Dagur: 15. maí 2024
Tími: 9:15-10:15
Fjarfundur á TEAMS
Microsoft þekkjum við flest í formi Word, Excel og PowerPoint. Á síðustu árum hefur Microsoft bætt við og þróað öflugar tæknilausnir sem við flest höfum nú þegar aðgang að og erum ekki að nýta okkur til fulls!
Í fyrirlestrinum mun ég einblína á Microsoft Power Platform (MPP), hvað það er og hvernig mannauðsdeildir geta nýtt sér þessi tól við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Starfsmannasvið ISAL hefur undanfarið sett aukinn kraft í að sjálfvirknivæða ferla með þessum tólum og mun ég taka dæmi þaðan. Ég mun einnig fjalla um Microsoft List, hvað það er og hvenær sniðugt er að færa sig úr því að nota Excel yfir í að nota Microsoft List. Að lokum mun ég koma aðeins inn á notkun gervigreindar með MPP.