Skip to main content
All Posts By

sigrun

Setjum geðheilbrigði á dagskrá.

By Viðburðir

Dagur: 21. febrúar 2024

Tími: 16:00-17:30

Staður: Tryggingastofnun – TR, Hlíðarsmára 11, Kópavogi

Tryggingastofnun og Mental ráðgjöf bjóða félagsfólki í heimsókn.

Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf fjallar um geðheilbrigði á vinnustöðum og mikilvægi þess að opna á hreinskipta umræðu og taka nauðsynleg skref í átt að bættu geðheilbrigði starfsfólks.
Hólmfríður Finnsdóttir, mannauðsstjóri TR og Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR fjalla um árangursríkt samstarf TR og Mental og innleiðingu á viðbragðsáætlun TR sem ætlað er að skapa umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við geðheilsu starfsfólks.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

VINNUSTAÐAMENNING – fræðsluferð

By Viðburðir

Dagur: 21.-24. maí 2024

Staður: Hotel de Sterrenberg, Otterlo, Holland

INNGILDANDI VINNUSTAÐAMENNING

Fræðsluferð fyrir mannauðsfólk 21.-24. maí 2024 í Otterlo, Hollandi

Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um leiðir til að stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjörnu verðmætamati á vinnustaðnum. Farið verður yfir helstu ástæður og afleiðingar útilokandi vinnustaðarmenningar og fjallað um leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu starfsfólks gagnvart málaflokki jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar.

Námskeiðið verður haldið á fallegu hóteli við þjóðgarð í Hollandi. Í dagskránni verður svigrúm til að njóta nágrennisins gangandi og hjólandi og styrkja tengsl mannauðsfólks frá ólíkum vinnustöðum.

Verð m.v. einstaklingsherbergi, €1700,-
Verð m.v. tveggja manna herbergi, €1500,-

Innifalið í verði er námskeið, gisting, ferðir til og frá lestarstöð og máltíðir tilgreindar í dagskrá. Athugið að bókun og skipulag flugferða er á ábyrgð þátttakenda sjálfra.

DAGSKRÁ

Þriðjudagur 21. maí 2024

14.30     Innritun á Hotel de Sterrenberg

16.00     Kynning á dagskrá og samhristingur

18.00     Kvöldverður á Cépes

Miðvikudagur 22. maí 2024

08.30     Morgunverður

10.00     Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir

12.30     Hádegisverður

13.30     Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir

16.00     Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið

19.00     Kvöldverður á Cépes

Fimmtudagur 23. maí 2024

08.00     Morgunverður

10.00     Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Sóley Tómasdóttir

11.00     Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Helga Björg O. Ragnarsdóttir

12.30     Hádegisverður

13.30     Hvað ætlum við að gera við það sem við höfum lært?

16.00     Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið

Föstudagur 24. maí 2024

8.00       Morgunmatur
10.00     Heimferð

Skráning í ferðina

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Vinnustofa II – Áherslur í mannauðsmálum 2024

By Viðburðir

Dagur: 25. janúar 2024

Tími: 9:00-10:30

Staður: Hjá Dale Carnegie, Ármúla 11, Reykjavík

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á þessari vinnustofu munu fjórir ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi koma með innlegg um þessa þætti og í framhaldi af kynningu hvers þáttar verða umræður þar sem við tengjum þættina íslenskum vinnumarkaði.

Þessi seinni vinnustofa verður haldin 25. janúar 2024 í húsnæði Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð frá kl. 9:00-10:30.  Vinnustofan er staðbundin.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Nýjustu „trend“ í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum

By Viðburðir

Dagur: 21. febrúar 2024

Tími: 16:00-17:30

Staður: Tryggingastofnun TR, Hlíðarsmála 11, Kópavogi

Hver eru „nýjustu trendin“ í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum?
Tryggingastofnun býður félagsfólki Mannauðs í heimsókn til sín í Hlíðarsmára 11, Kópavogi.
Þar fjalla Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf og Hólmfríður mannauðsstjóri TR og Huld forstjóri TR um þessi mál og segja frá árangursríku samstarfi sínu.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Ekki heltast úr lestinni!

By Viðburðir

Dagur:  1. febrúar 2024

Tími: 17:00-19:00

Staður: Lækjartorg 5, 3. hæð.

