandi.
Föstudagurinn 3. október 2025 frá 9:00-17:00 í Hörpu.
Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um mörg af mikilvægustu verkefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja. Mannauðsdagurinn er vettvangur fagfólks úr hinum mismunandi atvinnugreinum sem kemur saman til að fræðast um þær helstu áskoranir og þau tækifæri sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag. Með því að búa til þennan vettvang og sameina þennan mikilvæga og fjölbreytta hóp mannauðsfólks, mannauðsráðgjafa og áhugafólks um mannauðsmál umbreytum við fræðunum í framkvæmd og fáum tækifæri til að læra um nýjustu tækni, nýjustu rannsóknir, nýjustu aðferðir, tæki og tól ásamt því að mynda ný tengsl og styrkja eldri sambönd.
Stjórnun snýst sífellt meira um að leiða fólk í gegnum breytingar og hlúa að menningu nýsköpunar, samkenndar og fjölbreytileika. Þetta krefst færni í tilfinningagreind, aðlögunarhæfni og menningarvitund. Í breyttum veruleika gegnir starfsfólk mannauðsdeilda fyrirtækjanna undir stjórn mannauðsstjóranna lykilhlutverki í að móta leiðtoga framtíðarinnar. Gleymum því ekki að það er mannauðurinn sem er og verður alltaf „drifkraftur breytinganna“.
Mannauðsdagurinn er orðinn einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi og hann sækja vel fyrir 1.200 ráðstefnugestir. Samhliða ráðstefnunni munu um 140 fyrirtæki sýna vörur sínar og þjónustu á glæsilegri sýningu.


Forstjórahringekjan
Miðvikudagurinn 8.október kl. 9:15-10:15 – rafrænn fundur á TEAMS
Á fundinum mun Ásta Dís Óladóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar sem sýna að stjórnendaleitarráðgjafar gegna lykilhlutverki í ráðningarferli forstjóra og hafa veruleg áhrif á það hverjir komast að í ferlinu og hverjir ekki og hversu stórt hlutverk það spili að forstjórastöður séu ekki auglýstar opinberlega. Ásta Dís mun sýna fram á að „leitaraðferðir byggjast oft á óformlegum tengslanetum og hefðbundnum viðmiðum sem viðhalda ríkjandi mynstri, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta forstjórastöður og kynjajafnvægi er sjaldnast sett í forgang.“
Fyrirlesari: Ásta Dís Óladóttir, prófessor og stofnandi Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði
Miðvikudagurinn 15. október 2025 kl. 8:30-9:15 – rafrænn fundur á TEAMS
Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.
Árið 2024 var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Hægt verður að skoða þróun á milli tímabila í kynningunni.
Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.
Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2025 – sex ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.
Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.
Á fundinum mun Trausti fjalla um niðurstöður rannsóknanna og stöðuna.
Fyrirlesari: Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents
Það þarf að skrá sig fyrir klukkan 20, þriðjudaginn 14. október til að fá fjarfundarboðið í gegnum TEAMS
Hvað er Evidence-Baced HR?
Hvernig getum við nýtt okkur það?
Föstudagurinn 17. október kl. 13:00-14:00 í húsnæði Akademias, Borgartúni 23. Einnig verður boðið upp á streymi.
Á fundinum kynnir Hildur Jóna aðferðafræði sem byggir á gögnum, rannsóknum og kerfisbundinni nálgun í mannauðsstjórnun, með það að markmiði að styðja við upplýsta og áhrifaríka ákvarðanatöku í mannauðsmálum.
Fyrirlesari: Hildur Jóna Bergþórsdóttir, sálfræðingur og eigandi HumanAtWork.

Sterkari leiðtogi með ACT-ÞERAPÍU!
Þriðjudaginn 28. október kl. 9:15-10:15 – rafrænn fundur á TEAMS
Á fundinum fjallar Hildur um mikilvægi þess að mannauðsstjórar hugi að eigin velferð og heilsu og kynnir til sögunnar ACT-ÞERAPÍU sem verkfæri til að draga út streitu, byggja upp seiglu og minnka líkur á kulnun.
Fyrirlesari: Hildur J. Gísladóttir, vinnusálfræðingur og MSc. Behavioural and Organization Psychology

NÓVEMBER
RAGGA NAGLI og heimsókn í SKY LAGOON
-Maður er manns gaman-
Heilsuógn einmannaleikans!Mánudagurinn 3. nóvember 2025 kl. 8:00-9:00 og boðið í SKY LAGOON eftir fundinn.
Ragga mun á sinn skemmtilega og fræðandi hátt fjalla einmannaleika, einmannaleikafaraldurinn og áhrif hans á heilsuna.
Fyrirlesari: Ragga Nagli (Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur)
Skráning opnar þegar nær dregur.

