Skip to main content

Ertu óafvitandi að skapa streitu á þínum vinnustað?

By júlí 4, 2024Viðburðir

Dagur: 19. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Staðsetning auglýst síðar

„Samkvæmt alþjóðlegum mælingum Gallup upplifa fjórir af hverjum tíu starfsmönnum streitu daglega. Þá má greina vaxandi örþreytu á síðustu árum sem er m.a. afleiðing af langvinnri streitu. Skortur á björgum ýtir undir streitu, en bjargir eru grundvallaratriði í helgunarmódeli Gallup. Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup í samstarfi við Mannauð – félag mannauðsfólks á Íslandi bjóða til morgunverðarfundar þar sem tengsl streitu og bjarga verða til umfjöllunar sem og þær leiðir sem vinnustaðir geta gripið til til að draga úr streitu.„

Skráning á viðburð