Alda býður Mannauði í gleðistund (happy hour) og samtal um fjölbreytileika, inngildingu og tækni.
Við ræðum um hvernig gervigreind, rétt gögn, leikjavæðing og nýsköpun nýtist okkur í að bæta vinnustaðamenningu og ná raunverulegum árangri í inngildingu.

Alda er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að mæla, setja sér markmið og ná árangri í fjölbreytileika og inngildingu með inngildingarmælingum, aðgerðaráætlunum drifnum af gervigreind, leikjavæddri örfræðslu og markmiðasetningu.

?Árið 2024 byrjar með trompi en Alda hugbúnaðurinn var valinn á lista hins virta ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir á heimsvísu á sviði fjölbreytileika og inngildingar (DEI).

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og Sigyn Jónsdóttir, tæknistjóri og stofnendur Öldu, ræða við okkur um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta með hjálp nýjustu tæknilausna og gervigreindar náð raunverulegum árangri varðandi fjölbreytni og inngildingu – til skemmri og lengri tíma litið.

Þá fær félagsfólk einstakt tækifæri til að prófa leikjavædda örfræðslu Öldu, sjá inn í hugbúnaðarlausnina og taka lagið í glænýju karaoke herbergi þeirra ?

Léttar veitingar og drykkir í boði.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Nýjárs“KICK-OFF“ 2024

By Viðburðir

Dagur: 12. janúar 2024

Tími: 16:00-18:00

Staður: ADVANIA býður heim

Við ætlum að hefja nýja starfsárið með Nýjárspartý.  Efla tengslin, skapa ný og eiga skemmtilega stund saman.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Áherslur í mannauðsmálum 2024

By Viðburðir

Dagur: 24. janúar 2024

Tími: 13:00-14:30

Staður:  Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð, Reykjavík

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á þessari vinnustofu munu fjórir ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi koma með innlegg um þessa þætti og í framhaldi af kynningu hvers þáttar verða umræður þar sem við tengjum þættina íslenskum vinnumarkaði.

Vinnustofan verður haldin 24. janúar 2024 í húsnæði Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð frá kl. 13.00 til 14.30. Vinnustofan er staðbundin.

Skráning á vinnustofuna

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Hiring 101: Designing a Candidate Experience

By Viðburðir

Dagur: 30. nóvember 2023

Tími: 9:00

Staður: Kjarval í Austurstræti (Athugið að einungis 15 komast á vinnustofuna)

Hiring 101: Designing a Candidate Experience

Hiring 101: Designing a Candidate Experience is an interactive workshop exploring key aspects of recruitment: building connections, understanding do’s and don’ts, enhancing the brand experience, diving into Diversity, Equity, Inclusion, and Belonging (DEIB), using different lenses to view hiring practices, and recognising the power of privilege in recruitment.

Vinnustofunni stjórna:  Kathryn Gunnarsson, Thelma Kristín Kvaran og Jenna Kristín Jensdóttir verða með vinnustofuna

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Eru lífeyrismál mannauðsmál?

By Viðburðir

Dagur: 27. nóvember 2023

Tími: 10:00-11:00

Fjarfundur á TEAMS

Fáðu innsýn í hvað skiptir máli fyrir mismunandi hópa og hvar sé hægt að fá aðstoð og upplýsingar fyrir starfsfólk.

Á fundinum verða kynntar áhugaverðar niðurstöður Gallup könnunar um hvenær og hvernig starfsfólk óskar þess að minnka við sig eða hætta að vinna. Að auki var spurt hvort þeim væri kunnugt um hvernig starfslokastefna væri á vinnustaðnum.

Þá verður kynnt fræðslutorg LV þar sem finna má fræðslumyndbönd ætluð mannauðsstjórum eða þeim sem sjá um ráðningar, bókhaldi eða launavinnslu vegna iðgjaldaskila og svo almennt efni fyrir allt starfsfólk.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Jólabingó Mannauðs 2023

By Viðburðir

Dagur: 29. nóvember 2023

Tími: 17:30-19:00

Spilum bingóið í gegnum TEAMS og sérstaket bingóforrit

Jólabingó Mannauðs fyrir alla fjölskylduna hefur verið gríðarlega vinsælt.  Allir í fjölskyldunni mega spila með og fær hver og einn 2 spjöld til að spila með.  Við spilum í gegnum TEAMS með sértöku BINGÓ-forriti.
Einstaklega glæsilegir vinningar eru í boði.
Anna Claessen hjá Happy Stúdío stjórnar.

Skráning í jólabingóið

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.