Dagur: 21. febrúar 2024
Tími: 16:00-17:30
Staður: Tryggingastofnun – TR, Hlíðarsmára 11, Kópavogi
Tryggingastofnun og Mental ráðgjöf bjóða félagsfólki í heimsókn.
Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf fjallar um geðheilbrigði á vinnustöðum og mikilvægi þess að opna á hreinskipta umræðu og taka nauðsynleg skref í átt að bættu geðheilbrigði starfsfólks.
Hólmfríður Finnsdóttir, mannauðsstjóri TR og Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR fjalla um árangursríkt samstarf TR og Mental og innleiðingu á viðbragðsáætlun TR sem ætlað er að skapa umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við geðheilsu starfsfólks.