Category

Fréttir

Ályktun frá félagi mannauðsfólks

By | Fréttir

Félag mannauðsfólks á Íslandi, fagnar opnun umræðunnar um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar af öðrum vettvangi undanfarið.

Mannauðsstjórar þekkja efnið vel en þetta er eitt af viðkvæmustu verkefnum þeirra sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Félag mannauðsfólks leggur áherslu á að unnið sé mjög faglega úr þessum málum og af festu.

Mannauðsstjórar og sérfræðingar í mannauðsmálum eru tilbúin að taka þátt í umræðunni, bæði til að leggja málefninu lið, varpa ljósi á stöðuna á vinnumarkaði og þau úrræði sem notuð eru.

Umræðan getur án vafa hjálpað þeim sem hafa lent í kynferðilegu áreiti eða kynbundnu ofbeldi til að stíga fram og láta vita af því.

Sigrún Kjartansdóttir ráðin verkefnastjóri Flóru

By | Fréttir

Sigrún Kjartansdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Flóru, Félagi mannauðsfólks á Íslandi frá 1. október n.k. Ráðið er í starfið til næstu 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Hlutverk verkefnastjóra er að annast allan daglegan rekstur félagsins ásamt því að vinna að framkvæmd nýrrar stefnu sem stjórn vann út frá niðurstöðum af vinnufundi félagsmanna sem haldinn var á Hilton Hóteli í maí sl.

Sigrún býr yfir áralangri reynslu af stjórnun og rekstri en hún hefur starfað sem stjórnandi hjá Íslandsbanka og Sjóvá, auk þess að búa yfir stjórnunarreynslu úr heilsu- og ferðageiranum. Sigrún hefur umfangsmikla reynslu af viðburðarstjórnun, verkefnastjórnun og stjórnun mannauðs í gegnum stjórnendahlutverk sem hún hefur sinnt. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarpróf í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Við bjóðum Sigrúnu velkomna í starfið og hlökkum til að starfa með henni að framgangi félagsins á næstu mánuðum.

Breytingar á stjórn Flóru

By | Fréttir

Drífa Sigurðardóttir sem setið hefur í stjórn Flóru undanfarin ár hefur látið af stjórnarsetu í kjölfar þess að hún mun láta af störfum sem mannauðsstjóri Isavia á næstu vikum. Í stað Drífu kemur Ragna Margrét Norðdahl inn sem meðstjórnandi.

Stjórn Flóru vill þakka Drífu fyrir sitt framlag til félagsins undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Stjórn Flóru 2016 – 2017

By | Fréttir

Ný stjórn Flóru var kosin á síðasta aðalfundi félagsins.

Stjórnina skipa:

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, Háskólanum í Reykjavík (formaður)

Dröfn Guðmundsdóttir, Nýherja (varaformaður)

Drífa Sigurðardóttir, ISAVIA (stjórnarmaður)

Hafsteinn Bragason, Íslandsbanka (stjórnarmaður)

Harpa Víðisdóttir, Verði (varamaður)

Stjórnarframboð samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fráfarandi stjórnarmenn Inga Birgisdóttir og Sigríður Indriðadóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeim eru þökkuð góð störf fyrir félagið

Viðburðir framundan 2017

By | Fréttir

Nýtt starfsár Flóru er hafið. Skemmtilegir og fræðandi tengslaviðburðir framundan. Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Hvenær Efni Staðsetning
12-13 janúar Norræn ráðstefna á vegum félaga um mannauðsstjórnun á norðurlöndum Osló
9. febrúar

 

Aðalfundur Flóru Bryggjan, brugghús
1.mars Könnun um framtíða starfa í samvinnu við félög um mannauðsstjórnun á norðurlöndum Send á félagsmenn
16. mars Persónuverndarlögin og áhrif á stjórnun mannauðsmála Síminn
Apríl Jafnlaunavottun: Sýn stjórnvalda og reynsla fyrirtækis. Vörður
Maí Stefnumótun Flóru

 

