Skip to main content
Category

Viðburðir

Jólagleði Mannauðs 2023 hjá NOVA

By Viðburðir

Dagur: 7. desember 2023

Tími: 16:30

Staður: NOVA í Lágmúla 9, Reykjavík

Jólagleði Mannauðs hefur alltaf verið gríðarlega vel heppnuð og vel sótt.  Í ár býður NOVA okkur heim og segir okkur frá því hvernig þeim tekst að halda ekki bara „skemmtilegasti skemmtistaður í heimi“ viðurnefninu, heldur líka „skemmtilegasti vinnustaður í heimi“ viðurnefninu og býður okkur í glæsilegar veitingar.

Skráning á jólagleðina

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Jáskorun – jákvæð áskorun! Einfaldar leiðir til betri heilsu.

By Viðburðir

Dagur: 26. október 2023

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á ZOOM

Inga Kristjánsdóttir, heilsuráðgjafi og næringarfræðingur skorar á félagsfólk Mannauðs og samstarfsfólk þeirra í heilsuáskorun!  Allir mega vera með.

Það er mjög algengt að fólk heldur að það þurfi að breyta hreinlega öllu varðandi mataræði og lífsstíl til að ná árangri. Það er í flestum tilfellum mikill misskilningur. Oft skila litlar og einfaldar breytingar mjög miklu, hressa uppá líðan og auka lífsgæði til muna. Á þessum fræðslufundi ætla ég að leggja fyrir ykkur fjórar ofureinfaldar jáskoranir, sem þið öll getið tekið og klárað með glans. Allir verða sigurvegarar! Þessar jáskoranir snúast um örlitlar breytingar á mataræði, um streitustjórnun og hreyfingu. Allt mjög einfalt og gerlegt. Þegar þið hafið tekið þessum jáskorunum þá verður orkan betri, sem og einbeiting, úthald og vinnugleði. Vonandi sofið þið betur og verðið i heildina lífsglaðari og hraustari. Svo er bónusinn að ykkur mun líklega langa minna í sykur en áður. Eruð þið til?

Skráning á viðburð

Markaðssetning á störfum framtíðarinnar.

By Viðburðir

Dagur: 1. desember 2023

Tími: 12:30-13:30

Staður: Borgartún 23, 3ja hæð, hjá Akademias

Samkeppni um starfsfólk hefur aldrei verið meiri, miðlaflóran til að nálgast nýja umsækjendur hefur aldrei verið fjölbreyttari og flóknari. Í þessum fyrirlestri ætlar fyrirlesari að gefa nokkur heilræði í öflun nýrra umsækjenda, nýtingu ólíkra miðla í birtingu starfa, kostun og dreifingu ásamt því að fjalla um uppbyggingu vörumerkja til að höfða til framtíðar umsækjenda. Fyrirlesturinn er hugsaður þannig að hlustendur geta tekið með sér og prófað nokkrar leiðir til að nálgast framtíðar umsækjendur strax eftir fyrirlestur.

Fyrirlesari: Arnar Gísli Hinriksson, stofnandi Digido.

Skráning á viðburð

Er gervigreind ógn við mennskuna?

By Viðburðir

Dagur: 21. nóvember 2023

Tími: 9:15-10:15

Rafrænn fundur á TEAMS

Er gervigreind ógn við mennskuna?
Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttur, heimspekingur.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Hámarksárangur með starfsmannafræðslu! Lærðu af þeim bestu.

By Viðburðir

Dagur: Föstudagurinn 3. nóvember 2023

Tími: 12:30-13:30

Staður: Ármúla 11, efsta hæð.  Hjá Dale Carnegie

Lærðu af þeim bestu!
Hvernig náum við hámarksárangri með starfsmannafræðslu?
Á fundinum heyrum við frá:
-Auði Böðvarsdóttur, fræðslustjóri hjá Hrafnistu
-Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar‑ og mannauðssviðs, Samkaupa
Bylgju Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóra, Dominos

Skráning á viðburð

Kveðjum snillinginn! Ragnhildur Vigfúsdóttir.

By Viðburðir

Dagur: 15. nóvember 2023

Tími: 9:00-10:00

Fundarstaður:  Hjá Arion banka, Borgartúni 19

Það er mikið framboð og eftirspurn eftir snillingum ef marka má athugasemdir á samfélagsmiðlum og atvinnuauglýsingar meðan staðreyndin er sú að við erum flest meðalmenni. Hamrað er á að við eigum að fylgja köllun okkar og vera sífellt besta útgáfan af okkur sjálfum. Hvaða áhrif hafa þessar óraunhæfu kröfur á mannauðsstjóra og fólkið sem það ræður í vinnu – eða ræður ekki? Óttinn við að mistakast lamar okkur. Hann kemur í veg fyrir að við þorum að stíga fram og gera það sem okkur langar til að gera. Og það sem við þurfum að gera.
Í þessu erindi verður fjallað um fullkomnunaráráttu, hugleysi og hvernig þjálfa má hugrekki. Fyrirlesari leitar í smiðju Dr Brené Brown, Design Thinking og jákvæðrar sálfræði.

