15. ágúst 2024
Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis
Kl. 9:00
Skráning á viðburð
Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.
Alda, í samstarfi við Mannauð, Diversify og Alþingi, bjóða til morgunverðarfundar um fjölbreytileika og inngildingu fimmtudaginn 15. ágúst kl. 09:30! Á viðburðinum verður lögð sérstök áhersla á hlutverk innigildingar í vinnustaðamenningu, hvernig við stuðlum að fjölbreytileika og notkun gagna við ákvarðanatöku og hvernig við nýtum þau þau í samtali við stjórnendur og aðra hagaðila.
Þrjár reynslumiklar konur úr atvinnulífinu verða með stutt erindi og að þeim loknum verða panelumræður sem Ásdís Eir Símonardóttir, ráðgjafi og fyrrverandi formaður Mannauðs, leiðir.
- Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og stofnandi Öldu
- Chisom Udeze, stofnandi Diversify (NO) & Diversify Consult (NO)
- Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis
? Viðburðurinn fer fram á ensku
? Léttar veitingar og kaffi í boði
? Aðgangur ókeypis
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn!
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/FckpGUhJ53jhHYrz5
Um fyrirlesara:
Chisom Udeze er hagfræðingur og ráðgjafi á sviði fjölbreytileika og inngildingar (DEI). Chisom er stofnandi Diversify í Noregi sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að innleiða árangursríkar stefnur með fjölbreytileika og inngildingu að leiðarljósi. Hún er forsprakki Diversify Nordics Summit, sem er stærsta DEI ráðstefnan á norðurlöndunum og hefur m.a. unnið með Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, ExxonMobil og The Economist Group.
Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis. Hún starfaði sem Dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra frá 2009-2010. Árið 2010 var Ragna skrifstofustjóri Landsvirkjunar og varð aðstoðarforstjóri frá árunum 2012-2019. Ragna hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur við skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Capacent m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margháttuðum félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur.
Ásdís Eir Símonardóttir er ráðgjafi sem brennur fyrir vinnustaðamenningu sem knýr árangur hjá fyrirtækjum og teymum. Hún aðstoðar framkvæmdastjóra við að móta framsækna umgjörð mannauðs og menningar, og eflir stjórnendur í því að stuðla að vexti og árangri fólks með skýrum væntingum og áhrifaríkri endurgjöf. Ásdís Eir er vinnusálfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.