Skip to main content
Category

Viðburðir

Stafrænt námsefni fyrir starfsmenn fyrirtækja

By Viðburðir

14. nóvember 2018.

Fundurinn byrjar kl. 9:00.  Boðið verður upp á létt morgunkaffi frá kl. 8:30.

Staður: Iðan – fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Lýsing

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru um þessar mundir annað hvort að íhuga eða jafnvel langt komin með innleiðingu á fjarnámsumhverfi. Fræðsluhópur Mannauðs og Iðan, fræðslusetur boða til fundar þar sem fjallað verður um þetta.

Það sem öllu minna hefur verið rætt um er gæði þess efnis sem nýtt er í þessum kerfum. Staðreyndin er nefnilega sú að það er tiltölulega einfalt að setja upp og innleiða fjarnámskerfi en það er öllu flóknara að vinna efni þangað inn sem er allt í senn, vandað, gagnlegt og nýtir möguleika fjarkennslunnar. Það er ekki nóg að taka gamla efnið og flytja yfir á hinn nýja vettvang. Það þarf oftar en ekki að endurvinna efnið eða jafnvel búa til nýtt efni alveg frá grunni. Hvor leiðin sem er valin, kallar á undirbúning, aðstöðu, tækjabúnað og fjölbreytta þekkingu. Það má leiða að því getur að stærsta hindrunin í vegi vel heppnaðar innleiðingar og notkunar á fjarnámi verði sjaldnast fjarnámskerfið sjálft heldur kennslan og kannski fyrst og fremst námsefnið, sem í mörgum tilfellum er nánast sami hluturinn í fjarnámi.

Fræðsluhópur Mannauðs í samvinnu við Iðuna, fræðslusetur býður til fundar þar sem fjallað verður um námsefnisgerð með áherslu á myndskeið og fjarnámsumhverfi. Bent verður á fjölbreyttar leiðir til að setja saman og vinna námsefni með það í huga að efla sjálfstæði þeirra sem koma að slíkri vinnu. Einnig verður fjallað um margvíslegar lausnir og tækjabúnað, allt frá snjallsímum og spjaldtölvum upp í stúdíóvinnu.

Að lokum verður bent á fjölbreyttar leiðir til að sækja og nýta efni sem þegar er til og hentugan hugbúnað, bæði ódýran og dýrkeyptari. Eitthvað fyrir alla. Það er nefnilega hægt að gera ótrúlega vandaða og skemmtilega hluti með einföldum hætti.

Fyrirlesarar eru Sigurður Fjalar Jónsson og Fjóla Hauksdóttir frá Iðunni fræðslusetri.
Eftir kynninguna verður opin umræða þar sem m.a. Gerður Pétursdóttir frá Isavia og Íris Sigtryggsdóttir frá Advania deila reynslu sinni.
Einnig sýna Sigurður Fjalar og Fjóla „VERKFÆRAKISTUNA“ sem inniheldur ýmis tæki og tól sem hægt er að nota við námsefnisgerðina.

Fundurinn verður haldinn hjá Iðunni, fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.  Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 11:00.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jólagleði Mannauðs 2018

By Viðburðir

6. desember 2018

Veitingastaðurinn Nauthóll

17:00 – 19:30

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jólagleði Mannauðs.
17:00-19:30

Jólagleði Mannauðs verður haldin á veitingastaðnum Nauthól, fimmtudaginn 6. desember og hefst kl. 17:00.

Á fundinum verður fjallað um það þegar málefni fyrirtækja verður umfjöllunarefni fjölmiðla og samfélagsmiðla  (efni eins og uppsagnir starfsmanna) og aðstöðumuninn á almennu starfsfólki og stjórnendum/mannauðsstjórum fyrirtækja í þeirri fjölmiðlaumræðu út frá trúnaði og persónuverndarlögunum.

Dagskrá:
17:00-18:30
Mannauðsstjórarnir Sólrún Kristjánsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík segja frá reynslu sinni.
Andrés Jónsson, almannatengill gefur góð ráð.
18:30-19:30
Tengslamyndun og léttar veitingar.

