Mannauðsdagurinn er einn stærsti viðburðurinn á sviði stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi.
Ráðstefnan hefur ávallt verið vel sótt af stjórnendum, starfsfólki mannauðsdeilda, sérfræðingum og öðru áhugafólki úr íslensku atvinnulífi.
Samhliða ráðstefnunni er fyrirtækjum boðið að kynna vörur sínar og þjónustu á glæsilegum sýningarsvæðum í Hörpu, þar á meðal í Norðurljósum, ganginum fyrir framan Eldborg og svo Eyri sem liggur meðfram Silfurbergi
Dagsetning: 3. október 2025
Staðsetning: Norðurljós, Hörpuhorn (gangur fyrir framan Norðurljós og Eldborg) og Eyri.
Tími: 08:00–17:00
Verð og þjónusta
- Sýningarbásar í Norðurljósum, gangi fyrir framan Eldborg og í Hörpuhorni: 200.000 kr.
- Sýningarbásar í Eyri (nýtt sýningarsvæði): 100.000 kr.
Innifalið í verði:
- Gólfpláss (3m x 1,5m), rafmagn og internet.
- Tveir aðgangspassar á básinn sem veita aðgang að hádegismat, kaffi og drykkjum yfir daginn.
- Aðeins fyrir heila bása í Norðurljósum, Hörpuhorni og á gangi: Ein auglýsingaglæra.
Uppsetning
Uppsetning: Allir sýningarbásar í Hörpuhorni, Eyri og á ganginum við Eldborgarsal þurfa að vera settir upp föstudagsmorguninn 3. október á milli kl. 06:00 og 08:00. Sýningarsvæðið í Norðurljósum þarf að setja upp frá klukkan 12:00-16:00 fimmtudaginn 2. október.
Taka niður básana
Sýningarbásana má taka niður eftir að ráðstefnunni lýkur sem verður í kringum kl. 17:00 í ár. Það má alls ekki taka básana niður fyrr. Harpa biður okkur um að fara strax í að taka niður básana og losa svæðið og vera búin að því fyrir klukkan 18:30 því það er sýning hja þeim um kvöldið sem hefst klukkan 20:00.
Sýningarbásar
- Stærð: Hver bás er 3 metrar á breidd og 1,5 metrar á dýpt. Hægt er að velja um að fá heilan eða hálfan bás og einnig að taka fleiri bása hlið við hlið.
- Innifalið: Í verði sýningarbássins er ein auglýsingaglæra sem birtist á tjöldum í öllum ráðstefnusölum (Eldborg, Silfurberg A og B, og Kaldalóni) fyrir ráðstefnuna og í öllum hléum.
- Auka auglýsingaglærur: Hver auka auglýsingaglæra kostar 20.000 kr.
Undanfarin ár hafa sýningarsvæðin selst upp og færri komist að en vildu. Í ár erum við með fleiri svæði í boði en þau eru þegar að fyllast. Það borgar sig því að tryggja sér pláss tímanlega.
Að gefnu tilefni: Hámarkshæð sýningarbása er 2,5 metrar. Undantekningar eru básar sem standa við útvegg eða með sérstöku leyfi.
Hafa samband
Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs – síma 618-1900 eða sendu póst á sigrun@mannaudsfolk.is.
🔎 SKOÐA SÝNINGARSVÆÐIN
🖱️ Til að færa skjalið haltu miðjuhnappinum (músarhjól) inni og dragðu.
➡️ Þú getur einnig fært til hliðar með örvatökkunum á lyklaborðinu.
🔎 Smella hér til að opna skjalið í fullum skjá.
📥 Sækja skjalið
Uppsetning
Sýningarsvæðið í Norðurljósum verður tilbúið til uppsetningar klukkan 12:00, fimmtudaginn 2. október, daginn fyrir ráðstefnuna. Kynningaraðilar geta því sett upp sýningarbása frá 12:00 – 16:00 þann dag.
Við biðjum sýningaraðila í Norðurljósum að vera allir búnir að setja upp básana á fimmtudeginum.
Sýningarsvæðið í Hörpuhorni og á ganginum verður því miður ekki tilbúið til uppsetningar fyrr en kl. 6:00 að morgni ráðstefnudagsins 3. október. Það verður að vera búið að setja upp alla básana fyrir kl. 8:00 en þá fara ráðstefnugestir að streyma inn.
Mikilvægt er að kynningaraðilar virði þessar tímasetningar.
Að gefnu tilefni vekjum við athygli á að hæð sýningarbása hefur verið takmörkuð við 2.5 metra nema með sérstöku samþykki.
Veitingar
Að gefnu tilefni skal áréttað að óheimilt er að koma með aðkeyptar veitingar inn í Hörpu, þetta á bæði við um veitingar í föstu og fljótandi formi.
Ef bjóða á upp á veitingar á kynningarbásum skal hafa samband við veitingadeild Hörpu (catering@khveitingar.is)
Aðgangur að ráðstefnunni
Kynningaraðilum er frjálst að hafa 2 aðila á kynningarbásnum. Óski þeir eftir fleiri aðilum, þarf að greiða 10.000 kr. aukalega fyrir það.
Hver kynningarbás fær sérstaklega merkta aðgangspassa fyrir sitt fólk með nafni fyrirtækisins.
Vilji kynningaraðilar taka þátt í ráðstefnunni þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Miðasala á ráðstefnuna fer fram hér á vefnum.
Tímasetningar
Sýningin fer fram í Norðurljósum, Hörpuhorni og ganginum fyrir framan Norðurljós og Eldborg. Ráðstefnan hefst með opnun sýningarsvæðisins og afhendingu ráðstefnugagna klukkan 08:00. Hleypt verður strax inn í ráðstefnusalinn og ráðstefnan sjálf hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Ráðstefnugestir koma á sýninguna fjórum sinnum yfir daginn (birt með fyrirvara um breytingar á dagskrá).
08:oo – 9:00 Húsið opnað og ráðstefnugögn afhent
10:15 Kaffihlé
12:00 Hádegishlé
15:00 Kaffihlé
Aðföng
Hægt verður að fá leigð húsgöng í sýningarbásinn eins og borð (hátt barborð/sveppaborð), stóla, barstóla, bæklingastanda og fleira hjá Recon sem sér um sýningarsvæðið.
Harpa hefur verið okkur innan handar með leigu á hvítum borðdúkum og leigu á skólastofuborð.
Dúkarnir kosta 3.000 kr. en skólastofuborðin rukka þeir ekki fyrir. Harpa leigir ekki háu sveppaborðin í ár.
Öll sýningarsvæði hafa aðgang að rafmagni og interneti.
Hugum að umhverfinu!
Að gefnu tilefni viljum við biðja kynningaraðila um að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi þegar kemur að því að útbúa kynningarefni og gjafir til ráðstefnugesta.
Undanfarin ár höfum við fengið vinsamlegar ábendingar frá Hörpu að Mannauðsdeginum fylgi mikið rusl þar sem þátttakendur fá mikið af efni frá kynningaraðilum sem þeir skilja eftir á borðum og endar þar með í ruslinu.
Við viljum því biðja ykkur um að hafa þetta í huga þegar kemur að því að útbúa kynningarefni til dreifingar á deginum og hvetjum ykkur til að nýta rafrænar leiðir til að koma efni til ráðstefnugesta.
NÖFN SÝNINGARAÐILA OG STAÐSETNINGAR
Nafn sýningaraðila | Staðsetning |
---|---|
50skills | Hörpuhorn |
66°Norður (Sjóklæðagerðin) | Norðurljós |
A4 – Egilsson | Eyrir |
Advania – Business Central | Norðurljós |
Advania – Innviðalausnir | Hörpuhorn |
Advania – Mannauðslausnir | Hörpuhorn |
Advania – Skjöldur | Hörpuhorn |
Alda | Hörpuhorn |
Alfreð | Norðurljós |
Almenni lífeyrissjóðurinn | Hörpuhorn |
Atlas Primer | Hörpuhorn |
Attentus | Norðurljós |
Aurbjörg | Hörpuhorn |
Áttin | Norðurljós |
Bara tala | Norðurljós |
Berjaya Iceland Hotels | Norðurljós |
Brafa | Eyrir |
brandr | Eyrir |
ChitoCare Beauty | Eyrir |
Dagar | Norðurljós |
DataLab | Hörpuhorn |
Debra Corey | Hörpuhorn |
Dineout | Hörpuhorn |
