Skip to main content

Nýjustu TREND ársins 2023

By desember 30, 2022janúar 10th, 2023Viðburðir

Miðvikudagurinn: 11. janúar 2023.
Tími: 9:00-10:30.
Staðsetning fundar:  Hjá Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar á 3. hæð.  (salur Katla)

Mannauðsmál hafa sjaldan verið í jafn miklum brennidepli og núna. Mannauðsfólk kom mörgum fyrirtækjum í gegnum heimsfaraldurinn og sýndi svo sannarlega hvað í þeim býr. Nú er heimurinn breyttur og margt að breytast varðandi framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar. Á þessum viðburði ætlar Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi að fara yfir spár nokkurra þekktra fræðimanna og ráðgjafafyrirtækja, um hvað þau telji að mest muni brenna á eða verða mikilvægast á árinu 2023 þegar kemur að mannauðsmálum.

Lesum saman í nýjustu trendin og ræðum hvernig við getum betur stutt okkar eigin vinnustaði til framtíðar og á sama tíma stutt við hlutverk félagsins okkar;  Að efla fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.

Fyrirlesari er Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi.  Herdís hefur bæði menntun og mikla reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Hún sinnir einnig háskólakennslu á sviði stjórnunar og mannauðsmála og er stöðugt að fylgjast með því nýjasta í fræðunum.

Í dag starfar hún sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsmála auk þess sem hún tók nýlega þátt í því að stofna fyrirtækið Opus Futura, en það vinnur að þróun veflausnar sem mun aðstoða vinnustaði og einstaklinga við að finna hvort annað og para sig saman á alveg nýjan hátt.

Skráning á fundinn „Nýjustu TREND“