Skip to main content
All Posts By

sigrun

Kynning á nýjum rammasamingi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf og mannauðsmál.

By Viðburðir

Dagur: 21. júní 2023

Tími: 9:00-9:30

Rafrænn fundur á TEAMS

Ríkiskaup vilja kynna fyrir félagsmönnum Mannauðs nýjan rammasamning um rekstrarráðgjöf og mannauðsmál.

Farið verður yfir hugmyndir Ríkiskaupa um hæfiskröfur, aðferðafræði fyrir val á birgjum og skilmála um kaup innan samningsins.

Félagsmenn eru hvattir til að koma með hugmyndir, ábendingar og endurgjöf um væntingar.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Hver er uppskriftin af árangursríkum teymum?

By Viðburðir

Dagur: 8. september 2023

Tími: 12:30-13:30

Staður: Borgartún 23, 3ja hæð (húsnæði Akademias)

Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum þurfum í mun ríkari mæli teymi (en ekki einstaklinga) til að leysa flóknar áskoranir og verkefni.
En hver er uppskriftin af árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í þessum fyrirlestri förum við yfir hvað sálrænt öryggi er og hvernig það birtist í teymum. Einnig skoðum við praktíkina – hvað við getum gert til að byggja upp og viðhalda sálrænu öryggi innan teymanna okkar.

Kristrún Anna er sjálfstætt starfandi teymis- & markþjálfi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við og leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi dagsins í dag. Kristrún starfaði áður sem verkefnastjóri þar sem áhuginn á þessum mennska hluta verkefna kviknaði.

Skráning á hádegisfundinn

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Öll hafa áhrif á árangur!

By Viðburðir

Dagur: 14. september 2023

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Árangur skipulagsheilda byggir á starfsfólki sem líður vel, er sálfélagslega öruggt, upplifir traust og finnur að það er partur af öflugri liðsheild. Hegðun og framkoma starfsfólks og stjórnenda á vinnustöðum hefur mikil áhrif þegar kemur að því að byggja upp þessar lykilforsendur sem liðsheild, traust og sálfélagslegt öryggi eru.

Þrátt fyrir það virðist stundum eins og líðan og hegðun starfsfólks og stjórnenda sé ekki gefinn nægur gaumur og sums staðar komast einstaklingar upp með að axla ekki ábyrgð á hegðun sinni inn á vinnustöðum, sem oft á tíðum getur leitt til mikillar meðvirkni. Áhrif þess geta verið margvísleg og haft fjölmargar afleiðingar fyrir allan hópinn, dregið úr trausti, hamingju, starfsgleði, virkni starfsfólks og framleiðni svo eitthvað sé nefnt.

Í fyrirlestrinum fer Sigríður Indriðadóttir yfir ýmis konar hegðunarmynstur og mögulegar afleiðingar þeirra fyrir atvinnulífið. Samhliða því veltir hún upp leiðum til að opna huga starfsfólks og stjórnenda fyrir því hversu mikil áhrif hvert og eitt okkar hefur á árangur í raun og veru, með það fyrir augum að auka sjálfsþekkingu fólks þannig að það eigi auðveldara með að axla ábyrgð á hegðun sinni og frammistöðu.

Sigríður Indriðadóttir hefur á sínum ferli sem forstöðumanneskja mannauðsmála og stjórnendaráðgjafi unnið mikið með líðan, liðsheild og hegðun fólks inni á vinnustöðum. Hún hefur stutt við bæði stjórnendur og starfsfólk á þeirri vegferð að vera meðvitaðra um eigin líðan, meðvirkni og hegðun, með það að markmiði að byggja upp traust, bæta samskipti, efla liðsheild og auka bæði hamingju og árangur.

Skráning á fjarfundinn

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

VORFAGNAÐUR MANNAUÐS 2023

By Viðburðir

Dagur: 2. júní 2023

Tími: 16:30-18:30

Staður: Borgartún 23, 3. hæð (í húsnæði Akademias)

Vorfagnaður Mannauðs.  Ljúkum vetrinum og vorinu með TENGSLAMYNDUNARPARTÝ.  Kynnumst nýjum félögum, treystum núverandi tengsl og eigum skemmtilega stund saman áður en sumarfríin skella á.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Tengslamyndunarhópur faghóps um mannauðsmál sveitarfélaga.

By Viðburðir

Dagur: 28. apríl 2023

Tími: 12:30-13:30

Staður: Hjá Kópavogsbæ.  Nánari staðsetning tilkynnt þegar nær dregur.  

Tengslamyndunarfundur alls félagsfólks Mannauðs sem starfar við mannauðsmál sveitarfélaga.

Skráning á viðburð

Mannauðsmælikvarðar – 10. maí 2023

By Viðburðir

Dagur: 10. maí 2023

Tími: 9:00-10:00

Staður:  Í  húsakynnum Iðunnar, fræðsluseturs í Vatnagörðum 20, Reykjavík

Námskeið í mannauðsmælingum og tölfræði.
Kennari:  Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunarráðgjafi.

Á þessu námskeiði ætlum við að læra um og ræða alls kyns mannauðstölfræði og mælingar, bæði einfaldar og flóknari mælingar og formúlur.

