Dagur: 29. október
Tími: 9:00-10:30
Staður: Ármúli 11, hjá Dale Carnegie
Krefjandi starfsmannamál er bæði erfið fyrir fyrirtæki og alla hluteigandi aðila.
Því er mikilvægt að þau mál séu leyst með góðri samvinnu meðal annars með stéttarfélögum þegar það á við. Þar sem hagsmunagæsla stéttarfélaga er ekki endilega í samræmi við kröfur sem settar eru á vinnuveitenda, flækjast málin.
Því er spurning hvað er best að gera?
Tekið verður dæmi frá félagsmanni um erfitt og flókið mál sem snéri að samskiptum við stéttarfélag í krefjandi áreitnismáli.