Dagur: 26. september 2023
Tími: 9:00-12:00
Staður: GALA – ráðstefnusalur á Smiðjuvegi 1, Kópavogi
Námskeiðið er í boði Mannauðs fyrir félagsfólk
AÐ RUGGA BÁTNUM ÁN ÞESS AÐ VELTA HONUM
Námskeið um jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu fyrir mannauðsstarfsfólk. Fjallað verður um helstu áskoranir í málaflokknum og hvernig hægt er að takast á við þær. Ástæður og afleiðingar valdatengsla, viðmiða, frávika, útilokandi/óviðeigandi framkomu verða ræddar og kynntar leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að jákvæðri og inngildandi menningu á vinnustaðnum.
Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:
- Eðli og áhrif útilokandi vinnustaðarmenningar
- Hvernig get ég stuðlað að inngildandi vinnulagi og ferlum?
- Hvernig get ég stuðlað að inngildandi menningu á mínum vinnustað?
Sóley Tómasdóttir hjá Just Consulting er leiðbeinandi námskeiðsins sem hún byggir á eigin reynslu af stjórnmálum, stjórnun og aktívisma í bland við niðurstöður akademískra rannsókna á jafnréttisstarfi fyrirtækja.
ATH!
Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er mælt með því að þátttakendur taki a.m.k. eitt próf á þessari slóð. Sérstaklega er mælt með Gender-Career, Gender-Science, race, weight, age and disability.