Skip to main content
Category

Viðburðir

Gögn til gagns!

By Viðburðir

15. ágúst 2024

Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis

Kl. 9:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Alda, í samstarfi við Mannauð, Diversify og Alþingi, bjóða til morgunverðarfundar um fjölbreytileika og inngildingu fimmtudaginn 15. ágúst kl. 09:30! Á viðburðinum verður lögð sérstök áhersla á hlutverk innigildingar í vinnustaðamenningu, hvernig við stuðlum að fjölbreytileika og notkun gagna við ákvarðanatöku og hvernig við nýtum þau þau í samtali við stjórnendur og aðra hagaðila.

Þrjár reynslumiklar konur úr atvinnulífinu verða með stutt erindi og að þeim loknum verða panelumræður sem Ásdís Eir Símonardóttir, ráðgjafi og fyrrverandi formaður Mannauðs, leiðir.

  • Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og stofnandi Öldu
  • Chisom Udeze, stofnandi Diversify (NO) & Diversify Consult (NO)
  • Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis

 

? Viðburðurinn fer fram á ensku

? Léttar veitingar og kaffi í boði

? Aðgangur ókeypis

 

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn!

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/FckpGUhJ53jhHYrz5

 

Um fyrirlesara:

Chisom Udeze er hagfræðingur og ráðgjafi á sviði fjölbreytileika og inngildingar (DEI). Chisom er stofnandi  Diversify í Noregi sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að innleiða árangursríkar stefnur með fjölbreytileika og inngildingu að leiðarljósi. Hún er forsprakki Diversify Nordics Summit, sem er stærsta DEI ráðstefnan á norðurlöndunum og hefur m.a. unnið með Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, ExxonMobil og The Economist Group.

 

Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis. Hún starfaði sem Dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra frá 2009-2010. Árið 2010 var Ragna skrifstofustjóri Landsvirkjunar og varð aðstoðarforstjóri frá árunum 2012-2019. Ragna hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur við skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

 

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Capacent m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra,  framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margháttuðum félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.  Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur.

 

 

Ásdís Eir Símonardóttir er ráðgjafi sem brennur fyrir vinnustaðamenningu sem knýr árangur hjá fyrirtækjum og teymum. Hún aðstoðar framkvæmdastjóra við að móta framsækna umgjörð mannauðs og menningar, og eflir stjórnendur í því að stuðla að vexti og árangri fólks með skýrum væntingum og áhrifaríkri endurgjöf. Ásdís Eir er vinnusálfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

 

Ertu óafvitandi að skapa streitu á þínum vinnustað?

By Viðburðir

Dagur: 19. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Staðsetning auglýst síðar

„Samkvæmt alþjóðlegum mælingum Gallup upplifa fjórir af hverjum tíu starfsmönnum streitu daglega. Þá má greina vaxandi örþreytu á síðustu árum sem er m.a. afleiðing af langvinnri streitu. Skortur á björgum ýtir undir streitu, en bjargir eru grundvallaratriði í helgunarmódeli Gallup. Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup í samstarfi við Mannauð – félag mannauðsfólks á Íslandi bjóða til morgunverðarfundar þar sem tengsl streitu og bjarga verða til umfjöllunar sem og þær leiðir sem vinnustaðir geta gripið til til að draga úr streitu.„

Skráning á viðburð

Þekktu sjálfa þig og taktu hraðari ákvarðanir

By Viðburðir

Dagur: 10. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Þessi fyrirlestur er byggður á EVOKE aðferðafræðinni, sem er listræn tækni þar sem einstaklingar fá sterkari innsæi á rætur sínar, gildi, þekkingu og markmið í samhengi við liðsheild fyrirtækis með nýstárlegri og skemmtilegri nálgun. Anna Rósa styður við vísindalega tækni frá HjartaGreind (HeartMath®) sem getur breytt grunnlínu hugarfars okkar og endurtengt heilann í gegnum hjartað. Með svokallaðri viðhorf öndunartækni er hægt að ná betri stjórn á streitu, auka hugrekki og taka hraðari ákvarðanir (stórar sem smáar). Hún mun ræða stuttlega um tauga mynstur, hvernig þau myndast og hvernig við getum endurstillt rótgróin, óæskileg mynstur og venjur með því að treysta hjarta greind okkar og ákvarðanatöku.

