Dagur: 24. nóvember 2021
Tími: 9:15
Fjarfundur á Teams. Hlekkur sendur þegar nær dregur.
Vellíðan starfsmanna á vinnustað er einn af mikilvægustu lykilárangursþáttum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga í dag og passa vel upp á að séu í lagi og helst meira en það.
Hversu miklu máli skiptir stjórnunin og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að sem best takist til?
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri kortlagningar og forvarna hjá VIRK mun á fundinum fara yfir þessa þætti með okkur samhliða því að segja okkur frá verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“.