Skip to main content
All Posts By

sigrun

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi

By Viðburðir

9. október 2018

Grand Hótel Reykjavík

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi sem slíku en einnig fræðsla um það að sjóðirnir eru ólíkir, sumir opnir aðrir lokaðir, og fyrir hvað þeir standa.

Vegferð Orkuveitu Reykjavíkur í Jafnréttismálum

By Viðburðir

6. september 2018

Orkuveita Reykjavíkur,
Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík.

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Stjórnendur og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur bjóða félagsmönnum til sín í heimsókn og ætla að miðla af reynslu sinni af vinnu þeirra með  jafnréttismálin.  Einnig ætla þau að segja okkur frá því hvernig vinna með gögn studdi vegferðina, hvað gekk vel, hvað þau ráku sig á og hvað mátti betur fara.

Dagskráin:

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR samstæðunnar.
– Stóra myndin – Af hverju er mikilvægt að láta sig jafnréttismál varða?
– Mikilvægi æðstu stjórnenda í hugarfarsbreytingu fyrirtækis.

Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsráðgjafi.
– Hvað höfum við gert varðandi jafnréttismál?
– Hvernig styður menning við þá vegferð?
– Hlutverk stjórnenda og mikilvægi þess að ná þeim með.

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind.
– Hvernig styðja gögn og greiningar við þessa vegferð, af hverju er mikilvægt að hafa gögn?
– Hvað höfum við lært í okkar vegferð? Hvaða mistök gerðum við sem aðrir þurfa ekki að gera?
– Hvað þarf að gera/vera til staðar til að hægt sé að greina gögn eftir kyni
– Hverju þarf að huga varðandi slíkar greiningar, hagnýtir punktar fyrir fyrirtæki.
-Hvernig er hægt að nota gögn til að fela kynbundinn launamun – eða hvað þarf að forðast?

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, eigandi Pay Analytics.

-Segir frá jafnlaunatólinu og hvað er nýtt við það, hvað er hægt að gera með tólinu sem fyrri aðferðir gátu ekki.
–          Hvernig nýtist tólið til að útrýma kynbundnum launamun?

Eru allir að róa í sömu átt?

By Viðburðir

31. maí 2018

Gamla Bíó

15:00-17:00

Eftir fundinn kveðjum við veturinn og fögnum vorinu í Petersen svítunni með léttum veitingum.

Kaupa miða

Sameiginlegur viðburður Mannauðs og Ímarks.

Hvernig vinna mannauðs- og markaðsdeildir saman að því að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi sem skilar árangri?

Dagskrá: 
15:00 -15:30
Fyrirtækjamenning sem samkeppnisforskot.
Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mannauðs og einn stofnenda Meniga.
15:30-16:00
VEITUR út á við og inn á við. 
Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Þjónustu og Sigrún Viktorsdóttir forstöðumaður Þjónustustýringar.
16:00 -16:30
Hlé
16:15-16:45
Hvernig má nýta starfsfólk í markaðssetningu, bæði innan og utanhús? 
Jón Skafti Kristjánsson, forstöðumaður Markaðsdeildar hjá Icelandair.
16:45-17:00
Samantekt fundarstjóra og umræður

Fundarstjóri:  Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, tryggingafélags.

Verð fyrir félagsmenn MANNAUÐS og ÍMARK er kr. 9.900,-.
Almennt miðaverð er kr. 13.900,-.

Fundurinn verður haldinn í Gamla Bíó milli 15:00-17:00.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar í Petersen svítunni.

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 – Ferlið hjá VIRK

By Viðburðir

15. maí 2018

VIRK, 4. hæð – Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

8:30 – 10:00
Byrjum með smá kaffi frá 8:30-9:00 fyrir þá sem vilja koma fyrr og spjalla.  Fundurinn byrjar kl. 9:00.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 – Ferlið hjá VIRK

Dagur:  15. maí 2018

Tími: 9:00  – 10:30

Staðsetning: VIRK 4. hæð – Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK og fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunkerfið segir frá reynslu sinni af vottunarferlinu.  VIRK fór í lokaúttekt þann 6. apríl sl. og fékk þá umsögn frá vottunarstofu að mælt væri með að VIRK myndi öðlast vottun og að engin frábrigði hefðu fundist.