Skip to main content
Category

Viðburðir

Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja

By Viðburðir

Dagur: 16.02.2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, fjallar um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Ný stefna hjá fyrirtækinu var sett í byrjun síðasta árs þar sem allt starfsfólk vinnur að fjórum meginmarkmiðum um vöxt, stafræna þróun, fjölbreytileika og sjálfbærni. Farið verður yfir vægi samskipta og menningu við innleiðingu stefnunnar og tekið sérstaklega fyrir hvernig straumlínustjórnun og rík umbótamenning hefur verið grunnurinn að því hversu vel hefur tekist.

Einnig verður farið yfir áskoranir og tækifæri við innleiðingu á sjálfbærni í menningu fyrirtækja en markmið Ölgerðarinnar er að sjálfbærni verði hluti af menningu fyrirtækisins og að upplýsingar um framgang sjálfbærni verði jafn aðgengilegar og fjárhagsupplýsingar félagsins. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri þess og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar. Ölgerðin stefnir að því styrkja samkeppnishæfni sína með því að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði.

Skráning á fundinn um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Rýnifundur og þarfagreining tölfræðigagna mannauðsfólks

By Viðburðir

Dagur: 3. febrúar 2022

Tími: 9:15-10:45  (1 1/2 tími)

Fjarfundur á Teams

Yfirferð yfir árlega könnun Mannauðs. Rætt um fyrirkomulag könnunar, spurningar og þátttöku. Könnunin er mikilvægt tæki til þess að fá sem bestu upplýsingar fyrir fyritæki til að bera sig saman við það sem gerist hjá öðrum á markaðnum. Hún hefur líka á síðustu árum vakið athygli út í samfélagið á mannauðsmálum.
Víðir Ragnarsson formaður hópsins stýrir fundinum.

Skráning á rýnifund tölfræðigagna

KARLMENNSKAN #MeToo byltingin

By Viðburðir

Dagur:  25. janúar 2022

Tími: 9:00

Fjarfundur á TEAMS

KARLMENNSKAN – #MeToo bylgingin.
Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, fyrirlesari, pistla- og greinahöfundur og þáttagerðarstjórnandi með meiru fjallar um jafnréttismál út frá karlmennskuhugmyndinni.

Skráning á viðburð

Aðalfundur Mannauðs 2022

By Viðburðir

Dagur: 23. febrúar 2022

Tími: 16:30

Fjarfundur á Teams

Aðalfundur Mannauðs 2022.

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar 2021
Lagabreytingar
Stjórnarkjör
Önnur mál

Skráning á viðburð

Verum virk á Linkedin!

By Viðburðir

Dagur: 26. janúar 2022

Tími: 11:30-12:00

Fjarfundur á TEAMS

“Verum virk á Linkedin!

Fundurinn er hugsaður fyrir þá sem eiga eftir að taka fyrstu skrefin á Linkedin en langar að nýta sér tólið meira og hámarka þátttöku sína í fagsamfélagi á netinu.

Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaþjálfi  og ráðgjafi, fer yfir það sem gott er að hafa í huga þegar Linkedin prófíllinn er settur upp og hvernig hægt er að nýta miðilinn til að taka þátt í fagumræðum, fylgjast með nýjustu trendum og efla tengsl við aðra sérfræðinga.

Einnig munum við fara stuttlega yfir hvernig mannauðsfólk getur nýtt miðilinn til að auglýsa vinnustaðinn og laðað að umsækjendur.”

Skráning á viðburðinn „Verum virk á Linkedin“

Nýjustu TREND 2022

By Viðburðir

Dagur: 12. janúar 2022

Tími: 9:15-10:15

Fundarform/staður:  Tilkynnt síðar

Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi fer yfir og ræðir „NÝJUSTU TREND“ mannauðsmála í heiminum í dag en í kjölfar heimsfaraldursins hafa ýmsar breytingar verið innleiddar sem lengi hafði verið talað um sem og áherslur mannauðsmála breyst heilmikið.

Skráning á viðburð

Hverjar eru trúnaðarskyldur stjórnenda gagnvart starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum?

By Viðburðir

Dagur:  18. janúar 2022

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á Teams

Á fundinum fer Einar Örn Davíðsson lögmaður yfir það hverjar  trúnaðarskyldur stjórnenda gagnvart starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum eru? Hvernig geta fyrirtæki tryggt sig gegn því að trúnaðarskyldur séu brotnar og hvaða leiðir eru til þess að bregðast við án þess að brjóta trúnaðarskyldu. Hvað telst málfrelsi í þessum málum?

Skráning á viðburð

Jólabingó fjölskyldunnar 2021

By Viðburðir

Dagur: 1. desember 2021

Tími: 19:30

Rafrænt á TEAMS.

Jólabingó (rafrænt) fjölskyldunnar 1/12 kl. 19:30.
Þvílíkt flottir vinningar eins og alltaf hjá félaginu. Allir velkomnir og allir fá sitt eigið spjald. Meðal vinninga eru gjafabréf og vinningar frá Íslandshótelum, Fly Over Iceland, Olís, Samkaupum, Gæðabakstur, ZO ON, Dominos, Ölgerðinni, 66 norður, Norðlenska, matarkörfur frá ISAM og World Class og það eiga örugglega eftir að bætast við fleiri vinningar. Verðum með aukavinninga fyrir þá sem ekki hreppa aðalvinninginn hverju sinni.

Skráning í jólabingóið 2021 á TEAMS

Hversu miklu máli skiptir stjórnun á vinnustað fyrir vellíðan starfsfólks og hvað þarf að hafa í huga?

By Viðburðir

Dagur: 24. nóvember 2021

Tími: 9:15

Fjarfundur á Teams.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Vellíðan starfsmanna á vinnustað er einn af mikilvægustu lykilárangursþáttum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga í dag og passa vel upp á að séu í lagi og helst meira en það.
Hversu miklu máli skiptir stjórnunin og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að sem best takist til?
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri kortlagningar og forvarna hjá VIRK mun á fundinum fara yfir þessa þætti með okkur samhliða því að segja okkur frá verkefninu „Heilsueflandi vinnustaður“.

Skráning á viðburð

Lára V. Júlíusdóttir fer yfir dóm Hæstaréttar í „Borgarleikhúsmálinu“

By Viðburðir

Dagur: 26. nóvember 2021

Tími: 9:15-10:15

Staður: Hjá Akademias, Borgartúni 23, 3. hæð
Fjarfundur í gegnum Zoom

Nýfallinn dómur Hæstaréttar Íslands í máli Atla Rafns Sigurðssonar fyrrverandi starfsmanns Leikfélags Reykjavíkur gegn leikhúsinu hefur vakið upp fleiri spurningar en svör  hjá mannauðsfólki.
Á fundinum mun Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fara yfir niðurstöðuna og hvaða þýðingu hún hugsanlega hefur fyrir vinnumarkaðinn og okkur mannauðsfólk á Íslandi.

Skráning á viðburðinn

Ég ætla að mæta á staðinn:

Skráning á fundinn í Borgartúni 23, 3. hæð.

Ég ætla að vera með í streymi

Hlekkur verður sendur út þegar nær dregur