Discover Truenorth | Hörpuhorn |
Ecit Virtus | Norðurljós |
ELKO | Norðurljós |
Endurmenntun Háskóla Íslands | Norðurljós |
Eva Innsýn | Eyrir |
Eventum | Hörpuhorn |
EVOKE – Anna Rósa Parker | Eyrir |
EVOLV | Eyrir |
Eylíf | Norðurljós |
FlyOver Iceland | Hörpuhorn |
Frami menntun | Eyrir |
Franklyn Covey | Norðurljós |
Fræðslusetrið Starfsmennt | Norðurljós |
Geosilica | Eyrir |
Giggo | Norðurljós |
Gjafabréf.is / Óskaskrín | Eyrir |
Greenfit | Hörpuhorn |
Hagvangur | Hörpuhorn |
Happy Studio | Hörpuhorn |
Háskólinn á Bifröst | Norðurljós |
Heilsulausnir | Norðurljós |
Heilsuvernd | Norðurljós |
Hirzlan | Norðurljós |
HR Panorama | Hörpuhorn |
Hugarafl | Eyrir |
HumanAtWork | Eyrir |
Hæfnissetur/Fræðslumiðstöð atvinnulífsins | Norðurljós |
ICF Iceland | Norðurljós |
Idé House of Brands Iceland | Hörpuhorn |
Iðan fræðslusetur | Norðurljós |
IHANNA | Hörpuhorn |
Improving PlayFully | Eyrir |
Innivist | Eyrir |
Innnes | Norðurljós |
Innnes og Te&Kaffi – kaffihús | Eyrir |
Innnes og Te&Kaffi – kaffihús | Hörpuhorn |
InnSæi – Hrund Gunnsteinsdóttir | Eyrir |
Intellecta | Hörpuhorn |
Íslandshótel | Norðurljós |
Kara Connect | Hörpuhorn |
Kassaleigan | Hörpuhorn |
Kerlingafjöll – Highland Base | Hörpuhorn |
Kraftur Stuðningsfélag | Eyrir |
KVAN | Hörpuhorn |
Kvennaráð / HM Consult | Eyrir |
Leiðtogaþjálfun / Dale Carnegie | Norðurljós |
Lemon | Hörpuhorn |
Líf og sál sálfræði og ráðgjafastofa | Norðurljós |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Norðurljós |
Luxor | Hörpuhorn |
Magio viðburðasmiðja | Eyrir |
Maskína | Norðurljós |
Maul | Eyrir |
Mánagull plöntuveggir | Eyrir |
Mental ráðgjöf | Norðurljós |
Michelsen | Hörpuhorn |
Mindset Strategist | Eyrir |
Mindshifter / Anna Liebel | Eyrir |
Mímir símenntun | Norðurljós |
Moodup | Hörpuhorn |
MyTimePlan | Hörpuhorn |
Nói Sírus | Norðurljós |
NTC | Eyrir |
OFAR | Norðurljós |
Opni háskólinn | Norðurljós |
Opus Futura | Hörpuhorn |
Origo | Hörpuhorn |
Origo/Ofar | Hörpuhorn |
Partý Rental | Hörpuhorn |
Penninn Húsgögn | Norðurljós |
Pizzaofnar | Hörpuhorn |
Positive Performances | Eyrir |
Proevents/Procoach | Hörpuhorn |
Prósent | Norðurljós |
PwC | Norðurljós |
REON | Eyrir |
Ritari | Eyrir |
S4S | Norðurljós |
Samhjálp félagasamtök | Eyrir |
Sena | Hörpuhorn |
Símennt – Samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva | Eyrir |
Skincare | Hörpuhorn |
ST2 | Hörpuhorn |
Stjórnvísi | Norðurljós |
Stúdíó Flamingo | Eyrir |
Sundra | Hörpuhorn |
Svalar | Eyrir |
SÝN | Norðurljós |
Sælgætisgerðin Freyja | Eyrir |
Taktikal | Hörpuhorn |
TARAMAR | Eyrir |
The Mindset Strategist | Eyrir |
Tix.is | Eyrir |
Tímon | Norðurljós |
Ugrow | Eyrir |
Útilíf | Norðurljós |
Val og virði | Eyrir |
Varma / Rammagerðin | Eyrir |
Vertis | Hörpuhorn |
Vinnueftirlitið | Hörpuhorn |
Vinnumálastofnun | Norðurljós |
Vinnuvernd | Norðurljós |
Vinnuvís | Eyrir |
Vinnvinn | Norðurljós |
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður | Norðurljós |
Virkja | Eyrir |
World Class / Laugar Spa | Hörpuhorn |
YAY | Norðurljós |
Ziik á Íslandi | Eyrir |
Þjóðleikhúsið | Hörpuhorn |
ÖBÍ | Eyrir |