Dagur: 26. október 2023
Tími: 9:15-10:15
Fjarfundur á ZOOM
Inga Kristjánsdóttir, heilsuráðgjafi og næringarfræðingur skorar á félagsfólk Mannauðs og samstarfsfólk þeirra í heilsuáskorun! Allir mega vera með.
Það er mjög algengt að fólk heldur að það þurfi að breyta hreinlega öllu varðandi mataræði og lífsstíl til að ná árangri. Það er í flestum tilfellum mikill misskilningur. Oft skila litlar og einfaldar breytingar mjög miklu, hressa uppá líðan og auka lífsgæði til muna. Á þessum fræðslufundi ætla ég að leggja fyrir ykkur fjórar ofureinfaldar jáskoranir, sem þið öll getið tekið og klárað með glans. Allir verða sigurvegarar! Þessar jáskoranir snúast um örlitlar breytingar á mataræði, um streitustjórnun og hreyfingu. Allt mjög einfalt og gerlegt. Þegar þið hafið tekið þessum jáskorunum þá verður orkan betri, sem og einbeiting, úthald og vinnugleði. Vonandi sofið þið betur og verðið i heildina lífsglaðari og hraustari. Svo er bónusinn að ykkur mun líklega langa minna í sykur en áður. Eruð þið til?