Nánar auglýst síðar
Júní Mannauðsstjórnun í tæknigeiranum: Samspil mannauðsstjórnunar og nýsköpunar Nánar auglýst síðar
September Heimsókn í nýjar höfuðstöðvar

 

Íslandsbanki
27. október Mannauðsdagurinn

 

Harpa
Nóvember Mannauðsstjórnun í alþjóðlegu umhverfi

 

Nánar auglýst síðar
Desember Tengslafundur + Jólafundur

 

Nánar auglýst síðar

Norrænt samstarf Flóru

By | Fréttir

Á síðasta ári hóf Flóra samstarf við Mannauðsstjórnunarfélög á norðurlöndum. Markmiðið er að efla alþjóðlegt samstarf og ná tengingum við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Framkvæmdastjórar HR félagana á norðurlöndum hafa fundað reglulega í 10 ár í tengslum við aðild þeirra að EAPM European Association for People Management, sem Flóra er nú einnig orðin aðili að. Hvað varðar samvinnu norrænu félagana (Nordic HR associations) þá er um að ræða óformlegan samstarfs- og samráðsvettvang félaganna þar sem markmiðið er að deila þekkingu, veita ráð og stuðning. Félögin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru töluvert eldri og fjölmennari en Flóra en meðlimafjöldi er frá 2400 -7000 og öll félögin eru með starfsmenn og eru fulltrúar á norrænu samstarfsfundunum framkvæmdastjórar félagana sem þeir sinna allir í fullu starfi. Það er mikil ánægja með að Ísland hefur slegist í hópinn og eitt af þeim verkefnum sem við erum nú að vinna að er að halda norræna ráðstefnu sem félögin skiptast á að skipuleggja og halda. Fyrsta ráðstefnan verður í Osló þann 12. og 13. janúar 2017. HRNorge sér um að skipuleggja ráðstefnuna í samvinnu við hin félögin og hér má finna dagskrá og skráningarform. Við vonum innilega að félagsmenn Flóru fjölmenni á ráðstefnuna og eflum enn frekar norræna samvinnu.  Annað verkefni sem félögin eru að vinna að er samnorræn könnun á stöðu mannauðsmála á norðurlöndum „Nordic HR practices“ í samvinnu við Ernst og Young. Flóra mun fá niðurstöður fyrir Ísland og samanburð við norðurlöndin sem við getum birt og kynnt fyrir okkar félagsmönnum. Einnig erum við að ræða þann möguleika á að framkvæmdaraðilar komi til landsins til að kynna niðurstöður.

Við í stjórn Flóru erum hæstánægð með þessa norrænu samvinnu og vonum við að þetta muni efla félagið okkar og þróa enn frekar.

Fleiri geta nú sótt um aðild að félaginu

By | Fréttir

Á aðalfundi Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi í febrúar sl. var samþykkt lagabreyting um stækkun félagsins og að opna það fyrir fleiri aðilum en mannauðsstjórum eingöngu. Nú geta allir þeir sem starfa sem sérfræðingar á sviðið mannauðsmála eða sjá um stjórnun mannauðsmála í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun orðið félagsmenn.

Með fjölgun félagsmanna verður félagið enn sterkara en áður og fleiri sjónarmið innan mannauðsstjórnunar fá vonandi að heyrast. Áfram verður aðild samt einskorðuð við þá sem starfa að mannauðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum og því geta ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar ekki orðið félagsmenn.

Ný heimasíða félagsins

By | Fréttir

Ný heimasíða Flóru hefur nú litið dagsins ljós. Síðan er unnin af vefstofunni Sendiráðið í samvinnu við stjórn Flóru.

Síðan leysir af hólmi eldri síðu sem var orðin barn síns tíma. Á nýju síðunni gefst félagsmönnum kostur á að fylgjast með starfsemi félagsins betur en áður. Þar verða einnig viðburðir á vegum félagsins auglýstir og skráning á þá mun að öllu leyti fara fram í gegnum vefinn hér eftir.

