Dagur: 15. október 2020
Tími: 9:30-10:30
Rafrænn fyrirlestur
Í þessum fyrirlestri verður farið yfir nokkrar þekktar og gagnlegar breytingakenningar og aðferðir sem gott er fyrir stjórnendur að þekkja. Dæmi um það er tómarúmið svokallaða sem William Bridges talar um sem er tíminn á milli þess sem var og verður. Í tómarúminu getur brugðið til beggja vona þ.e. bæði eru áhættur og tækifæri.
Óvissa er fylgifiskur margra breytinga en það eru stjórnunaraðferðir sem hafa mikil áhrif, eins og að hafa samráð um breytingar og kynna þær vel. Stundum þarf að taka fastar í taumana, sérstaklega ef annað hefur ekki virkað. Hægt er að kortleggja hvaða áhrif breytingar munu hafa á starfsmannahópinn.
Hlutverk stjórnenda á breytingatímum er gríðarlega mikilvægt og vitað er að hugmyndin um hinn sterka leiðtoga sem hrífur aðra með sér, vísar veginn og segir öllum hinum er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Myndin er aðeins flóknari því oft veit stjórnandinn ekki alveg hvert lokamarkmiðið er eða hvernig á að komast þangað. Allur hópurinn þarf að fylgja, gæta þarf að kostnaði, tíma, vinnuframlagi, móral, ímynd, viðskiptavinum, tilfinningum, menningu, gildum o.fl.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
Skráning á viðburð
Vinsamlegast fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.