Skip to main content
Category

Viðburðir

Nýtt og gjörbreytt ráðningarumhverfi eftir COVID! Morgunverðarfundur.

By Viðburðir

Dagur: 12. maí 2022

Tími: 9:15-10:30

Fundarstaður: LS Retail, Hagasmára 3, Kópavogur

Vaka Ágústsdóttir ráðningar- og þjálfunarstjóri hjá LS Retail segir frá því hvernig Covid breytti ráðningum á einni nóttu.  LS Retail starfar í alþjóðlegu umhverfi og þessar áskoranir eru eins út um allan heim.
Hún fer í gengum það hvað hefur breyst og hvaða nýju áskoranir og áherslur  eru framundan.

Skráning á morgunverðarfund hjá LS Retail

Kynning á niðurstöðum Nordic HR Survey 2022

By Viðburðir

Dagur: 27. apríl 2022

Tími: 9:15-10:45

Fjarfundur á TEAMS

Bjørnar Løwe Skas  frá Ernst & Young, kynnir niðurstöður Nordic HR Survey 2022.  Könnunin er gerð meðal mannauðsfólks á öllum Norðurlöndunum.

Skráning á viðburð

„Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar“. Vinnustofa um „nýjustu trendin“ 2022.

By Viðburðir

Dagur: 30. mars 2022

Tími: 9:00-11:30

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (hjá Akademias)

Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar.

Til að halda áfram að vinna úr því sem helstu fræðimenn og gúrúrar á sviði mannauðsmála eru að segja þessa dagana og þess sem þeir eru að hvetja mannauðsfólk til að einbeita sér að núna ætlum við að koma saman á vinnustofu og skoða hvernig við getum útfært og innleitt þetta á okkar vinnustöðum.

Vinnustofan verður í tveimur hlutum:

  1. Hvernig gerum við vinnustaðinn ómótstæðilegan – til að laða að og halda í fólk, á sama tíma og valdahlutföll breytast og væntingar og kröfur fólks aukast. Stuðst verður við nýja nálgun frá Josh Bersin en hann hefur sett fram 20 atriði til að gera vinnustaði ómótstæðilega og auka helgun (e. engagement) starfsfólks – hvernig getum við útfært þessi atriði og innleitt á okkar vinnustöðum?
  2. Hvernig styðjum við betur við stjórnendur í sínum hlutverkum og hvernig fáum við þá betur með okkur í að vinna að því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan. Nokkur áberandi hefur verið upp á síðkastið í greinum erlendra fræðimanna skilaboð þeirra um að almennir stjórnendur verði að vinna betur með mannauðsdeildum í að laða að, halda í og efla hæft fólk.

Herdís Pála verður með stutt innlegg í upphafi hvors hluta vinnustofunnar, svo verður farið í hugmyndavinnu í hópum. Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.

Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að gera vinnustaði ómótstæðilega, auka helgun og efla leiðtoga.

Vinnustofan verður haldin 30. mars, kl. 9-11:30.

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (í húsnæði Akademias)

Skráning á viðburð

Kúnstin að fara í gegnum breytingar!

By Viðburðir

Dagur: 6. apríl 2022

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Fjallað verður um breytingarferli og hvernig breytingarferli geta haft mismunandi áhrif á líðan einstaklinga og hópa. Farið verður yfir gagnleg viðhorf í breytingum. Sem og hvað fólk getur gert til að takast á við krefjandi breytingar á vinnustað.

Fyrirlesari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.

Skráning á viðburð

VORPARTÝ Mannauðs á Alþjóðlega Mannauðsdaginn

By Viðburðir

Föstudagur: 20. maí 2022

Klukkan 17:30-19:30

Í húsakynnum Akademias í Borgartúni 23, 3. hæð í Reykjavík

Skráning í VORPARTÝ Mannauðs 2022

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

Dagur:  2. mars 2022

Tími: 9:15-10:30

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var útbúin sérstök kynning fyrir íslenskt mannauðsfólk sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttur og Jóns Jósafats hjá Dale Carnegie á Íslandi.

Skráning á fundinn

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

2. mars 2022

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

9:15-10:30

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var gerð kynning fyrir mannauðsfólk á Íslandi sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Jón Jósafat og Unnur Magnúsdóttir hjá Dale Carnegie á Íslandi sjá um kynninguna.

