Dagur: 1. desember 2023
Tími: 12:30-13:30
Staður: Borgartún 23, 3ja hæð, hjá Akademias
Samkeppni um starfsfólk hefur aldrei verið meiri, miðlaflóran til að nálgast nýja umsækjendur hefur aldrei verið fjölbreyttari og flóknari. Í þessum fyrirlestri ætlar fyrirlesari að gefa nokkur heilræði í öflun nýrra umsækjenda, nýtingu ólíkra miðla í birtingu starfa, kostun og dreifingu ásamt því að fjalla um uppbyggingu vörumerkja til að höfða til framtíðar umsækjenda. Fyrirlesturinn er hugsaður þannig að hlustendur geta tekið með sér og prófað nokkrar leiðir til að nálgast framtíðar umsækjendur strax eftir fyrirlestur.
Fyrirlesari: Arnar Gísli Hinriksson, stofnandi Digido.