Aðalfundur 2016

By | Fréttir

Aðalfundur Flóru 2016

Aðalfundur Flóru félags Mannauðsstjóra verður haldinn 23. febrúar næstkomandi á Hilton Hótel Nordica á Suðurlandsbraut kl. 17:00.  Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri  SA  mun koma og fræða okkur um SALEK hópinn og SALEK samkomulagið.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar kynnt.

2. Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.

3. Árgjald ákveðið til eins árs.

4. Lagabreytingar.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs.

8. Önnur mál.

Í framboði til stjórnar eru; Sigríður Elín Guðlaugsdóttir,  Dröfn Guðmundsdóttir,  Helga B. Helgasóttir, Drífa Sigurðardóttir, Hafsteinn Bragason  og Guðbjörg Erlendsdóttir.

Lagabreyting:

Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að stækka félagið og opna það fyrir fleiri aðilum, en aðeins mannauðsstjórum. Því hefur eftirfarandi lagabreytingatillaga verið sett fram.

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

3.grein eins og hún er í dag:

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir einungis fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, þ.e. þeir sem bera ábyrgð á mannauðsmálum í fyrirtækinu / stofnuninni og hafa það sem aðalstarf. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu, eru nemar, eða eru starfsmenn á mannauðssviðum /-deildum án þess að bera ábyrgð á málaflokknum. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað. Nýir félagsmenn skulu kynntir á félagsfundi eða á heimasíðu félagsins.

Hvetjum sem flesta félagsmenn til að mæta og taka þátt í virkum umræðum um þróun félagsins, spjalli og tengslamyndun.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Flóru

Jólapistill 2015

By | Fréttir

Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur Flóra staðið fyrir viðburðum af ýmsu tagi. Við byrjuðum árið eins og undanfarin ár á aðalfundi, þar sem stjórn félagsins var kjörin, í apríl  þegar útlit var fyrir að til verkfalla gæti komið veltum við fyrir okkur ástandinu á vinnumarkaði og yfirvofandi verkföllum og stóðum við fyrir félagsfundi sem bar nafnið „Órói á vinnumarkaði“. Fengum til okkar Ragnar Árnason lögfræðing SA og Sigurð Ólafsson Framkvæmdastjóra mannauðssvið ISAVIA til að ræða verkföll, skipulag og viðbrögð við þeim.   Í maí fjölluðum við um markaðslaun, fengum til okkar aðila frá PwC til að fjalla um markaðslaun, jafnlaunagreiningu og launaleiðréttingarlíkan PwC. Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans talaði um reynslu sína af notkun launagreininga í tengslum við launasetningu og launaákvarðanir.

Við hófum svo dagskrá haustsins með morgunverðarfundi þar sem við fjölluðum um Beyond Budgeting og hvernig vönduð mannauðsstjórnun getur stutt við árangursríka innleiðingu. Við fengum til okkar tvo gesti sem fluttu framsögu á þeim fundi, en það voru þeir Axel Úlfarsson, sérfræðingur hjá Össuri og Jón Brynjar Ólafsson mastersnemi sem kynnti niðurstöður mastersriðgerðar sinnar sem fjallaði um innleiðingu á Beyond Budgeting.

Í október var metnaðarfullur og vel heppnaður mannauðsdagur undir yfirskriftinni „Breytingastjórnun – Eru allir um borð“. Mannauðsdagurinn er rósin í hnappagati Flóru og það er okkur kappsmál að bjóða upp á flottasta mannauðsviðburð ársins og hefur dagurinn vaxið og dafnað ár frá ári.  Enn eitt metið var slegið í mætingu í ár, en það komu yfir 300 gestir á mannauðsdaginn sem var ákaflega vel heppnaður. Í desember var svo jólafundur Flóru og þar var farið yfir spennandi hluti er snúa að samvinnu Flóru við mannnauðsfélög á norðurlöndunum, sameiginlega norræna ráðstefnu sem markmiðið er að halda árlega, sameiginlega norræna spurningakönnun um stöðu mannauðsstjórnunar á norðurlöndum og þátttöku Flóru í EPAM (European People management Association).