Geta arftakaáætlanir jafnað tækifæri kynjanna til æðstu stjórnunarstarfa?

By Viðburðir

Dagur: 9. febrúar 2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Gerð arftakaáætlana og jöfn tækifæri kynjanna til æðstu stjórnunarstarfa!

Ásta Dís Óladóttir dósent og Þóra H. Christiansen aðjukt hjá Háskóla Íslandssta stýra málstofunni.

Ísland er að mörgu leyti fyrirmyndarland þegar kemur að jafnréttismálum.
Íslendingar hafa leitt lista Alþjóðaefnahagsráðsins, s.l. 12 ár og hafa náð hvað mestum framförum og lokað kynjabilinu um tæp 90%.
Þá varð Ísland annað land heims á eftir Noregi að setja kynjakvóta á stjórnir félaga sem hefur haft mikil áhrif. Löggjöfin mætti ákveðinni mótspyrnu og ýmsir óttuðust að kynjakvótar myndu grafa undan samkeppnishæfni og vali á grundvelli verðleika. Í janúar 2022 eru 20 fyrirtæki skráð á Nasdaq Iceland og þrátt fyrir að stjórnir fyrirtækja falli undir reglugerðir um kynjakvóta er staða forstjóra skráðra félaga 19-1 körlum í vil.
Það er hlutverk stjórna félaga að ráða forstjóra, en æðstu stjórnendur þurfa að taka ákvörðun um jöfnun kynjahlutfalla í leiðtogastöðum, frekar en að treysta á að konur berjist upp metorðastigann af sjálfsdáðum.
Hægt er að fara ýmsar leiðir, t.a.m. að nýta arftakastjórnun.

Í erindinu verður fjallað um hvernig hægt sé jafna leikinn og draga úr kynjamuninum meðal forstjóra og í framkvæmdastjórnum félaga, ýta undir jöfn tækifæri fyrir karla og konur til að gegna æðstu stjórnunarstöðum.

Erindið mun gefa stutt yfirlit yfir helstu áhrifaþætti sem rannsóknir okkar hafa sýnt að leiði til aukins kynjahalla eftir því sem ofar dregur í skipuriti skipulagsheilda.
Aðal áherslan verður á að ræða hvaða tæki og tól eru til staðar og hvernig beita má arftakaáætlunum til þess að leiðrétta kynjahalla og annars konar einsleitni innan fyrirtækja og stofnana.

Skráning á fundinn „Arftakaáætlanir og jöfn tækifæri kynjanna“

Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja

By Viðburðir

Dagur: 16.02.2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, fjallar um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Ný stefna hjá fyrirtækinu var sett í byrjun síðasta árs þar sem allt starfsfólk vinnur að fjórum meginmarkmiðum um vöxt, stafræna þróun, fjölbreytileika og sjálfbærni. Farið verður yfir vægi samskipta og menningu við innleiðingu stefnunnar og tekið sérstaklega fyrir hvernig straumlínustjórnun og rík umbótamenning hefur verið grunnurinn að því hversu vel hefur tekist.

Einnig verður farið yfir áskoranir og tækifæri við innleiðingu á sjálfbærni í menningu fyrirtækja en markmið Ölgerðarinnar er að sjálfbærni verði hluti af menningu fyrirtækisins og að upplýsingar um framgang sjálfbærni verði jafn aðgengilegar og fjárhagsupplýsingar félagsins. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri þess og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar. Ölgerðin stefnir að því styrkja samkeppnishæfni sína með því að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði.

Skráning á fundinn um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Rýnifundur og þarfagreining tölfræðigagna mannauðsfólks

By Viðburðir

Dagur: 3. febrúar 2022

Tími: 9:15-10:45  (1 1/2 tími)

Fjarfundur á Teams

Yfirferð yfir árlega könnun Mannauðs. Rætt um fyrirkomulag könnunar, spurningar og þátttöku. Könnunin er mikilvægt tæki til þess að fá sem bestu upplýsingar fyrir fyritæki til að bera sig saman við það sem gerist hjá öðrum á markaðnum. Hún hefur líka á síðustu árum vakið athygli út í samfélagið á mannauðsmálum.
Víðir Ragnarsson formaður hópsins stýrir fundinum.

Skráning á rýnifund tölfræðigagna