Dagur: 18. maí 2021
Kl. 10:00-11:00
Fjarfundur á Teams
Verkefnamiðað vinnuumhverfi: Innleiðing og áhrif á viðhorf starfsfólks.
Á undanförnum árum hefur farið vaxandi að fyrirtæki og stofnanir hafi breytt skipulagi vinnuumhverfis og innleitt verkefnamiðaða vinnu (e. activity-based work). Verkefnamiðað vinnuumhverfi er í raun tilbrigði við opin vinnurými en með mikilvægum mun. Grundvallarþáttur í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi er að þar er boðið upp á mismunandi vinnuaðstöðu sem starfsfólk getur valið á milli eftir því hvaða aðstaða hentar verkefnum hverju sinni.
Á fundinum verður fjallað um rannsóknir á áhrifum innleiðingar á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi á viðhorf starfsfólks. Fyrst mun Lilja Harðardóttir, sérfræðingur á mannauðsdeild Hrafnistu, segja frá meistaraverkefni sínu í mannauðsstjórnun frá HÍ. Í lokaverkefni sínu skoðaði hún ýmis viðhorf starfsfólks bæði fyrir og eftir innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi. Freyr Halldórsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, mun svo ræða um niðurstöður sem byggja á þriðju mælingunni fór fram um hálfu ári eftir að verkefni Lilju lauk. Að auki mun Freyr sem fyrrum mannauðsstjóri fjalla um ferli innleiðingar á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.
Freyr Halldórsson og Lilja Harðardóttir.
Skráning á viðburð
Vinsamlegast fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.