Dagur: 23. mars 2021
Tími: 11:30-12:00
Fjarfundur á Teams
Hæfni og hæfniskröfur til stjórnenda ríkisins.
„Heiðarlegur, réttlátur og vera eins og manneskja“
Sólmundur mun fjalla um hæfni og hæfniskröfur til stjórnenda ríkisins, hvernig þær hafa aukist jafnt og þétt frá nýskipan í ríkisrekstri síðan á tíunda áratug síðustu aldar og hvernig þær birtast í Stjórnendastefnu ríkisins sem samþykkt var sumarið 2019.
Út frá rannsókn sinni þar sem kannað var viðhorf nýrra forstöðukvenna og -manna hjá ríkinu til hæfniskrafna og stjórnendastefnunnar. Grunnrannsóknarspurningin er: Hvað reynir mest á í starfi nýrra stjórnenda hjá ríkinu? Niðurstöðurnar benda til að margt megi laga í starfsumhverfi stjórnenda en jafnframt að bjartsýni ríkir um að Stjórnendastefnan ríkisins verði til mikilla bóta. Ýmislegt í niðurstöðunum gæti líka nýst stjórnendum og mannauðsfólki á almenna markaðinum.
Um fyrirlesara:
Sólmundur Már Jónsson er viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá HÍ og hefur starfað við fjármál, rekstur og mannauðsmál hjá ríkinu í um 25 ár. Hann hefur starfað hjá Fangelsismálastofnun, dómsmálaráðuneytinu, Lögreglunni í Reykjavík, Landhelgisgæslu Íslands og Hafrannsóknastofnun. Á árinu 2020 fór hann í fullt nám í mannauðsstjórnun í HÍ og útskrifast núna í febrúar með MS gráðu í mannauðsfræði.
Skráning á viðburð
Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.