Dagur: 5. október 2024
Tími: 19:00 – 20:00 á barnum á IBIS hótelinu
Alfreð.is býður í HAPPY HOUR kl. 19:00 – 20:00 á IBIS hótelinu í Manchester.
Alfreð.is býður í HAPPY HOUR kl. 19:00 – 20:00 á IBIS hótelinu í Manchester.
Fyrirlestur um fullkomnunaráráttu, streitu og kulnun og samspil þessara þátta. Kristín Þóra flytur brot úr verki sínu “Á rauðu ljósi” sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúskjallaranum.
Helga Lára Haarde, ráðgjafi og sálfræðingur
Hildur Vilhelmsdóttir, ráðgjafi
Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona.
Skrá þarf alla starfsmenn sem verða á sýningarbásunum.
Við útbúum sérstaka PASSA fyrir þá með nafninu þeirra og fyrirtæki.
Hverjum heilum bás fylgja 2 sýningarpassar með nafni starfsmanns.
Eftir að gestir ráðstefnunnar hafa borðað milli kl. 12:00 – 13:15 þá stendur þeim starfsmönnum sem eru með PASSA til boða að fara niður og borða.
Ef þið viljið hafa fleiri en 2 starfsmenn á básnum ykkar, þá kostar hver passi 10.000 kr.
Í fyrirlestrinum Náðu Árangri mun Ásdís Hjálmsdóttir Annerud Íslandsmethafi í spjótkasti tala um aðferðirnar sem hún nýtti sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorsnám á sama tíma. Fókusinn er á hvernig við getum fundið út hvaða útkomu við viljum fá, sett okkur markviss markmið til þess að komast þangað og þróað með okkur vinnings hugarfarið til þess að geta tekist á við pressu og mótlæti. Á þennan hátt getum við náð árangri á hvaða sviði sem er.
Dr. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þrefaldur Ólympíufari og starfar sem fyrirlesari.
Fyrirtæki á almennum markaði geta með einföldum hætti sótt um styrki vegna fræðslukostnaðar. Farið verður yfir hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn og hvernig fyrirkomulag sjóða sem standa að Áttinni virkar.
Í þessu erindi verður farið yfir hvernig stjórnendur geta kortlagt ferla sem tengjast fólki. Sýnt verður hvernig hægt er að keyra ferlana með og án notkun gervigreindar og ávinningin sem af því hlýst.
Um er að ræða praktísk dæmi sem varða alla framsýna stjórnendur.
Fyrirlesari er Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills.
Guðrún Lind mun fjalla um hvaða hlutverk ´leadership identity´ spilar fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að þrífast og ná árangri í síbreytilegum heimi.
Við erum öll með ´leader identity´, hvort sem við höfum stjórnendatitil eða ekki, sem hefur áhrif á hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir, leiðum okkur sjálf og höfum áhrif á aðra.
Erindið fjallar um hvernig við getum dýpkað skilning okkar á eigin sjálfsmynd til að tengjast mætti okkar, valdefla okkur sjálf og aðra. Við munum skoða hvað er ´leader identity´ og hvers vegna það skiptir máli fyrir árangur í forystu. Við leikum okkur með verkefni til að skerpa sjálfsmyndina og skoðum hvernig seigla og vellíðan tengjast sjálfsmynd þinni og samskiptafærni.
Þetta er einstakt tækifæri til að staldra við og skerpa sýn á því sem skiptir mestu máli – til að þrífast og ná árangri í síbreytilegu umhverfi.
Fyrirlesari er Guðrún Lind Halldórsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfi sem hefur unnið með hundruðum stjórnenda um allan heim. Hún rekur eigið fyrirtæki, Thrive REimagined, með aðsetur í Sviss, sem sérhæfir sig í að veita sérsniðnar lausnir fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni og byggja upp öflug teymi með markvissum hætti. Hún starfaði lengi sem stjórnandi á mannauðssviði í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og hefur víðtæka reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni á sviði fjölbreyttra mannauðsmálum, breytingum og stjórnun.