MEISTARAMÍNÚTUR
Fimmtudagurinn 6. nóvember 2025 kl. 9:15-10:00 – rafrænn fundur á TEAMS
Í fyrirlestri sínum mun Fanney fjalla um meistararitgerðina sína og niðurstöður rannsóknar sinnar.
Fyrirlesari: Fanney Þórisdóttir, fræðslustjóri Bláa lónsins og nýútskrifaður meistaranemi

Ferð Mannauðs á ráðstefnuna HR Forum í Oslo í Noregi.
Dagana 12. og 13. nóvember 2025.
HR Forum er ein stærsta ráðstefna Norðmanna sem fjallar um stjórnun og mannauðsmál. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem einbeitir sér að því að knýja fram viðskiptavöxt með faglegri mannauðsstjórnun og forystu. Mannauðssérfræðingar, stjórnendur og aðrir sérfræðingar koma þar saman og ræða mikilvægustu strauma og áskoranir vinnumarkaðsins í dag.
Ráðstefnan er haldin á Scandic Hotel Fornebu í Osló í Noregi.

Jólabingó Mannauðs fyrir alla fjölskylduna
Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:30-18:30 á TEAMS
Jólabingó félagsins fyrir alla fjölskylduna er orðið ómissandi þáttur í starfsemi félagsins þar sem börnin og öll fjölskyldan tekur þátt í gleðinni. Glæsilegir vinningar verða í boði eins og alltaf og öll börn sem taka þátt fá smá jólaglaðning.
Bingóstjóri: Anna Claessen hjá Happy Studio.

ÁRIÐ 2026
HR TECH 2026
Þriðjudagurinn 10. mars 2026 í Silfurbergi í Hörpu
Kl. 09:00-13:00.
Mannauður heldur nú ráðstefnuna HR TECH í annað sinn á Íslandi.
Þar sem framtíðin verður knúinn áfram af sífellt fullkomnari tækni leggur félagið metnað sinn í að bjóða upp á sérstaka ráðstefnu sem fjallar um þá nýjustu tækni, tæki og tól sem fyrirtæki verða að tileinka sér til að verða ekki undir í sífellt harðnandi alþjóðlegri samkeppni.
Niðurstöður rannsókna sýna einnig að eftir 5 ár verður núverandi vinnufærni okkar úrelt. Framtíðin verður drifin áfram af sífellt fullkomnari tækni, stafrænni þróun, alþjóðlegu regluverki, áherslu á sjálfbærni og öruggum lausnum. Fyrirtæki munu leita að og ráða til sín starfsmenn sem búa yfir færni, þekkingu og reynslu af tækni og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Takið frá daginn!
Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst þegar nær dregur.

LIÐNIR VIÐBURÐIR 2025
Kaffispjall Faghóps um mannauðsmál hjá ríkinu
Staður: Te&Kaffi í Borgartúni
Föstudagurinn 26. september kl. 8:30-9:30
Bara mæta – þarf ekki að skrá sig

Uppskrift að góðri geðheilsu
Miðvikudagurinn 24. september 2025 kl. 13:00-13:30 – rafrænn örfundur
Mannauður og Mental bjóða upp á opið erindi um hvernig við hlúum að eigin andlegri heilsu, í tilfefni af gulum september.
Góð geðheilsa er ekki sjálfgefin heldur eitthvað sem við þurfum að hlúa að í daglegu lífi. Líkt og líkamleg heilsa byggir á mörgum þáttum þá er andleg líðan samspil margra þátta sem styrkja okkur þegar á reynir.
Á þessu erindi förum við í gegnum lykilþætti sem hafa mest áhrif á geðheilsu okkar og hvernig við getum skapað eigin „uppskrift“ sem hentar hverjum og einum. Við skoðum hvað hjálpar okkur að ná jafnvægi í amstri dagsins, hvernig við getum byggt upp seiglu og hvaða litlu venjur skipta sköpum til lengri tíma.
Þetta erindi er fyrir alla sem vilja öðlast dýpri skilning á eigin geðheilsu og fá hagnýta leið til að byggja upp styrkleika og vellíðan í lífi og starfi.
Fyrirlesarar: Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur og ráðgjafi og Hilja Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Mental ráðgjöf


