Skip to main content

Kveðjum snillinginn! Ragnhildur Vigfúsdóttir.

By október 9, 2023október 10th, 2023Viðburðir

Dagur: 15. nóvember 2023

Tími: 9:00-10:00

Fundarstaður:  Hjá Arion banka, Borgartúni 19

Það er mikið framboð og eftirspurn eftir snillingum ef marka má athugasemdir á samfélagsmiðlum og atvinnuauglýsingar meðan staðreyndin er sú að við erum flest meðalmenni. Hamrað er á að við eigum að fylgja köllun okkar og vera sífellt besta útgáfan af okkur sjálfum. Hvaða áhrif hafa þessar óraunhæfu kröfur á mannauðsstjóra og fólkið sem það ræður í vinnu – eða ræður ekki? Óttinn við að mistakast lamar okkur. Hann kemur í veg fyrir að við þorum að stíga fram og gera það sem okkur langar til að gera. Og það sem við þurfum að gera.
Í þessu erindi verður fjallað um fullkomnunaráráttu, hugleysi og hvernig þjálfa má hugrekki. Fyrirlesari leitar í smiðju Dr Brené Brown, Design Thinking og jákvæðrar sálfræði.

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur víða farið og margt séð. Hún er haldin óstöðvandi fróðleiksfýsn og er því alltaf í námi. Núna er hún til dæmis að læra bridge og að mála frá hjartanu. Eftir farsælan feril hjá kvenfrelsistímaritinu Veru, Akureyrarbæ, Nordens folkliga Akademi og Landsvirkjun stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki árið 2016. Hún er markþjálfi með diploma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði. Hún er vottaður Dare to Lead og Five Behaviors of Cohesive Teams þjálfari – en það fyrra er úr smiðju Dr Brené Brown og það síðara Lencioni.  Hún er einnig vottaður Designing Your Life Coach og nýtur þess að vinna með einstaklingum og teymum.

 

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.