Við munum ræða saman um og svara m.a. eftirfarandi:

  • Hvernig á að reikna út ýmsa algenga mannauðstölfræði, t.d. starfsmannaveltu, nýliðun o.fl.?
  • Hvernig getum við tengt mannauðstölfræðina betur við rekstrarniðurstöður vinnustaðarins?
  • Hvernig á að reikna út aðra flóknari mannauðstölfræði eins og t.d. arðsemi mannauðs?
  • Hvernig má tengja saman ólíkar mælingar og tölur frá vinnustaðnum til að greina eigin trend, að sjá betur hvað er að gerast á vinnustaðnum?
  • Hvað segja tölurnar okkur og hvernig má nýta þær til að taka betri ákvarðanir?
  • Hvernig er hægt að koma sér upp góðu mannauðs-mælaborði – hvort sem til staðar er þróað mannauðskerfi, sjálfvirknivædd mælaborð eða ekki.
  • Hvaða tölur hjálpa til við að ná eyrum fjármálastjóra og forstjóra?
  • Samvinna með fjármáladeildum o.fl.

Á námskeiðinu eru engar spurningar vitlausar.

Meginmarkmið námskeiðsins er að gera fólk öruggara með mannauðstölfræði og mælingar, enda á mannauðsfólk oft mikið af gögnum sem nota má mun betur til að bæta yfirsýn og skilning á því hvað er að gerast, taka betri ákvarðanir og eiga betra samtal við aðra stjórnendur vinnustaðarins.

Í lok námskeiðs ættu allir að vera búnir að fá betri innsýn og skilning á mannauðstölfræði og læra alls kyns skemmtilegar formúlur.

Skráning á námskeið

Námskeið í mannauðsmælingum og tölfræði

By Viðburðir

Dagur: 11. maí 2023

Tími: 9:00-12:00

Staður: Húsnæði Iðunnar, fræðsluseturs

Námskeið í mannauðsmælingum og tölfræði.
Kennari: Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunarráðgjafi.

Á þessu námskeiði ætlum við að læra um og ræða alls kyns mannauðstölfræði og mælingar, bæði einfaldar og flóknari mælingar og formúlur.

Við munum ræða saman um og svara m.a. eftirfarandi:

  • Hvernig á að reikna út ýmsa algenga mannauðstölfræði, t.d. starfsmannaveltu, nýliðun o.fl.?
  • Hvernig getum við tengt mannauðstölfræðina betur við rekstrarniðurstöður vinnustaðarins?
  • Hvernig á að reikna út aðra flóknari mannauðstölfræði eins og t.d. arðsemi mannauðs?
  • Hvernig má tengja saman ólíkar mælingar og tölur frá vinnustaðnum til að greina eigin trend, að sjá betur hvað er að gerast á vinnustaðnum?
  • Hvað segja tölurnar okkur og hvernig má nýta þær til að taka betri ákvarðanir?
  • Hvernig er hægt að koma sér upp góðu mannauðs-mælaborði – hvort sem til staðar er þróað mannauðskerfi, sjálfvirknivædd mælaborð eða ekki.
  • Hvaða tölur hjálpa til við að ná eyrum fjármálastjóra og forstjóra?
  • Samvinna með fjármáladeildum o.fl.

Á námskeiðinu eru engar spurningar vitlausar.

Meginmarkmið námskeiðsins er að gera fólk öruggara með mannauðstölfræði og mælingar, enda á mannauðsfólk oft mikið af gögnum sem nota má mun betur til að bæta yfirsýn og skilning á því hvað er að gerast, taka betri ákvarðanir og eiga betra samtal við aðra stjórnendur vinnustaðarins.

Í lok námskeiðs ættu allir að vera búnir að fá betri innsýn og skilning á mannauðstölfræði og læra alls kyns skemmtilegar formúlur.

Skráning á námskeiðið

Faghópur um mannauðsmál ríkisins í samvinnu við starfsfólk mannauðs- og launasvið Fjársýslunnar

By Viðburðir

Dagur: 30. mars 2023

Tími: 9:00-10:00

Fundur á TEAMS

Kynning á mannauðshluta Orra, launalistum og samningsformi.

Mannauðs- og launsvið Fjársýslunnar ætlar að kynna nýjungar í mannauðskerfi Orra:

  • -Vöruhús Mannauðs
  • -Launalistann og samþykktarferlið á honum.
  • -Hvað er launalistinn og hverjum nýtist hann, hvernig og hvenær
  • -Eyðublöð fyrir samninga og fleira
  • -Kynning á eyðublöðum fyrir samninga eins og samgöngusamning og fleira

 

 

 

Skráning á viðburð

Morgunkaffi og spjall með félögum

By Viðburðir

Dagur: 27. apríl 2023

Tími: 8:30-9:30

Staður: Te og kaffi á Garðatorgi

Faghópur mannauðsfólks ríkisins efnir til FASTABORÐS með kollegum.

Skráning í morgunspjallið

Mótum framtíðina saman!

By Viðburðir

Þriðjudaginn 16. maí 2023

Iðnó við Tjörnina í Reykjavík

Ráðstefna kl. 14:00-16:00 og í framhaldi tengslamyndunarpartý kl. 16:00-18:00

Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.sky.is

Error: Contact form not found.

Sameiginleg ráðstefna Mannauðs, Skýrslutæknifélagsins, Stjórnvísis og Félags viðskipta- og hagfræðinga.

DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR:

Mótum framtíðina saman!
Samningatækni framtíðarinnar – Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari

Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli

Gunnar Haugen, CCP

Þarf alltaf að vera gaman?

Margrét Tryggvadóttir, NOVA

Hvað vita hakkarar framtíðarinnar um þig?

Theodór Gíslason, Syndis

Húmor virkar – í alvöru!

Sveinn Waage

Fundarstjóri:  Ásdís Eir Símonardóttir, Lucinity

Verð: 9.900 krónur

Skránig á vefnum www.sky.is