 

 

Kulnun í starfi, hverjar eru orsakir og hverjar eru afleiðingarnar?

By Viðburðir

25. október 2018

VIRK, Borgartúni

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Ertu komin(n) í þrot?   Fyrirlestur um KULNUN.

Linda Bára Lýðsdóttir, sálffræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK mun fjalla um fyrirbærið kulnun (burn-out), segja frá þróun kulnunar og reyna að svara fjölmörgum spurningum sem vakna þegar rætt er um kulnun eins og:
-Hvað er kulnun?
-Er kulnun til eða er þetta ekki bara birtingarmynd á einhverju öðru?
-Vitum við hver staða mála er hér á Íslandi varðandi algengi kulnunar?
-Afhverju telja sumir sig finna fyrir kulnun og ekki aðrir?
-Eru frekar konur sem finna fyrir kulnun?
-Hvað veldur kulnun?
-Er kulnun í tísku?

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi

By Viðburðir

9. október 2018

Grand Hótel Reykjavík

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi sem slíku en einnig fræðsla um það að sjóðirnir eru ólíkir, sumir opnir aðrir lokaðir, og fyrir hvað þeir standa.

Vegferð Orkuveitu Reykjavíkur í Jafnréttismálum

By Viðburðir

6. september 2018

Orkuveita Reykjavíkur,
Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík.

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Stjórnendur og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur bjóða félagsmönnum til sín í heimsókn og ætla að miðla af reynslu sinni af vinnu þeirra með  jafnréttismálin.  Einnig ætla þau að segja okkur frá því hvernig vinna með gögn studdi vegferðina, hvað gekk vel, hvað þau ráku sig á og hvað mátti betur fara.

Dagskráin:

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR samstæðunnar.
– Stóra myndin – Af hverju er mikilvægt að láta sig jafnréttismál varða?
– Mikilvægi æðstu stjórnenda í hugarfarsbreytingu fyrirtækis.

Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsráðgjafi.
– Hvað höfum við gert varðandi jafnréttismál?
– Hvernig styður menning við þá vegferð?
– Hlutverk stjórnenda og mikilvægi þess að ná þeim með.

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind.
– Hvernig styðja gögn og greiningar við þessa vegferð, af hverju er mikilvægt að hafa gögn?
– Hvað höfum við lært í okkar vegferð? Hvaða mistök gerðum við sem aðrir þurfa ekki að gera?
– Hvað þarf að gera/vera til staðar til að hægt sé að greina gögn eftir kyni
– Hverju þarf að huga varðandi slíkar greiningar, hagnýtir punktar fyrir fyrirtæki.
-Hvernig er hægt að nota gögn til að fela kynbundinn launamun – eða hvað þarf að forðast?

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, eigandi Pay Analytics.

-Segir frá jafnlaunatólinu og hvað er nýtt við það, hvað er hægt að gera með tólinu sem fyrri aðferðir gátu ekki.
–          Hvernig nýtist tólið til að útrýma kynbundnum launamun?

Eru allir að róa í sömu átt?

By Viðburðir

31. maí 2018

Gamla Bíó

15:00-17:00

Eftir fundinn kveðjum við veturinn og fögnum vorinu í Petersen svítunni með léttum veitingum.

Kaupa miða

Sameiginlegur viðburður Mannauðs og Ímarks.

Hvernig vinna mannauðs- og markaðsdeildir saman að því að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi sem skilar árangri?

Dagskrá: 
15:00 -15:30
Fyrirtækjamenning sem samkeppnisforskot.
Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mannauðs og einn stofnenda Meniga.
15:30-16:00
VEITUR út á við og inn á við. 
Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Þjónustu og Sigrún Viktorsdóttir forstöðumaður Þjónustustýringar.
16:00 -16:30
Hlé
16:15-16:45
Hvernig má nýta starfsfólk í markaðssetningu, bæði innan og utanhús? 
Jón Skafti Kristjánsson, forstöðumaður Markaðsdeildar hjá Icelandair.
16:45-17:00
Samantekt fundarstjóra og umræður

Fundarstjóri:  Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, tryggingafélags.

