Dagur: 23. febrúar 2022
Tími: 16:30
Fjarfundur á Teams
Aðalfundur Mannauðs 2022.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar 2021
Lagabreytingar
Stjórnarkjör
Önnur mál
Fjarfundur á Teams
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar 2021
Lagabreytingar
Stjórnarkjör
Önnur mál
Fjarfundur á TEAMS
“Verum virk á Linkedin!
Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem eiga eftir að taka fyrstu skrefin á Linkedin en langar að nýta sér tólið meira og hámarka þátttöku sína í fagsamfélagi á netinu.
Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi, fer yfir það sem gott er að hafa í huga þegar Linkedin prófíllinn er settur upp og hvernig hægt er að nýta miðilinn til að taka þátt í fagumræðum, fylgjast með nýjustu trendum og efla tengsl við aðra sérfræðinga.
Einnig munum við fara stuttlega yfir hvernig mannauðsfólk getur nýtt miðilinn til að auglýsa vinnustaðinn og laðað að umsækjendur.”
Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi fer yfir og ræðir „NÝJUSTU TREND“ mannauðsmála í heiminum í dag en í kjölfar heimsfaraldursins hafa ýmsar breytingar verið innleiddar sem lengi hafði verið talað um sem og áherslur mannauðsmála breyst heilmikið.
Fjarfundur á Teams
Á fundinum fer Einar Örn Davíðsson lögmaður yfir það hverjar trúnaðarskyldur stjórnenda gagnvart starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum eru? Hvernig geta fyrirtæki tryggt sig gegn því að trúnaðarskyldur séu brotnar og hvaða leiðir eru til þess að bregðast við án þess að brjóta trúnaðarskyldu. Hvað telst málfrelsi í þessum málum?
Jólabingó (rafrænt) fjölskyldunnar 1/12 kl. 19:30.
Þvílíkt flottir vinningar eins og alltaf hjá félaginu. Allir velkomnir og allir fá sitt eigið spjald. Meðal vinninga eru gjafabréf og vinningar frá Íslandshótelum, Fly Over Iceland, Olís, Samkaupum, Gæðabakstur, ZO ON, Dominos, Ölgerðinni, 66 norður, Norðlenska, matarkörfur frá ISAM og World Class og það eiga örugglega eftir að bætast við fleiri vinningar. Verðum með aukavinninga fyrir þá sem ekki hreppa aðalvinninginn hverju sinni.
Vellíðan starfsmanna á vinnustað er einn af mikilvægustu lykilárangursþáttum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga í dag og passa vel upp á að séu í lagi og helst meira en það.
Hversu miklu máli skiptir stjórnunin og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að sem best takist til?
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri kortlagningar og forvarna hjá VIRK mun á fundinum fara yfir þessa þætti með okkur samhliða því að segja okkur frá verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“.
Nýfallinn dómur Hæstaréttar Íslands í máli Atla Rafns Sigurðssonar fyrrverandi starfsmanns Leikfélags Reykjavíkur gegn leikhúsinu hefur vakið upp fleiri spurningar en svör hjá mannauðsfólki.
Á fundinum mun Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fara yfir niðurstöðuna og hvaða þýðingu hún hugsanlega hefur fyrir vinnumarkaðinn og okkur mannauðsfólk á Íslandi.
Skráning á fundinn í Borgartúni 23, 3. hæð.
Hlekkur verður sendur út þegar nær dregur
Er meðvirkni á þínum vinnustað?
Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega innan fyrirtækja án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.
Sigríður Indriðadóttir, eigandi, ráðgjafi og þjálfari hjá SAGA Competence hefur sérhæft sig í því að þjálfa starfsfólk og stjórnendur í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og í fyrirlestrinum ætlar hún að deila með okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hún kíkir á það hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, menninguna og árangur fyrirtækisins, auk þess sem hún kynnir okkur fyrir ýmsum leiðum til að taka á meðvirkum aðstæðum á vinnustað.
Hvað ber að hafa í huga í fjölþjóðlegu starfsumhvefi?
Monika Waleszczynska ráðgjafi og sérfræðingur í því að starfa með fyrirtækjum hvað fjölþjóðlegt starfsumhverfi varðar leiðir fundinn en með henni á fundinum Telma Sveinsdóttir sem hefur mikla reynslu af því að taka á móti erlendu starfsfólki og starfa á stórum vinnustað með fjölbreyttum alþjóðlegum starfsmannahópi.