Dagur: 30. janúar 2025
Tími: 9:00-10:00
Staður: Hjá VIRK, Borgartúni 18, 105 Reykjavík
Hvernig stuðlar mannsauðsfólk að farsælli endurkomu inn á vinnumarkaðinn?
VIRK býður mannauðsfólki úr atvinnulífinu á fræðandi og hvetjandi morgunverðarfund þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu. Teymið á bak við atvinnutengingu VIRK, ásamt sérfræðingum, deilir reynslu og verkfærum til að auðvelda fyrirtækjum að taka vel á móti starfsfólki aftur til starfa, jafnt nýju sem gömlu.
Á fundinum verður sérstaklega horft til ólíkra þarfa einstaklinga, hvort sem þær tengjast líkamlegum eða andlegum hindrunum, hvort skert starfsgeta sé til staðar eða lítil starfsreynsla á vinnumarkaði. VIRK kynnir sína nálgun og þjónustu, með áherslu á mikilvægi stuðnings og samvinnu mannauðsfólks.
Að lokum: Atvinnulífstenglar VIRK verða til staðar fyrir spjall og umræður. Þetta er kjörið tækifæri til að læra meira og spyrja beint út í möguleika á samstarfi við VIRK.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara – fáðu innsýn í hvernig þú getur lagt þitt af mörkum til að skapa sterkara vinnuumhverfi fyrir öll!
Dagsetning: 30. janúar 2025
Tímasetning: 09:00-10:00
Staðsetning: Borgartún 18, 105 Reykjavík
(Um er að ræða staðfund)
Skráðu þig núna og tryggðu þér sæti!
Skráning á fundinn
Dagur: 4. desember 2024
Tími: 17:30-18:30 (klukkutími)
Rafrænt á TEAMS
Jólabingó fyrir alla fjölskylduna. Ótrúlega margir og stórglæsilegir vinningar. Allir í fjölskyldunni mega spila með.
Bingóhlekkur og fundarhlekkur sendur þegar nær dregur.
Anna Claessen hjá Happy Stúdíó stjórnar.
VINNINGAR:
-FLYOVER ICELAND – gjalfabréf
-ARCTIC ADVENTURES GROUP – 3 gjafabréf (Snorklað í Silfru, Into the Glacier og Rauðhólshellir)
-KJARNAFÆÐI / NORÐLENSKA – jólakjötið (hangikjöt, hamborgahryggur og heiðalambalæri)
-ISLANDIA – 2 gjafabréf (Snjósleðaferð og Jökulganga)
-DALE CARNEGIE – gjafabréf
-SKY LAGOON – gjafabréf í lónið
-LAUGAR SPA – gjafabréf í Betri Stofuna
-BRIKK – föstudagskaffi fyrir 20 manns
-BLÁA LÓNIÐ – gjöf
-ÍSLANDSHÓTEL/FOSSHÓTEL – gjafabréf
-ÚTILÍF – gjöf
-BORGARLEIKHÚSIÐ – gjafabréf
-BIOEFFECT – gjöf
-MYLLAN-ORA – gjafabréf og jólakökur
-ARENA GAMING – gjafabréf
-SMÁTRÉ – gjöf (Lágtré með perluböndum)
AUKAVINNINGAR: Jólahúfur með ljósaseríu og jólasælgætispokar frá NÓA.
Öll börn sem taka þátt (þó þau vinni ekki, frá jólasælgætispoka frá NÓA
Skráning á viðburð
Dagur: 4. desember 2024
Tími: 9:15-10:00
Rafrænn fundur á TEAMS
Bergur Ebbi, framtíðarfræðingur, leikari, uppistandari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistamaður og lögfræðingur býður félagsfólki í spjall um „Húmor og mikilvægi jákvæðni og gleði í starfsmannahópnum“.
Bergur Ebbi er einn af reyndustu uppistöndurum landsins og hefur áralanga reynslu af fyrirlestrahaldi jafnt alvarlegur sem gamansömum.
Skráning á viðburð
Dagur: 27. nóvember 2024
Tími: 9:00-11:30
Staður: Grand Hótel Reykjavík
Verðmæti lífeyrisréttinda
Hvaða réttindi fær starfsfólk með greiðslum í lífeyrissjóð?
Hvaða valkostir eru í boði?
Hvaða verðmæti felast í þeim fyrir fólkið þitt?
Fundarstjóri: Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður hjá Arion banka.
