Skip to main content
Category

Viðburðir

Aðalfundur Flóru 2018

By Viðburðir

Dagur: 22. febrúar 2018

Tími: 16:00

Staður: Íslandsbanki, Norðurturni

Lýsing

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. febrúar n.k. kl. 16:00, í nýjum húsakynnum Íslandsbanka í Smáralindarturninum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
3. Ákvörðun árgjalds
4. Lagabreytingar
5  Stjórnarkjör
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs
8. Önnur mál

– – – – – – – – – –
Tillaga að lagabreytingum:

1. gr. eins og hún er í dag:

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Flóra Félag Mannauðsstjóra á Íslandi. Félagið er fagfélag mannauðs- og starfsmannastjóra fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins

Tillaga að breytingu á 1. grein.

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi. Félagið er fagfélag þeirra sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins.

3. gr. eins og hún er í dag: 

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

Tillaga að breytingu á 3. grein

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Þeir sem stafa sem ráðgjafar hjá fyrirtækjum sem selja mannauðsþjónustu geta ekki verið félagsmenn.

5. gr. eins og hún er í dag: 

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Auk þess er kjörinn einn varamaður sem stjórn kallar til eftir þörfum. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

Tillaga að breytingum á 5. grein

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

– – – – – – – – – –

Eftir fundinn mun Hafsteinn Bragason sýna ný húsakynni bankans og segja í stuttu máli frá nýju opnu vinnurýmunum og nýja vinnufyrirkomulaginu.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja,
Stjórn Flóru

Viðburður er liðinn eða skráningu lokið

Kynning á viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi

By Viðburðir

Dagur: 15. febrúar

Tími: 09:00

Staður: Reukjavíkurborg

Lýsing

Haustið 2016 gaf Reykjavíkurborg út nýja stefnu gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi. Í þeirri stefnu er tekin skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum.

Ef að upp koma kvartanir um áreitni, einelti og annað ofbeldi er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun. Á fundinum verður farið í gegnum þá ferla að Reykjavíkurborg hefur sett upp til þess að bregðast við þeim málum sem upp koma. Jafnframt veður gerð grein fyrir því skipulagi sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í málaflokknum.

Hjá Reykjavíkurborg starfa um 9000 starfsmenn við fjölbreytileg störf og mikilvægt er að vel sé haldið utan um málaflokk sem þennan. Á sviðum borgarinnar starfa eineltis- og áreitniteymi sem búa yfir góðri þekkingu á verkferlum sem borgin starfar eftir í erfiðum samskiptamálum og er mikil áhersla lögð á að faglegt starf sé unnið þegar atvik af þessum toga koma upp.

Fyrirlesarar:

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar

Elín Valgerður Margrétardóttir, mannauðsráðgjafi og formaður miðlægs eineltis- og áreitniteymis Reykjavíkurborgar.

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Jafnréttisvísir Capacent

By Viðburðir

Dagur: 30. janúar 2018

Tími: 09:00

Staður: TM, Ármúla

Lýsing

 

Ráðgjafar Capacent hafa í samvinnu við TM og Landvirkjun unnið að þróun verkefnis sem fengið hefur nafnið JAFNRÉTTISVÍSIR.

Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakningu í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Í stöðumatinu er horft til nokkura lykilþátta:

  • Menningar, samskipta og vinnuumhverfi
    Stefnu og skipulags
  • Skipurits
  • Launa
  • Fyrirmynda

Notaðir eru mælikvarðar eins og kynjahalli í launadreifingu og glerþakslíkan. Einnig er leitast við það að fá uppá yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja. Fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu hljóta viðurkenningu þar sem formlega er vottað að fyrirtækið sé aðili að Jafnréttisvísi Capacent og öðlast þá rétt til þess að nota merkið í kynningarefni.

Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna, eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar n.k. hjá TM í Síðumúla 24, Reykjavík og hefst  kl. 9:00. Boðið verður upp á léttar veitingar á undan fundinum.  Auk ráðgjafa Capacent segja Erna Agnarsdóttir frá TM og Selma Svavardóttir frá Landsvirkjun frá þeirra reynslu af verkefninu.

