Skip to main content

Siðareglur

Siðareglur þessar eiga við allt félagsfólk í Mannauði, sem kallað er mannauðsfólk í þessum reglum.
Mannauðsfólk hefur skyldum að gegna við íslenskt atvinnulíf og fyrirtækið eða stofnunin sem það starfar hjá og starfsfólkið sem þar starfar.   Mannauðsfólk nýtir þekkingu sína í fyrirtækjum, starfólki þess og samfélaginu í heild til heilla. Mannauðsfólk starfar af fagmennsku, trúnaði og heilindum í starfi sínu.
Ábendingar um brot skulu berast stjórn Mannauðs skriflega. Brot á siðareglunum geta varðað brottvísun úr félaginu.
Siðareglur þessar eru settar og samþykktar af aðalfundi Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Siðareglurnar eru ekki tæmandi lýsing á góðum starfsháttum, heldur ber hver félagsmaður ábyrgð á því að starfa í anda gilda félagsins af fagmennsku, trúnaði og heilindum. Allir félagar bera ábyrgð á því að siðareglunum sé fylgt.

Samfélagið

  • Mannauðsfólk stuðlar að virðingu og trúverðugleika og stefnumarkandi mikilvægi mannauðsstjórnunar í fyrirtækjum og samfélaginu.
  • Mannauðsfólk upplýsir og fræðir samstarfsaðila, fyrirtæki og almenning um mannauðsstjórnun til að stuðla að faglegum ákvörðunum.
  • Mannauðsfólk hvetur til samfélagslegrar ábyrgðar.
  • Mannauðsfólk fer að lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

Fyrirtækið / Stofnunin

  • Mannauðsfólk eflir fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.
  • Mannauðsfólk vinnur að því að auka langtíma virði þeirra fyrirtækja sem það starfar hjá.
  • Mannauðsfólk hefur langtímahagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og virðir samhliða hagsmuni starfsfólks.
  • Mannauðsfólk vinnur á faglegan hátt þegar það tekur þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í fyrirtækjunum.
  • Mannauðsfólk beitir faglegri þekkingu sinni og persónulegri hæfni til að fyrirtæki nái markmiðum sínum.
  • Mannauðsfólk heldur trúnað um þær upplýsingar sem því er trúað fyrir og leynt skulu fara.

Starfsfólk

  • Mannauðsfólk vinnur að því að komið sé fram við starfsfólk af virðingu og sanngirni.
  • Mannauðsfólk virðir réttindi starfsfólks og hefur hagsmuni þess til hliðsjónar eins og hagsmuni fyrirtækisins þegar ákvarðanir eru teknar.
  • Mannauðsfólk stuðlar að eflingu á starfshæfni starfsfólks í fyrirtækinu og því sjálfu til góða.
  • Mannauðsfólk sýnir öllu starfsfólki virðingu, áhuga og umhyggju og stuðlar að vellíðan að vinnustað.
  • Mannauðsfólk heldur trúnað um það sem því er trúað fyrir og meðhöndlar viðkvæmar persónulegar upplýsingar sem það verður áskynja í starfi sem trúnaðarupplýsingar.
  • Mannauðsfólk hefur jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu, vinnur gegn fordómum og mismunun einstaklinga.
  • Mannauðsfólk leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og samskiptavenjur og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi.

Fagmennskan

  • Mannauðsfólk eflir fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.
  • Mannauðsfólk vinnur að því að auka langtíma virði þeirra fyrirtækja sem það starfar hjá.
  • Mannauðsfólk hefur langtímahagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og virðir samhliða hagsmuni starfsfólks.
  • Mannauðsfólk vinnur á faglegan hátt þegar það tekur þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í fyrirtækjunum.
  • Mannauðsfólk beitir faglegri þekkingu sinni og persónulegri hæfni til að fyrirtæki nái markmiðum sínum.
  • Mannauðsfólk heldur trúnað um þær upplýsingar sem því er trúað fyrir og leynt skulu fara.