Skip to main content
Category

Viðburðir

Málstofa Mannauðs um breyttan veruleika og vinnustað.

By Viðburðir

Dagur: 3. febrúar 2021

Tími: 8:30

Fjarfundur á TEAMS

Í kjölfar COVID og mikilla breytinga vegna tækninýjunga stöndum við frammi fyrir nýjum og breyttum veruleika og breyttum vinnustað.  Hvernig verður vinnustaður og vinnuumhverfi framtíðarinnar?  Hver verða réttindi og skyldur vinnuveitenda í þessu nýja umhverfi.
Mannauður býður upp á MÁLSTOFU þar sem félagsmönnum gefst kostur á að hlusta á nokkra frummælendur sem eru farnir hvað lengst af stað á Íslandi og spyrja og skiptast á skoðunum og reynslu.
Meðal frummælenda verða Erna Arnardóttir hjá CCP, Hafsteinn Bragason hjá Íslandsbanka og Hinrik S. Jóhannesson  hjá Advania.  Með okkur á fundinum verður einnig tryggingasérfræðingurinn Sveinn Segatta.

Skráning á MÁLSTOFUNA

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Framtíð fræðslu í fyrirtækjum

By Viðburðir

Dagur:  9. febrúar 2021

Tími: 12:30-13:30

Fjarfundur

Dr. Eyþór Jónsson lektor hjá CBS – Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og forseti Akademias fjallar um „Framtíð fræðslumála í fyrirtækjum og af hverju fyrirtæki þurfa að hugsa um þróun hæfni, þekkingar og menningar“.
Um helmingur fyrirtækja í dag skv. nýjustu skýrslu Linkedin Learning líta á það sem aðaláskorun sína að búa til lærdómsfyrirtæki sem byggir upp hæft starfsfólk. Í sömu könnun segja 94% að „tækifæri til að læra“ sé ein af meginástæðum fyrir þvi að fólk ræður sig í ákveðna vinnu.

Hæfni, þekkingarsköpun og yfirfærsla er að breytast og færast í auknum mæli nær viðeigandi verkefnum og fyrirtækjum. Mjög mikilvægt er að fyrirtækin undirbúi sig fyrir framtíðina með því m.a. að starfsfólk mennti sig fyrir tækifæri framtíðarinnar.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Meistaramínútur – Gerða Björg Hafsteinsdóttir

By Viðburðir

Þriðjudagurinn, 19.  janúar 2021, kl. 9:30. 

Fjarfundur í gegnum TEAMS

Lýsing

Í „MEISTARAMÍNÚTUM“ kynnir Gerða Björg Hafsteinsdóttir niðurstöður rannsóknar hennar úr meistararitgerð hennar sem heitir „Þetta er allt mannanna verk: Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi.“

MEISTARAMÍNÚTUR er nýr vettvangur sem meistaranemendum og doktorsnemendum háskólanna stendur til boða til að kynna áhugaverð verkefni og rannsóknir á efni sem nýtist félagsmönnum í starfi þeirra.

Skráning á Meistaramínútur

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Lífeyrisvit – Hvað veist þú um lífeyrismál?

By Viðburðir

í

Þriðjudagur – 12. janúar 2021

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Lýsing

Alltof margir gleyma sínum eigin málum í erli dagsins og vakna svo upp seint og síðar meir og jafnvel of seint, við vondan draum um að þeir hefðu mikið fyrr átt að vera með lífeyrismálin sín í lagi.

Í samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða viljum við auka fræðslu starfsmanna allra fyrirtækja um lífeyrismálin og bjóðum því upp á sérstakan fræðslufund um lífeyrismálin sem við köllum LÍFEYRISVIT – Hvað veist þú um lífeyrismál?
Sólveig Hjaltadóttir verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða stýrir fundinum.

Þessum spurningum er m.a. svarað:

  • Hvaða réttindi eru hjá lífeyrissjóðum?
  • Hvar nálgast ég upplýsingar um áunnin réttindi hjá lífeyrissjóðum?
  • Hvernig virkar kerfið?
  • Getur þú haft áhrif á hvað þú færð í lífeyri?

