Skip to main content
All Posts By

sigrun

Sáttamiðlun – Fræðsla um sáttamiðlun

By Viðburðir

Dagur: 2. maí 2019

Tími: 11:30-13:00

Staður: Bókasafn Kópavogs í Kópavogi

Lýsing

Á fundinum verður farið yfir eftirfarandi:

  • Hvernig nýtist sáttamiðlun sem verkfæri fyrir mannauðsstjóra?
  • Kostir þess að innleiða sáttamiðlun í ferla fyrirtækja
  • Notkun sáttamiðlunar á vinnustöðum – fyrst og fremst í höndum mannauðsstjóra?
  • Frekari fræðsla um sáttamiðlun, hvar er hægt að læra meira?
  • Spurningar og umræður

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. kynnir sáttamiðlun sem verkfæri fyrir mannauðsstjóra á hádegisfundi þann 2. maí 2019 frá 11:30-12:45

Hvar: Bókasafn Kópavogs, salur á 1. hæð.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Bylting í stjórnun! Hamingja@vinnustað

By Viðburðir

Dagur: 19. mars 2019

Tími: 11:30-13:00

Staður: Bryggjan Brugghús Veitingastaður, Grandagarði 8, 101 Reykjavík.

Lýsing

Í nútíma samfélagi er umhverfið í kringum okkur að þróast og breytast mjög hratt og í því felst mikil áskorun fyrir fyrirtæki.
Hvernig gengur þínu fyrirtæki að bregðast við breyttu umhverfi?
Er fókus á mannauðinn og menningu fyrirtækisins til að árangri?
Er hamingja á vinnustaðnum eða mikið álag og streita?

Á fundinum verður kynnt ný stjórnunaraðferð sem hefur það að leiðarljósi að skapa sveigjanlegri og meira skapandi vinnustað.

Fyrirlesarar: Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir, Manino.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Þróun fræðslu innan fyrirtækja

By Viðburðir

Dagur: 27. mars 2019

Tími: 8:30-10:00

Staður: Grand Hótel

Lýsing

Fræðslunefnd Mannauðs og Íslandshótel bjóða til morgunverðarfundar þann 27. mars á Grand Hótel.
Á fundinum mun Stefán Karl Snorrason hjá Íslandshótelum fjalla um uppbyggingu fræðslu og mannauðsmála hjá hótelkeðjunni.
Að því loknu munum við að efna til markvissra umræðna á borðum um helstu áskoranir sem fræðslu- og mannauðsstjórar standa frammi fyrir varðandi fræðslu í fyrirtækjum.

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi

By Viðburðir

Dagur: 28. febrúar 2018

Tími: 17:00-18:30

Staður: Höfuðstöðvar Sýnar (Vodafone) við Suðurlandsbraut

Lýsing:

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Dagskrá:
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2018
-Ákvörðun um árgjald 2019
-Lagabreytingar.
Tillaga að lagabreytingum:
3. grein eins og hún er í dag:
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Þeir sem stafa sem ráðgjafar hjá fyrirtækjum sem selja mannauðsþjónustu geta ekki verið félagsmenn.
Tillaga að breytingu á 3. grein.
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi og þeir sem sérhæfa sig í ráðgjöf eða sölu á mannauðstengdri þjónustu.
-Stjórnarkjör
-Kosning skoðunarmanna reikninga
-Önnur mál

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Pælingar um TREND og áherslur í mannauðsmálum árið 2019!

By Viðburðir

Dagur: 18. janúar 2019

Tími: 8:30-10:30

Staður: Hilton Reykjavík Nordica Hótel við Suðurlandsbraut.

Lýsing:

Miklar breytingar virðast vera framundan á vinnumarkaði og nýjustu fræðin segja að sú hæfni og þekking sem við búum yfir í dag verði orðin úrelt 2030.
Á þessum breytingatímum þarf mannauðsfólk að vera vel vakandi og fylgjast mjög vel með því nýjasta hverju sinni sem og þeim tækjum og tólum sem í boði eru.

Herdís Pála Pálsdóttir mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, ætlar að kynna fyrir okkur það nýjasta sem þekktir fræðimenn eru skrifa um þessi mál þessa dagana.
Eftir kynningu Herdísar verður smá hugarflugsvinna á hverju borði með það í huga að fá fleiri sjónarhorn og hugmyndir í tengslum við viðfangsefnið

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Bætt samskipti á vinnustað: Þróun og innleiðing samskiptasáttmála á Landspítala og aðrar leiðir til að bæta samskipti.

By Viðburðir

Dagur: 6. febrúar 2019

Tími: 8:30-10:00

Staður: Landspítalinn við Hringbraut (Hringsal Barnaspítala Hringsins).

Lýsing:

Á fundinum verður fjallað um samskipti á vinnustað, hvaða máli þau skipta fyrir árangur og líðan í starfi, og þá vegferð sem Landspítali hefur verið á frá upphafi árs 2018, með þróun og innleiðingu samskiptasáttmála innan spítalans. Í lok fundar gefst góður tími fyrir umræður félagsmanna um þróun samskipta á vinnustöðum og hvað mannauðsfólk getur gert til að bæta samskipti, með formlegum og óformlegum leiðum.