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur víða farið og margt séð. Hún er haldin óstöðvandi fróðleiksfýsn og er því alltaf í námi. Núna er hún til dæmis að læra bridge og að mála frá hjartanu. Eftir farsælan feril hjá kvenfrelsistímaritinu Veru, Akureyrarbæ, Nordens folkliga Akademi og Landsvirkjun stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki árið 2016. Hún er markþjálfi með diploma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði. Hún er vottaður Dare to Lead og Five Behaviors of Cohesive Teams þjálfari – en það fyrra er úr smiðju Dr Brené Brown og það síðara Lencioni.  Hún er einnig vottaður Designing Your Life Coach og nýtur þess að vinna með einstaklingum og teymum.

 

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

UPPHITUN fyrir landsbyggðargesti og mannauðsfólk ríkisins og sveitarfélaga!

By Viðburðir

Dagur: 5. október 2023

Tími: 16:00-18:00

Staður: Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð.

UPPHITUN fyrir landsbyggðargesti og mannauðsfólk ríkisins og sveitarfélaga!

Starfsþróunarsetur háskólamanna“ býður faghópum á mannauðssviði sveitarfélaga og ríkisins sem og öllu landsbyggðarfólki sem er að koma á Mannauðsdaginn til hanastéls og stuttrar kynningar á styrkmöguleikum til opinberra aðila.

Þetta er kjörið tækifæri til að átta sig á því hvernig hægt er að hljóta styrki vegna verkefna á sviði starfsþróunar svo sem námskeiða, ráðstefna, sérhæfðra fræðsluferða eða jafnvel ráðgjafar á sviði mannauðsmála.

Kynningin verður stutt en jafnframt verður boðið upp á spjall við ráðgjafa setursins.

Síðast en ekki síst verður kjörið tækifæri til að hitta kollega, spjalla og njóta góðra veitinga.

Hanastélið verður á Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð, 5. okt. kl. 16:00 – 18:00.

 Við hvetjum ykkur til að mæta sem flest, sér í lagi þar sem mörg ykkar þurfa að koma til höfðuðborgarinnar á fimmtudaginn.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Heimsókn til Kara Connect

By Viðburðir

Dagur: 31. október 2023

Tími: 9:00-10:00

Staður:  Skipholt 25, 3. hæð

The ROI Challenge: How to Measure the Impact of Wellbeing Investments

After a short intro about what research has shown that investment in wellbeing in companies has a fivefold return, we will have a breakfast chat with HR professionals as they discuss the challenges of measuring the ROI of wellbeing investments. Our panellists will share their experiences, ideas and insights on overcoming this challenge and discuss the metrics they use to measure the ROI of wellbeing initiatives. HR professionals will share their experiences and insights on the challenge of showing ROI for wellbeing investments. They will discuss what metrics they use or what they want to use to measure different variables that need to be lowered, such as employee retention rates, productivity, and absenteeism. The chat will be moderated in an informal and engaging atmosphere, with opportunities for audience participation. Don’t miss this opportunity to connect with other HR professionals and gain valuable insights on measuring the impact of wellbeing investments.”

 

Skráning í fyrirtækjaheimsóknina

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

RAGGA NAGLI og tengslamyndun í SKY LAGOON

By Viðburðir

Dagur: 23. október 2023

Tími: 8:00-10:00
Fundur með Röggu milli 8:00-9:00
Tengslamyndun í LÓNINU milli 9:00-10:00

Staður: SKY LAGOON í Kópavogi

Mannauður og SKY LAGOON bjóða félagsfólki á morgunfund með Röggu NAGLA (Ragnhildi Þórðardóttur, sálfræðingi).

Rætt verður um „listina að setja mörk, heilbrigð sambönd og sterkara sjálfstraust“.

Fundurinn verður milli 8:00-9:00

Eftir fundinn er félagsfólki boðið ofan í LÓNIÐ til frekari TENGSLAMYDUNAR og í smá dekur fyrir daginn.

Skráning á viðburð

VINNUSTOFA Sóleyjar um „Jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu“.

By Viðburðir

Dagur: 6. nóvember

Tími: 10:00-13:00

Staður: Símey, Þórsstíg 4, Akureyri

Vinnustofa Sóleyjar Tómasdóttur

AÐ RUGGA BÁTNUM ÁN ÞESS AÐ VELTA HONUM

Námskeið um jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu fyrir mannauðsstarfsfólk. Fjallað verður um helstu áskoranir í málaflokknum og hvernig hægt er að takast á við þær. Ástæður og afleiðingar valdatengsla, viðmiða, frávika, útilokandi/óviðeigandi framkomu verða ræddar og kynntar leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að jákvæðri og inngildandi menningu á vinnustaðnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

  • Eðli og áhrif útilokandi vinnustaðarmenningar
  • Hvernig get ég stuðlað að inngildandi vinnulagi og ferlum?
  • Hvernig get ég stuðlað að inngildandi menningu á mínum vinnustað?

Sóley Tómasdóttir hjá Just Consulting er leiðbeinandi námskeiðsins sem hún byggir á eigin reynslu af stjórnmálum, stjórnun og aktívisma í bland við niðurstöður akademískra rannsókna á jafnréttisstarfi fyrirtækja.

ATH!

Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er mælt með því að þátttakendur taki a.m.k. eitt próf á þessari slóð: https://implicit.harvard.edu/implicit/takeatest.html:

Sérstaklega er mælt með Gender-Career, Gender-Science, race, weight, age and disability.

Skráning á vinnustofuna

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.