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Ný stefnumótun Mannauðs

By Viðburðir

Dagur: 9. desember 2020

Tími: 9:15-10:00

Fjarfundur á TEAMS

Á haustmánuðum hófst stefnumótun Mannauðs til næstu 3 ára með þátttöku stjórnar félagagsins og félagsmanna.  Ása Karín Hólm ráðgjafi hjá Stratagem stýrði stefnumótunarvinnunni.  Nú er stefnumótuninni lokið.  Ásdís Eir Símonardóttir formaður félagsins kynnir niðurstöðurnar.

Skráning á kynningu nýrrar stefnumótunar

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Kynning á niðurstöðum nýrrar stefnumótunar Mannauðs

By Viðburðir

Kynning á niðurstöðum nýrrar stefnumótunar Mannauðs fyrir næstu 3 ár

Dagur: 9. desember 2020

Tími: 9:15-10:00

Fjarfundur á Teams

Á haustmánuðum var farið í stefnumótunarvinnu til næstu 3ja ára.  Stjórn Mannauðs ásamt félagsmönnum undir stjórn Ásu Karínar Hólm tóku þátt í vinnunni.  Nú er henni lokið.  Formaður Mannauðs Ásdís Eir Símonardóttir mun kynna nýja stefnumótunina.  

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Dagur: 12. apríl 2018

Tími: 8:30

Staður: Verkís, Ofanleiti 2

Lýsing

Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Heimilisofbeldi

By Viðburðir

Dagur: 17. nóvember 2020

Tími: 9:30-10:30

Rafrænn fundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Geta fyrirtæki hjálpað starfsmönnum sem eru þolendur heimilisofbeldis og hvernig geta þau gert það?

Heimilisofbeldi hefur því  miður viðgengist alls staðar í heiminum alla tíð.
Þetta er ekki nýtt vandamál en gríðarlega stórt vandamál fyrir þolendur þess og fjölskyldur þeirra.
Með auknum tilkynningum til lögreglunnar undanfarna mánuði um heimilisofbeldi er mikilvægt fyrir atvinnurekendur að spyrja sig að því hvort þeir geti lagt sitt að mörkum til að hvetja og styðja þá starfsmenn sína sem eru þolendur heimilisofbeldis til þess að leita sér hjálpar.

Í fyrirlestrinum mun Adriana Karolina Pétursdóttir, leiðtogi starfsmannaþjónustu Rio Tinto ræða þetta vandamál og segja frá því hvernig þau hafa tekið á þessu vandamáli.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

EAPM’s perspective on the impact of Covid-19 on HR and the workplace in Europe.

By Viðburðir

Dagur: 9. nóvember 2020

Tími: 11:00-12:00

Rafrænn fundur.  Hlekkur verður sendur síðar.

Lucas van Wees forseti EAPM (European Association for People Management)
ræðir við okkur um áhrif Covid-19 á HR og vinnustaði í Evrópu.
Lucas hefur starfað hjá stórfyrirtækjum eins Philips, Shell, KLM og KPN við stjórnun mannauðsmála og hefur gríðarlega mikla reynslu á þessu sviði.
Erindið hans heitir: „EAPM’s perspective on the impact of Covid-19 on HR and the workplace in Europe“.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Kynning á niðurstöðum The Nordic HR Survey 2020

By Viðburðir

Dagur: 7. október

Tími: 11:30-12:15

Rafrænn fundur í gegnum fjarfundabúnað

Morten Sars frá Ernst & Young AS kynnir niðurstöður norrænnu HR könnunarinnar sem við tókum þátt í ásamt hinum Norðurlöndunum í upphafi árs.
Morten ætlaði að koma til Íslands í vor en vegna COVID gekk það ekki.
Skýrslan heitir „THE NORDIC HR SURVEY 2020 – ADAPTING TO CHANGING DEMANDS AND OPPORTUNITIES“.

Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar og samanburður þessarra mála við hin Norðurlöndin líka.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.