Verð fyrir félagsmenn MANNAUÐS og ÍMARK er kr. 9.900,-.
Almennt miðaverð er kr. 13.900,-.

Fundurinn verður haldinn í Gamla Bíó milli 15:00-17:00.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar í Petersen svítunni.

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 – Ferlið hjá VIRK

By Viðburðir

15. maí 2018

VIRK, 4. hæð – Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

8:30 – 10:00
Byrjum með smá kaffi frá 8:30-9:00 fyrir þá sem vilja koma fyrr og spjalla.  Fundurinn byrjar kl. 9:00.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 – Ferlið hjá VIRK

Dagur:  15. maí 2018

Tími: 9:00  – 10:30

Staðsetning: VIRK 4. hæð – Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK og fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunkerfið segir frá reynslu sinni af vottunarferlinu.  VIRK fór í lokaúttekt þann 6. apríl sl. og fékk þá umsögn frá vottunarstofu að mælt væri með að VIRK myndi öðlast vottun og að engin frábrigði hefðu fundist.

Ekki bíða þar til þeir eru farnir

By Viðburðir

17. apríl 2018

Verkís, Ofanleiti 2

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Lýsing:
Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Aðalfundur Flóru 2018

By Viðburðir

Dagur: 22. febrúar 2018

Tími: 16:00

Staður: Íslandsbanki, Norðurturni

Lýsing

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. febrúar n.k. kl. 16:00, í nýjum húsakynnum Íslandsbanka í Smáralindarturninum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
3. Ákvörðun árgjalds
4. Lagabreytingar
5  Stjórnarkjör
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs
8. Önnur mál

– – – – – – – – – –
Tillaga að lagabreytingum:

1. gr. eins og hún er í dag:

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Flóra Félag Mannauðsstjóra á Íslandi. Félagið er fagfélag mannauðs- og starfsmannastjóra fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins

Tillaga að breytingu á 1. grein.

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi. Félagið er fagfélag þeirra sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins.

3. gr. eins og hún er í dag: 

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

Tillaga að breytingu á 3. grein

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Þeir sem stafa sem ráðgjafar hjá fyrirtækjum sem selja mannauðsþjónustu geta ekki verið félagsmenn.

5. gr. eins og hún er í dag: 

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Auk þess er kjörinn einn varamaður sem stjórn kallar til eftir þörfum. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

Tillaga að breytingum á 5. grein

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

– – – – – – – – – –

Eftir fundinn mun Hafsteinn Bragason sýna ný húsakynni bankans og segja í stuttu máli frá nýju opnu vinnurýmunum og nýja vinnufyrirkomulaginu.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja,
Stjórn Flóru

Viðburður er liðinn eða skráningu lokið

Kynning á viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi

By Viðburðir

Dagur: 15. febrúar

Tími: 09:00

Staður: Reukjavíkurborg

Lýsing

Haustið 2016 gaf Reykjavíkurborg út nýja stefnu gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi. Í þeirri stefnu er tekin skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum.

Ef að upp koma kvartanir um áreitni, einelti og annað ofbeldi er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun. Á fundinum verður farið í gegnum þá ferla að Reykjavíkurborg hefur sett upp til þess að bregðast við þeim málum sem upp koma. Jafnframt veður gerð grein fyrir því skipulagi sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í málaflokknum.

Hjá Reykjavíkurborg starfa um 9000 starfsmenn við fjölbreytileg störf og mikilvægt er að vel sé haldið utan um málaflokk sem þennan. Á sviðum borgarinnar starfa eineltis- og áreitniteymi sem búa yfir góðri þekkingu á verkferlum sem borgin starfar eftir í erfiðum samskiptamálum og er mikil áhersla lögð á að faglegt starf sé unnið þegar atvik af þessum toga koma upp.

Fyrirlesarar:

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar

Elín Valgerður Margrétardóttir, mannauðsráðgjafi og formaður miðlægs eineltis- og áreitniteymis Reykjavíkurborgar.

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti