INNGILDANDI VINNUSTAÐAMENNING
Fræðsluferð fyrir mannauðsfólk 21.-24. maí 2024 í Otterlo, Hollandi
Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um leiðir til að stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjörnu verðmætamati á vinnustaðnum. Farið verður yfir helstu ástæður og afleiðingar útilokandi vinnustaðarmenningar og fjallað um leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu starfsfólks gagnvart málaflokki jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar.
Námskeiðið verður haldið á fallegu hóteli við þjóðgarð í Hollandi. Í dagskránni verður svigrúm til að njóta nágrennisins gangandi og hjólandi og styrkja tengsl mannauðsfólks frá ólíkum vinnustöðum.
Verð m.v. einstaklingsherbergi, €1700,-
Verð m.v. tveggja manna herbergi, €1500,-
Innifalið í verði er námskeið, gisting, ferðir til og frá lestarstöð og máltíðir tilgreindar í dagskrá. Athugið að bókun og skipulag flugferða er á ábyrgð þátttakenda sjálfra.
DAGSKRÁ
Þriðjudagur 21. maí 2024
14.30 Innritun á Hotel de Sterrenberg
16.00 Kynning á dagskrá og samhristingur
18.00 Kvöldverður á Cépes
Miðvikudagur 22. maí 2024
08.30 Morgunverður
10.00 Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir
12.30 Hádegisverður
13.30 Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir
16.00 Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið
19.00 Kvöldverður á Cépes
Fimmtudagur 23. maí 2024
08.00 Morgunverður
10.00 Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Sóley Tómasdóttir
11.00 Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Helga Björg O. Ragnarsdóttir
12.30 Hádegisverður
13.30 Hvað ætlum við að gera við það sem við höfum lært?
16.00 Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið
Föstudagur 24. maí 2024
8.00 Morgunmatur
10.00 Heimferð