Skip to main content

Fyrirtækjaheimsókn til Samskipa

By ágúst 31, 2023Viðburðir

Dagur: 21. september 2023

Tími: 8:30-10:00

Staður: SAMSKIP

Dagskrá:
Kl 08:30 – 08:45

Gengið um höfuðstöðvar Samskipa, þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða starfsaðstöðuna þeirra.

Þau eru m.a. með:
 Barnaherbergi,
 Nuddherbergi
 Flottan líkamsræktarsal
 Geggjað mötuneyti

08:45 – 09:00 – Morgunhressing
Meistari Máni kokkur mun framreiða afbragðs morgunhressingu eins og honum er einum lagið.

09:00 – 10:00 – Kynning
„Áskoranir í upplýsingamiðlun til starfsmanna í flóknu starfsumhverfi og lausnir“.
Samskip er fyrirtæki í fjölþjóðlegu starfsumhverfi með yfir 30 þjóðerni starfsmanna, þar sem minnihluti starfsmanna er við tölvur í daglegum störfum.
Við hjá Samskipum fundum frábært og einfalt tól til miðlunar fræðslu og upplýsinga í samstarfi við Relesys. Við kynnum fyrir mannauði snilldar samfélags og fréttamiðill sem er einnig vettvangur nýliðafræðslu og endurmenntunar starfsmanna. Appið okkar og desktop útgáfa, Samskip staff.

Kynnar eru:
Sólborg Arna Steinþórsdóttir Mannauðsráðgjafi
og
Bára Mjöll Ágústsdóttir Mannauðsstjóri

Skráning í fyrirtækjaheimsókn Samskipa

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.