Góð heilsa er besta fjárfestingin! Sigurður Örn Ragnarsson, heilsuráðgjafi hjá Greenfit
Í upphafi hvers árs er gott að nota tækifærið og setja sér ný markamið fyrir árið. Sigurður Örn heilsuráðgjafi hjá Greenfit hefur sérhæft sig í að aðstoða bæði einstaklinga sem og starfsmenn fyrirtækja í að setja sér heilsutengd mælanleg markmið, aðstoða við hinar ýmsu mælingar, veita fræðslu og hvatningu til að betur gangi. Á fundinum mun Sigurður fjalla um það hvernig við getum alltaf verið í okkar besta formi til að okkur líði sem best og náum betri árangri í lífi og starfi.