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Hér koma ummæli forstjóra beggja fyrirtækjanna um verkefnið:

”Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. “
“Samstarfið við Capacent hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.”
– Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

“Það sem mér hefur þótt standa upp úr er hvernig verkefnið hefur ýtt við fólki og vakið það til umhugsunar um hluti sem áður ríkti hálfgert meðvirknisástand gagnvart. Vinnustofur með starfsmönnum hristu virkilega upp í fólki og margt kom þar til umræðu sem maður hafði ekki sjálfur áttað sig á. Við erum ekki komin á neina endastöð en ég fullyrði að þessi vegferð hefur fengið marga til að hugsa sig betur um framkomu á vinnustaðnum og þá hefur þessi vinna þegar haft heilmikil áhrif á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins.”
– Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Kynferðislegt og kynbundið áreiti á vinnustað – hugtök, birtingarmyndir og forvarnir

By Viðburðir

Dagur: 4. janúar

Tími: 09:00

Staður: Síminn, Ármúla 25

Lýsing

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál kemur til okkar og fjallar um  efnið:

Kynferðislegt og kynbundið
áreiti á vinnustað
– hugtök, birtingarmyndir og forvarnir –

Flest, ef ekki öll okkar hafa fylgst grannt með #metoo og „höfumhátt umræðunni síðustu vikur. Hópar kvenna úr öllum starfsstéttum bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi hafa stigið fram, mótmælt áreitinu og sagt frá.
Félagið lýsti stuðningi sínum við átakið og fór í kjölfarið á því í nokkur viðtöl í fjölmiðlum í byrjun desember enda eru þetta mál sem koma inn á borð mannauðsstjóra þegar þau koma upp í fyrirtækjum.
Til að skilja betur hvað liggur að baki og hvað er til ráða höfum við fengið Þórkötlu Aðalsteinsdóttur einn reyndasta sálfræðing landsins, til að fara yfir málið með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jólafundur – myndum tengsl

By Viðburðir

 Dagur: 7. desember

Tími: 17:00 

Staður: Ölgerðin, Grjóthálsi

Lýsing

Jólafundur félagsins verður haldinn hjá Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11, Reykjavík, fimmtudaginn 7. desember og hefst kl. 17:00.
(athugið ekki í Björtu loftum í Hörpu – eins og áður var auglýst).

Félagar okkar í Ölgerðinni ætla að bjóða okkur í jólabjórinn sinn og jólaölið og að sjálfsögðu þiggjum við boðið með þökkum.

Fundurinn verður óformlegur, þ.e. engin skipulögð dagskrá. Bara góður félagsskapur, góðar veitingar og skemmtilegt UPPISTAND.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Nýjar kröfur og breyttur heimur en hvað svo?

By Viðburðir

Dagur: 23. nóvember

Tími: 8:30 – 09:30

Staður: Capacent, Ármúla

Lýsing

Mannauðsráðgjafar Capacent hafa mikið velt fyrir sér stöðu mannauðsstjórnunar og framtíðarsýn nú á tímum mikillar gerjunar í atvinnulífinu. Sú gerjun endurspeglast vel í áherslum Mannauðsdagsins sem í fyrra var helgaður samspili mannauðs og stjórnunar. Í ár er okkur í fersku minni afar forvitnileg umfjöllun um framtíð starfa.

Óhætt er að segja að í bæði skiptin hafi hugvekjurnar verið frábærar. Góðar hugvekjur vekja oft spurningar og gjarnan fleiri en svörin sem þær gefa.

Eins og vænta má af ráðgjöfum þá eru þau hjá  Capacent alltaf að brjóta heilann um hvernig hægt er að byggja á nýrri þekkingu. Þau eru meðal annars að leita svara við spurningum um hvernig bæta megi samband mannauðs og stjórnunar og þannig búið okkur undir óræða framtíð starfa.

Capacent langar að bjóða félagsmönnum í morgunkaffi, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 8.30 – 9.30 í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 í Reykjavík.

Þar vilja þau deila með okkur afrakstri af greiningarvinnu og upplýsingaöflun sem þau hafa legið yfir það sem af er ári. Þau vilja segja okkur frá þeirra niðurstöðum og heilabrotum. Heimurinn er að breytast en „hvað svo?“

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Sáttamiðlun í mannauðsstjórnun

By Viðburðir

Dagur: 9. nóvember 2017

Tími: 12:00

Staður: Caruso, Austurstræti

Lýsing

SÁTT – félag fagfólks sem vinnur við lausn ágreiningsmála, býður  til sérstaks fræðslufundar sem haldinn er í samstarfi við Flóru, félag mannauðsstjóra á Íslandi. Umræðuefnið að þessu sinni er „sáttamiðlun í mannauðsmálum“. Til þess að byrja umræðurnar munum við fá erindi frá Jóhönnu Ellu Jónsdóttur, mannauðsstjóra á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands en  hún mun deila með okkur hvernig hún hefur notað sáttamiðlun í sínum störfum.
Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og formaður Sáttar leiðir fundinn.

Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Caruso,  Austurstræti 22, 101 Reykjavík,  þann 9. nóvember og hefst kl. 12:00.  Hægt verður að kaupa sér veitingar af hádegsmatseðli þeirra.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti