Skip to main content

Eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?

By október 15, 2024október 23rd, 2024Viðburðir

Dagur: 7. nóvember 2024

Staður: Hjá Kara Connect í Skipholti 25, Reykjavík

Tími: 14:00-16:00 og léttir drykkir á eftir

Eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?

Kara Connect bíður í vinnustofu þar sem reifaðar verða nokkrar spurningar sem liggja á mannauðsstjórum og farið yfir strauma og stefnur varðandi velferðarmál starfsmanna almennt.
Á vinnustofuna komast eingöngu 12 gestir, trúnaðar hafður í fyrirrúmi og rædd brýn mál sem liggja á stjórnendum þessa dagana.
Þorbjörg Helga leiðir umræðuna ásamt gestafyrirlesurum.

DAGSKRÁ:
14.00: Reynslan: Velferðartorg Bláa lónsins – Mannauðsstjóri Bláa lónsins miðlar reynslu

14.40: Hver er þróunin í geðheilbrigðismálum? Hversu langt á fyrirtækið að ganga?

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir:

  • Hvernig eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?
  • Hvers vegna er þessi aukning á vanlíðan og einmanaleika?
  • Er unga kynslóðin sem er að koma inn öðruvísi hvað varðar heilsu?
  • Hvernig er „hybrid“ vinna að hafa áhrif á afköstu og teymisvinnu?

15.50: Hvernig byggjum við velferðartorg

– Kynning á hvernig velferðartorgin virka

16.10: Ljúfir áfengir og óáfengir drykkir

Skráning á viðburð