Dagur: 3. september 2024
Tími: 9:15
Fjarfundur á TEAMS
Nýlegur dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðalögum á vegum vinnuveitanda.
Síðastliðið vor kvað Hæstaréttur upp dóm í máli nr. 52/2023 þar sem viðurkennt var að þær stundir sem starfsmaður ríkisstofnunar varði til ferðalaga á vegum vinnuveitanda teldust vinnutími. Dómur þessi hefur fordæmisgildi fyrir allan vinnumarkaðinn. Jón Sigurðsson hrl. mun í erindi sínu rekja dómsniðurstöðuna og hvaða þýðingu hún hefur á vinnumarkaði.