 

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Stafrænt námsefni fyrir starfsmenn fyrirtækja

By Viðburðir

14. nóvember 2018.

Fundurinn byrjar kl. 9:00.  Boðið verður upp á létt morgunkaffi frá kl. 8:30.

Staður: Iðan – fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Lýsing

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru um þessar mundir annað hvort að íhuga eða jafnvel langt komin með innleiðingu á fjarnámsumhverfi. Fræðsluhópur Mannauðs og Iðan, fræðslusetur boða til fundar þar sem fjallað verður um þetta.

Það sem öllu minna hefur verið rætt um er gæði þess efnis sem nýtt er í þessum kerfum. Staðreyndin er nefnilega sú að það er tiltölulega einfalt að setja upp og innleiða fjarnámskerfi en það er öllu flóknara að vinna efni þangað inn sem er allt í senn, vandað, gagnlegt og nýtir möguleika fjarkennslunnar. Það er ekki nóg að taka gamla efnið og flytja yfir á hinn nýja vettvang. Það þarf oftar en ekki að endurvinna efnið eða jafnvel búa til nýtt efni alveg frá grunni. Hvor leiðin sem er valin, kallar á undirbúning, aðstöðu, tækjabúnað og fjölbreytta þekkingu. Það má leiða að því getur að stærsta hindrunin í vegi vel heppnaðar innleiðingar og notkunar á fjarnámi verði sjaldnast fjarnámskerfið sjálft heldur kennslan og kannski fyrst og fremst námsefnið, sem í mörgum tilfellum er nánast sami hluturinn í fjarnámi.

Fræðsluhópur Mannauðs í samvinnu við Iðuna, fræðslusetur býður til fundar þar sem fjallað verður um námsefnisgerð með áherslu á myndskeið og fjarnámsumhverfi. Bent verður á fjölbreyttar leiðir til að setja saman og vinna námsefni með það í huga að efla sjálfstæði þeirra sem koma að slíkri vinnu. Einnig verður fjallað um margvíslegar lausnir og tækjabúnað, allt frá snjallsímum og spjaldtölvum upp í stúdíóvinnu.

Að lokum verður bent á fjölbreyttar leiðir til að sækja og nýta efni sem þegar er til og hentugan hugbúnað, bæði ódýran og dýrkeyptari. Eitthvað fyrir alla. Það er nefnilega hægt að gera ótrúlega vandaða og skemmtilega hluti með einföldum hætti.

Fyrirlesarar eru Sigurður Fjalar Jónsson og Fjóla Hauksdóttir frá Iðunni fræðslusetri.
Eftir kynninguna verður opin umræða þar sem m.a. Gerður Pétursdóttir frá Isavia og Íris Sigtryggsdóttir frá Advania deila reynslu sinni.
Einnig sýna Sigurður Fjalar og Fjóla „VERKFÆRAKISTUNA“ sem inniheldur ýmis tæki og tól sem hægt er að nota við námsefnisgerðina.

Fundurinn verður haldinn hjá Iðunni, fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.  Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 11:00.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jólagleði Mannauðs 2018

By Viðburðir

6. desember 2018

Veitingastaðurinn Nauthóll

17:00 – 19:30

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Jólagleði Mannauðs.
17:00-19:30

Jólagleði Mannauðs verður haldin á veitingastaðnum Nauthól, fimmtudaginn 6. desember og hefst kl. 17:00.

Á fundinum verður fjallað um það þegar málefni fyrirtækja verður umfjöllunarefni fjölmiðla og samfélagsmiðla  (efni eins og uppsagnir starfsmanna) og aðstöðumuninn á almennu starfsfólki og stjórnendum/mannauðsstjórum fyrirtækja í þeirri fjölmiðlaumræðu út frá trúnaði og persónuverndarlögunum.

Dagskrá:
17:00-18:30
Mannauðsstjórarnir Sólrún Kristjánsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík segja frá reynslu sinni.
Andrés Jónsson, almannatengill gefur góð ráð.
18:30-19:30
Tengslamyndun og léttar veitingar.

 

 

Kulnun í starfi, hverjar eru orsakir og hverjar eru afleiðingarnar?

By Viðburðir

25. október 2018

VIRK, Borgartúni

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Ertu komin(n) í þrot?   Fyrirlestur um KULNUN.

Linda Bára Lýðsdóttir, sálffræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK mun fjalla um fyrirbærið kulnun (burn-out), segja frá þróun kulnunar og reyna að svara fjölmörgum spurningum sem vakna þegar rætt er um kulnun eins og:
-Hvað er kulnun?
-Er kulnun til eða er þetta ekki bara birtingarmynd á einhverju öðru?
-Vitum við hver staða mála er hér á Íslandi varðandi algengi kulnunar?
-Afhverju telja sumir sig finna fyrir kulnun og ekki aðrir?
-Eru frekar konur sem finna fyrir kulnun?
-Hvað veldur kulnun?
-Er kulnun í tísku?