Skip to main content

Hvaða áhrif hefur sjálfsmynd á forystuhæfni?

By ágúst 21, 2024nóvember 3rd, 2024Viðburðir

Dagur: 14. nóvember 2024

Tími: 9:00-10:30   

Fundarstaður: Arion banki í Borgartúni

Guðrún Lind mun fjalla um hvaða hlutverk ´leadership identity´ spilar fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að þrífast og ná árangri í síbreytilegum heimi.

Við erum öll með ´leader identity´, hvort sem við höfum stjórnendatitil eða ekki, sem hefur áhrif á hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir, leiðum okkur sjálf og höfum áhrif á aðra.

Erindið fjallar um hvernig við getum dýpkað skilning okkar á eigin sjálfsmynd til að tengjast mætti okkar, valdefla okkur sjálf og aðra. Við munum skoða hvað er ´leader identity´ og hvers vegna það skiptir máli fyrir árangur í forystu. Við leikum okkur með verkefni til að skerpa sjálfsmyndina og skoðum hvernig seigla og vellíðan tengjast sjálfsmynd þinni og samskiptafærni.

Þetta er einstakt tækifæri til að staldra við og skerpa sýn á því sem skiptir mestu máli – til að þrífast og ná árangri í síbreytilegu umhverfi.

Fyrirlesari er Guðrún Lind Halldórsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfi sem hefur unnið með hundruðum stjórnenda um allan heim. Hún rekur eigið fyrirtæki, Thrive REimagined, með aðsetur í Sviss, sem sérhæfir sig í að veita sérsniðnar lausnir fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni og byggja upp öflug teymi með markvissum hætti. Hún starfaði lengi sem stjórnandi á mannauðssviði í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og hefur víðtæka reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni á sviði fjölbreyttra mannauðsmálum, breytingum og stjórnun.

Skráning á fundinn