From Zero to Hero – How to Use AI in Your HR Work
Miðvikudagurinn 24. september 2025 kl. 8:00-9:30 – rafrænn fundur á vegum EAPM
Ready to move beyond the AI buzz and start using practical, real-world tools in your HR work?
Join Professor and AI consultant Claus Nygaard for a hands-on, no-nonsense session that will change how you approach artificial intelligence in your daily work. This webinar isn’t about tech jargon or abstract theory – it’s about what works right now, even if you don’t have a technical background.
You’ll explore how to make AI your trusted partner in everything from recruitment and development to communication and admin tasks. With real-life demonstrations and guidance, you’ll leave with the insight and confidence to start applying AI tools in your own work.
Fyrirlesari: Claus Nygaard, Professor, PhD, CEO & Strategic AI Advisor

3 Shifts to Elevate Your Impact as an HR Professional in 2025
Föstudagurinn 19. september 2025 kl. 7:30-8:30 – rafrænn fundur í boði HR Norge.
Væntingar til mannauðsstjóra aukast stöðugt. Þeir sem ná árangri sameina stefnumótandi innsýn með hagnýtum aðgerðum sem styrkja bæði starfsmenn og rekstur. Bo Vialle-Derksen, sem einnig kemur fram á HR Forum 2025 ráðstefnunni í Osló, mun í þessum rafræna fundi deila þremur mikilvægum atriðum sem geta hjálpað þér sem mannauðsstjóra að leiða með meiri árangri.
Fyrirlesari: Bo Vialle-Derksen, stofnandi SyngularEdge, aðjúkt í mannauðsstefnu- og leiðtogafræðum við IE Business School og Nyenrode Business University. Meðhöfundur bókarinnar „The Best Version of Me: Boosting Your Well-Being“.

Betri svefn – betri vinnustaður.
Svefn bætir líðan, eykur afköst og dregur úr fjarvistum.
Þriðjudagurinn 16. september 2025 kl. 9:15-10:15 – rafrænn fundur
Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og einn helsti svefnsérfræðingur Íslands mun á fundinum fjalla almennt um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur í starfi. Erla mun fara yfir helstu svefnvandamál sem starfsmenn glíma við, hvaða áhrif þau hafa á fyrirtæki og einstaklinga og sýnir fram á hagnýtar leiðir til úrbóta.
Fyrirlesari: Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni

Gervigreind fyrir vinnustaði
Fimmtudagurinn 11. september 2025 kl. 9:15-10:15 – rafrænn fundur
Kristján F. Kristjánsson er einn af okkar reyndustu félögum hvað gervigreind varðar. Ævistarfið hans snýst í dag að hluta um gervigreind og notkun hennar í rekstri fyrirtækja. Kristján er einnig orðinn vel þekktur erlendis sem fyrirlesari, tekur þátt í fjölmörgum ráðstefnum og sýningum og er einstaklega vel tengdur í faginu. Á fundinum mun Kristján fjalla um hverning fyrirtæki geta notað gervigreind á mannamáli.
Hann mun m.a. fjalla um:
-Hvaða þjónustur eru í boði?
-Hvernig er best að byrja?
-Hvað ber að varast?
-Hver er ávinningur af því að nýta gervigreind?
Fyrirlesari: Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills og sérfræðingur í gervigreind

Sálræn fyrsta hjálp
Miðvikudagurinn 10. september 2025 kl. 13:00-13:20 – rafrænn örfundur
Mannauður og Mental vilja bjóða upp á opið erindi í tilefni af Gulum september fyrir öll sem vilja læra meira um sálrænu fyrstu hjálp.
Við getum öll lent í aðstæðum þar sem einhver í kringum okkur sýnir merki um vanlíðan, streitu eða áfall. Þá getur verið erfitt að vita hvað við eigum að gera eða segja og ótti við að gera mistök veldur því að margir segja ekki neitt.
Sálræn fyrsta hjálp er hagnýt nálgun sem kennir okkur einföld og áhrifarík viðbrögð þegar einstaklingar eru að ströggla. Hún snýst ekki um að vera sálfræðingur eða leysa vandann heldur um að vera til staðar hlusta og styðja.
Á þessu örerindi lærir þú hvað sálræn fyrsta hjálp felur í sér og af hverju hún skiptir máli. Þú færð innsýn í hvernig við getum nálgast samtal á öruggan og mannlegan hátt og hagnýt skref sem hver og einn getur tekið til að veita stuðning í raunverulegum aðstæðum.
Þetta erindi er fyrir alla sem vilja öðlast aukið öryggi í samskiptum þegar kemur að viðkvæmum aðstæðum og taka þátt í að skapa vinnuumhverfi þar sem fólk finnur fyrir stuðningi og öryggi.
Fyrirlesarar: Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur og ráðgjafi og Hilja Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi frá Mental ráðgjöf