Dagskrá
9:00 Gestir boðnir velkomnir
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
9:10 Hvaða verðmæti felast í lífeyrisréttindum?
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins.
9:30 Hvenær og hvernig býðst fólki að fara á eftirlaun?
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
9:50 Kaffihlé
10:00 Vill fólk hætta að vinna fyrr eða seinna?
Hildur Hörn Daðadóttir, formaður fræðslunefndar LL og forstöðumaður rekstrarsviðs LV
10:20 Reynslusögur fyrirtækja og stofnana
- Brynja Gröndal, mannauðsstjóri Arion banka
- Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS
- Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðs- og stefnustjóri BYKO
- Bergrún L. Sigurjónsdóttir, mannauðsstjóri Vinnueftirlitsins
11:00 Umræður í 6-8 manna hópum og kynning
11:25 Samantekt fundarstjóra og fundi slitið.
Skráning á viðburð
Dagur: 12. nóvember 2024
Tími: 10:30-12:00 hjá Arion banka
Mannauður í samvinnu við mikla „reynslubolta úr atvinnulífinu“ býður upp á sérstaka málstofa um REYNSLU.
Er reynsla vannýtt auðlind og er hægt að miðla henni betur milli kynslóða?
Fundarstjóri: Margrét Kristmannsdóttir
Frummælendur:
Margrét Guðmundsdóttir
Óskar Magnússon
Sverrir Briem
Ögmundur Jónasson
Skráning á viðburð
Dagur: 1. nóvember 2024, kl. 9:00-10:00 – RAFRÆN ÖRVINNUSTOFA
Rafræn örvinnustofa undir stjórn Guðrúnar Högnadóttur hjá FranklinCovey um nokkrar öflugar leiðir til að stýra þungum samtölum.
Skráning á viðburð
Dagur: 14. janúar 2025
Tími: 12:00-13:00
Staður: Húsnæði Öryrkjabandalagsins, Sigtúni 42, Reykjavík
Fjölbreyttari vinnumarkaður – Aukin atvinnuþátttaka fatlaðra
Fundurinn er eftirfylgni á kynningu ráðherra félagsmála á Mannauðsdeginum 2024.
Erindi munu halda Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur ÖBÍ, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lögfræðingur ÖBÍ og Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Vinnumálastofnun.
Skráning á viðburð
Dagur: 29. október
Tími: 9:00-10:30
Staður: Ármúli 11, hjá Dale Carnegie
Krefjandi starfsmannamál er bæði erfið fyrir fyrirtæki og alla hluteigandi aðila.
Því er mikilvægt að þau mál séu leyst með góðri samvinnu meðal annars með stéttarfélögum þegar það á við. Þar sem hagsmunagæsla stéttarfélaga er ekki endilega í samræmi við kröfur sem settar eru á vinnuveitenda, flækjast málin.
Því er spurning hvað er best að gera?
Tekið verður dæmi frá félagsmanni um erfitt og flókið mál sem snéri að samskiptum við stéttarfélag í krefjandi áreitnismáli.
Skráning á viðburð
Dagur: 7. nóvember 2024
Staður: Hjá Kara Connect í Skipholti 25, Reykjavík
Tími: 14:00-16:00 og léttir drykkir á eftir
Eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?
Kara Connect bíður í vinnustofu þar sem reifaðar verða nokkrar spurningar sem liggja á mannauðsstjórum og farið yfir strauma og stefnur varðandi velferðarmál starfsmanna almennt.
Á vinnustofuna komast eingöngu 12 gestir, trúnaðar hafður í fyrirrúmi og rædd brýn mál sem liggja á stjórnendum þessa dagana.
Þorbjörg Helga leiðir umræðuna ásamt gestafyrirlesurum.
DAGSKRÁ:
14.00: Reynslan: Velferðartorg Bláa lónsins – Mannauðsstjóri Bláa lónsins miðlar reynslu
14.40: Hver er þróunin í geðheilbrigðismálum? Hversu langt á fyrirtækið að ganga?
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir:
- Hvernig eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?
- Hvers vegna er þessi aukning á vanlíðan og einmanaleika?
- Er unga kynslóðin sem er að koma inn öðruvísi hvað varðar heilsu?
- Hvernig er „hybrid“ vinna að hafa áhrif á afköstu og teymisvinnu?
15.50: Hvernig byggjum við velferðartorg
– Kynning á hvernig velferðartorgin virka
16.10: Ljúfir áfengir og óáfengir drykkir