Skip to main content

Þekktu sjálfa þig og taktu hraðari ákvarðanir

By júní 5, 2024Viðburðir

Dagur: 10. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Þessi fyrirlestur er byggður á EVOKE aðferðafræðinni, sem er listræn tækni þar sem einstaklingar fá sterkari innsæi á rætur sínar, gildi, þekkingu og markmið í samhengi við liðsheild fyrirtækis með nýstárlegri og skemmtilegri nálgun. Anna Rósa styður við vísindalega tækni frá HjartaGreind (HeartMath®) sem getur breytt grunnlínu hugarfars okkar og endurtengt heilann í gegnum hjartað. Með svokallaðri viðhorf öndunartækni er hægt að ná betri stjórn á streitu, auka hugrekki og taka hraðari ákvarðanir (stórar sem smáar). Hún mun ræða stuttlega um tauga mynstur, hvernig þau myndast og hvernig við getum endurstillt rótgróin, óæskileg mynstur og venjur með því að treysta hjarta greind okkar og ákvarðanatöku.

„Anna Rósa mun svo leiða þátttakendur í gegnum æfingu þar sem við finnum hjarta tengingu í sameiningu og breytum núverandi viðhorfi“

Anna Rósa Parker er hugmynda- og textasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari.

Skráning á rafræna fjarfundinn