Skip to main content

Setjum andlega vellíðan og geðheilbrigði á dagskrá!

By maí 10, 2024Viðburðir

Dagur:  23. maí 2024

Tími: 14:30-16:00

Staður: Háskólinn á Akureyri

Faghópur Mannauðs á Norðurlandi býður til félagsfundar.

Mental og Mögnum hafa sameinað krafta sína í þágu andlegs heilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi! Til að fagna þeim tímamótum er mannauðsfólki og stjórnendum á Norðurlandi í samvinnu við Faghóp Mannauðs á Norðurlandi, boðið á opna kynningu í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri og Mannauð.

Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnun munu fjalla um mikilvægi þess að setja geðheilbrigði á dagskrá á vinnustöðum og deila upplýsingum um þá nálgun og aðferðarfræði sem beitt er til að stuðla að bættu andlegu heilbrigði innan vinnustaða.
Auk þess munu Erla Björnsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fjalla um vegferð SAK í tengslum við andlega vellíðan starfsfólks.

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni kynningu og tækifæri gefst til tengslamyndunar.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.