„Anna Rósa mun svo leiða þátttakendur í gegnum æfingu þar sem við finnum hjarta tengingu í sameiningu og breytum núverandi viðhorfi“

Anna Rósa Parker er hugmynda- og textasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari.

Skráning á rafræna fjarfundinn

Fjarvinna milli landa – möguleikar og hindranir

By Viðburðir

Dagur: 17. september 2024

Tími: 9.15-10:15

Rafrænn fundur á TEAMS

Vinnumarkaðurinn hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og hafa sprottið upp lausnir til leysa vandamál sem fylgja aukinnar fjarvinnu fólks, þá sérstaklega þegar kemur að fjarvinnu erlendis.

Sérfræðingar eru af skornum skammti á Íslandi og leita fyrirtæki nú í sífellt meiri mæli út fyrir landsteinana til að finna sérfræðinga t.d. forritara, sölufólk og gagnafræðinga. Þegar kemur að uppsetningu á þessum starfsmönnum skapast oft mikill hausverkur varðandi hvaða leið sé best að fara til að greiða þeim laun.

Á fundinum mun Davíð Rafn Kristjánsson fara í gegnum áskoranir og tækifæri sem felast í fjarvinnu á milli landa, EoR leiðina og framtíð vinnumarkaðarins. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjarvinnu eftir Covid faraldurinn og eru fyrirtæki, stofnanir og sérfræðingar að finna sem bestu leiðirnar til að leysa vandamálin sem hafa skapast í kringum fjarvinnu.

Davíð Rafn Kristjánsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Swapp Agency á Íslandi.

Skráning á rafrænan fund

Hvernig eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?

By Viðburðir

Dagur: 30. maí 2024

Tími: 12:30-17:00

Staður: Skipholt 25, Reykjavík, 3. hæð

Vinnustofa til að ræða ólíka anga á því hvort það sé eðlilegt eða nauðsynlegt að fyrirtæki séu virkir stuðningsaðilar í velferðarumhverfinu. Reynslusögur, bestu leiðirnar, umræða um arðsemi og frábært tengslanet.

Reynslan: Velferðartorg Orkuveitunnar

12.30: 

-Girnilegur og hollur hádegismatur frá ChickPea og tengslamyndun

-Samtal milli Unnar Jónsdóttur, leiðtogi í öryggis- og heilsumálum og Daða Reyni Kristleifssonar, sjúkraþjálfara um áskoranir og lausnir

Hver er þróunin í geðheilbrigðismálum? Hversu langt á fyrirtækið að ganga?

13.15:

– Kostnaður fyrirtækja og einstaklinga – skilar fjárfestingin sér?

– Hvað virkar og hvað ekki í velferðartækni: Hvernig kemur algrím til með að breyta?

– Nýir starfsmenn, Z-kynslóðin: hvernig er hún öðruvísi

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

 

15.00

Hvernig fara gildi fyrirtækisins saman við stuðning í boði?

– Samtal og hópavinna um samleið og hvað vantar á milli þátttakenda

– Þróun hjá fyrirtækjum erlendis og “case studies”

 

15.30

Byggjum velferðartorg

– Kynning á hvernig velferðartorgin virka

– ROI: aðsemismódel 

– Verkefnavinna og samtöl um þarfir

 

16.00

Velferð mannauðsstarfsmanna: Hugmyndir og reynslusögur

 

16.30

Ljúfir drykkir og tengslanet

Uppselt er á viðburðinn

Setjum andlega vellíðan og geðheilbrigði á dagskrá!

By Viðburðir

Dagur:  23. maí 2024

Tími: 14:30-16:00

Staður: Háskólinn á Akureyri

Faghópur Mannauðs á Norðurlandi býður til félagsfundar.

Mental og Mögnum hafa sameinað krafta sína í þágu andlegs heilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi! Til að fagna þeim tímamótum er mannauðsfólki og stjórnendum á Norðurlandi í samvinnu við Faghóp Mannauðs á Norðurlandi, boðið á opna kynningu í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri og Mannauð.

Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnun munu fjalla um mikilvægi þess að setja geðheilbrigði á dagskrá á vinnustöðum og deila upplýsingum um þá nálgun og aðferðarfræði sem beitt er til að stuðla að bættu andlegu heilbrigði innan vinnustaða.
Auk þess munu Erla Björnsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fjalla um vegferð SAK í tengslum við andlega vellíðan starfsfólks.

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni kynningu og tækifæri gefst til tengslamyndunar.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Fögnum Alþjóðlega mannauðsdeginum 2024

By Viðburðir

Dagur: 16. maí 2024

Tími: 17:00-19:00

Staður: Í  húsnæði Akademias, Borgartúni 23, (3ja hæð) 

Í tilefni Alþjóðlega mannauðsdagsins 2024 bjóðum við til VORFAGNAÐAR þar sem við ætlum að fagna deginum, hitta góða félaga, spjalla saman og njóta góðra veitinga.  Einnig kveðjum við vetrarstarfið.

Á Alþjóðlega mannauðsdeginum ætlum við að vekja athygli á mikilvægi FJÖLBREYTILEIKA á íslenskum vinnumarkaði, kynna mælingu á nýrri INNGILDINGARVÍSITÖLU, nýrri útgáfu af Bara tala forritinu sem hjálpar til við að kenna íslensku og kynna nýjungar í fræðslugreiningum.

Tími:  16. maí kl. 17:00-19:00.
Staður: Akademias, Borgartún 23, 3ja hæð.

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Alda, Akademias og Bara tala.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

MÁLSTOFA – Hvernig virkjum við erlent vinnuafl í þágu samfélagsins?

By Viðburðir

Dagur: 16. maí 2024
Kl: 9:00-10.15

Rafrænn fundur á TEAMS

Málstofa um það hvernig við mannauðsfólkið getum virkjað erlent vinnuafl í þágu samfélagsins.

5 frummælendur segja frá sinni reynslu og upplifun á því að koma til Íslands og starfa þar.

Frummælendur:
Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum
Barry Ward, sölustjóri The Reykjavík EDITION
Carolina Castillo, framkvæmdastjóri Iceland Tours
Melissa M. Muguia, framkvæmdastjóri gistisviðs Center Hotels
Robin Phaedra Mitchell, stjórnarformaður FlyOver Iceland

Fundarstjórar og umræðunni stýra: Jón Jósafat Björnsson, Dale Carnegi og Monika K. Waleszczynska, Attentus.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Einföldun og sjálfvirknivæðing ferla með Microsoft Power Platform.

By Viðburðir

Dagur: 15. maí 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Microsoft þekkjum við flest í formi Word, Excel og PowerPoint. Á síðustu árum hefur Microsoft bætt við og þróað öflugar tæknilausnir sem við flest höfum nú þegar aðgang að og erum ekki að nýta okkur til fulls!

Í fyrirlestrinum mun ég einblína á Microsoft Power Platform (MPP), hvað það er og hvernig mannauðsdeildir geta nýtt sér þessi tól við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Starfsmannasvið ISAL hefur undanfarið sett aukinn kraft í að sjálfvirknivæða ferla með þessum tólum og mun ég taka dæmi þaðan. Ég mun einnig fjalla um Microsoft List, hvað það er og hvenær sniðugt er að færa sig úr því að nota Excel yfir í að nota Microsoft List. Að lokum mun ég koma aðeins inn á notkun gervigreindar með MPP.

 

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Heimsókn Faghóps Mannauðs á Norðurlandi til Advania á Akureyri

By Viðburðir

Dagur: 18. apríl 2024

Tími: 15:00

Staður: Advania, Tryggvabraut 10, Akureyri

Viðburður á vegum Faghóps Mannauðs á Norðurlandi í samvinnu við Advania á Norðurlandi.
Advania á Norðurlandi býður öllu félagsfólki Mannauðs í heimsókn til sín á Tryggvabraut 10, Akureyri.

Á fundinum verður fjallað um það hvernig mannauðsfólk getur tæklað verkefnin með tækninni þannig að meiri tími skapist fyrir mannlega þáttinn.

Allir velkomnir og þið megið taka með ykkur gesti sem þið teljið að hefðu gagn og gaman af.

Skráning í heimsóknina til Advania

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.