Skip to main content
Category

Viðburðir

Kúnstin að fara í gegnum breytingar!

By Viðburðir

Dagur: 6. apríl 2022

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Fjallað verður um breytingarferli og hvernig breytingarferli geta haft mismunandi áhrif á líðan einstaklinga og hópa. Farið verður yfir gagnleg viðhorf í breytingum. Sem og hvað fólk getur gert til að takast á við krefjandi breytingar á vinnustað.

Fyrirlesari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.

Skráning á viðburð

VORPARTÝ Mannauðs á Alþjóðlega Mannauðsdaginn

By Viðburðir

Föstudagur: 20. maí 2022

Klukkan 17:30-19:30

Í húsakynnum Akademias í Borgartúni 23, 3. hæð í Reykjavík

Skráning í VORPARTÝ Mannauðs 2022

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

Dagur:  2. mars 2022

Tími: 9:15-10:30

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var útbúin sérstök kynning fyrir íslenskt mannauðsfólk sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttur og Jóns Jósafats hjá Dale Carnegie á Íslandi.

Skráning á fundinn

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

2. mars 2022

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

9:15-10:30

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var gerð kynning fyrir mannauðsfólk á Íslandi sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Jón Jósafat og Unnur Magnúsdóttir hjá Dale Carnegie á Íslandi sjá um kynninguna.

Geta arftakaáætlanir jafnað tækifæri kynjanna til æðstu stjórnunarstarfa?

By Viðburðir

Dagur: 9. febrúar 2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Gerð arftakaáætlana og jöfn tækifæri kynjanna til æðstu stjórnunarstarfa!

Ásta Dís Óladóttir dósent og Þóra H. Christiansen aðjukt hjá Háskóla Íslandssta stýra málstofunni.

Ísland er að mörgu leyti fyrirmyndarland þegar kemur að jafnréttismálum.
Íslendingar hafa leitt lista Alþjóðaefnahagsráðsins, s.l. 12 ár og hafa náð hvað mestum framförum og lokað kynjabilinu um tæp 90%.
Þá varð Ísland annað land heims á eftir Noregi að setja kynjakvóta á stjórnir félaga sem hefur haft mikil áhrif. Löggjöfin mætti ákveðinni mótspyrnu og ýmsir óttuðust að kynjakvótar myndu grafa undan samkeppnishæfni og vali á grundvelli verðleika. Í janúar 2022 eru 20 fyrirtæki skráð á Nasdaq Iceland og þrátt fyrir að stjórnir fyrirtækja falli undir reglugerðir um kynjakvóta er staða forstjóra skráðra félaga 19-1 körlum í vil.
Það er hlutverk stjórna félaga að ráða forstjóra, en æðstu stjórnendur þurfa að taka ákvörðun um jöfnun kynjahlutfalla í leiðtogastöðum, frekar en að treysta á að konur berjist upp metorðastigann af sjálfsdáðum.
Hægt er að fara ýmsar leiðir, t.a.m. að nýta arftakastjórnun.

Í erindinu verður fjallað um hvernig hægt sé jafna leikinn og draga úr kynjamuninum meðal forstjóra og í framkvæmdastjórnum félaga, ýta undir jöfn tækifæri fyrir karla og konur til að gegna æðstu stjórnunarstöðum.

Erindið mun gefa stutt yfirlit yfir helstu áhrifaþætti sem rannsóknir okkar hafa sýnt að leiði til aukins kynjahalla eftir því sem ofar dregur í skipuriti skipulagsheilda.
Aðal áherslan verður á að ræða hvaða tæki og tól eru til staðar og hvernig beita má arftakaáætlunum til þess að leiðrétta kynjahalla og annars konar einsleitni innan fyrirtækja og stofnana.

Skráning á fundinn „Arftakaáætlanir og jöfn tækifæri kynjanna“

Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja

By Viðburðir

Dagur: 16.02.2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, fjallar um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Ný stefna hjá fyrirtækinu var sett í byrjun síðasta árs þar sem allt starfsfólk vinnur að fjórum meginmarkmiðum um vöxt, stafræna þróun, fjölbreytileika og sjálfbærni. Farið verður yfir vægi samskipta og menningu við innleiðingu stefnunnar og tekið sérstaklega fyrir hvernig straumlínustjórnun og rík umbótamenning hefur verið grunnurinn að því hversu vel hefur tekist.

Einnig verður farið yfir áskoranir og tækifæri við innleiðingu á sjálfbærni í menningu fyrirtækja en markmið Ölgerðarinnar er að sjálfbærni verði hluti af menningu fyrirtækisins og að upplýsingar um framgang sjálfbærni verði jafn aðgengilegar og fjárhagsupplýsingar félagsins. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri þess og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar. Ölgerðin stefnir að því styrkja samkeppnishæfni sína með því að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði.

Skráning á fundinn um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Rýnifundur og þarfagreining tölfræðigagna mannauðsfólks

By Viðburðir

Dagur: 3. febrúar 2022

Tími: 9:15-10:45  (1 1/2 tími)

Fjarfundur á Teams

Yfirferð yfir árlega könnun Mannauðs. Rætt um fyrirkomulag könnunar, spurningar og þátttöku. Könnunin er mikilvægt tæki til þess að fá sem bestu upplýsingar fyrir fyritæki til að bera sig saman við það sem gerist hjá öðrum á markaðnum. Hún hefur líka á síðustu árum vakið athygli út í samfélagið á mannauðsmálum.
Víðir Ragnarsson formaður hópsins stýrir fundinum.

Skráning á rýnifund tölfræðigagna

KARLMENNSKAN #MeToo byltingin

By Viðburðir

Dagur:  25. janúar 2022

Tími: 9:00

Fjarfundur á TEAMS

KARLMENNSKAN – #MeToo bylgingin.
Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, fyrirlesari, pistla- og greinahöfundur og þáttagerðarstjórnandi með meiru fjallar um jafnréttismál út frá karlmennskuhugmyndinni.

Skráning á viðburð

Aðalfundur Mannauðs 2022

By Viðburðir

Dagur: 23. febrúar 2022

Tími: 16:30

Fjarfundur á Teams

Aðalfundur Mannauðs 2022.

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar 2021
Lagabreytingar
Stjórnarkjör
Önnur mál

Skráning á viðburð

Verum virk á Linkedin!

By Viðburðir

Dagur: 26. janúar 2022

Tími: 11:30-12:00

Fjarfundur á TEAMS

“Verum virk á Linkedin!

Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem eiga eftir að taka fyrstu skrefin á Linkedin en langar að nýta sér tólið meira og hámarka þátttöku sína í fagsamfélagi á netinu.

Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaþjálfi  og ráðgjafi, fer yfir það sem gott er að hafa í huga þegar Linkedin prófíllinn er settur upp og hvernig hægt er að nýta miðilinn til að taka þátt í fagumræðum, fylgjast með nýjustu trendum og efla tengsl við aðra sérfræðinga.

Einnig munum við fara stuttlega yfir hvernig mannauðsfólk getur nýtt miðilinn til að auglýsa vinnustaðinn og laðað að umsækjendur.”

Skráning á viðburðinn „Verum virk á Linkedin“