Dagur: 3. mars 2025
Tími: 9:15-10:15
Rafrænn fundur á TEAMs
Á fundinum mun Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur fjalla um seiglu, jákvæða sálfræði og hamingjuna.
Hvernig er hægt að styrkja seiglu og hvernig geta verkfæri jákvæðrar sálfræði helst nýst á sviði mannauðsmála á vinnustöðum.
Skráning á viðburð
Dagur: 24. janúar 2024
Tími: 13:00-15:00
Staður: Hjá Tryggingastofnun, Hlíðarsmára 11, Kópavogi
Mannauður, félag mannauðsfólks hjá ríkinu, í samstarfi við faghópa um ráðningar og mannauðsmál hjá ríkinu, stendur fyrir málþingi föstudaginn 24. janúar nk. Þema málþingsins er tækifæri og áskoranir í ráðningum innan ríkisgeirans. Á dagskrá verða fjölbreytt og fræðandi erindi sem varpa ljósi á ráðningarferlið frá mismunandi sjónarhornum, þar á meðal samanburð á ríki- og einkageira, hlutverk stoðþjónustu opinbera geirans og reynslu ráðningaskrifstofa. Markmið málþingsins er að skoða framkvæmd ráðninga hjá ríkinu, með áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem fylgja ferlinu. Fjallað verður um lagaramma opinbera geirans og hvernig hann mótar ráðningarferlið. Að auki verða ræddar spurningar eins og: Stuðlar núverandi umhverfi að því að hæfustu einstaklingarnir séu ráðnir, eða setur það hindranir og þá hverjar? Hvað er vel gert í ráðningarferli hjá ríkinu? Hvaða tækifæri eru til staðar til að bæta ráðningarumhverfi ríkisins? Málþingið er kjörinn vettvangur fyrir fagfólk í mannauðsmálum til að skiptast á hugmyndum, læra af reynslu annarra og stuðla að umbótum í ráðningum hjá opinbera geiranum.
Fundarstjóri Berglind Björk Hreinsdóttir, ráðgjafi hjá Kjarkur ráðgjöf.
Skráning á málþing
Dagur: 23. janúar 2025
Tími: 16:30-18:30
Staður: Hjá IKEA í Garðabænum
Nýársfagnaður Mannauðs 2025.
IKEA býður félagsfólki Mannauðs í heimsókn og þar ætlar félagið að fagna nýju ári með smá gleði og glæsilegum veitingum.
DAGSKRÁ
– Vaka Ágústsdóttir mannauðsstjóri IKEA mun segja okkur frá nýju breytingunum sem þau hafa verið að ganga í gegnum.
– Formaður Mannauðs, Adriana K. Pétursdóttir mun fara örstutt yfir liðið ár og þær áskoranir sem við stöndum fyrir á nýju ár.
– Sóli Hólm kemur í heimsókn með sitt vinsæla uppistand.
Skráning á viðburð
Dagur: 11. febrúar 2025
Tími: 9:00-11:00
Á þessu námskeiði ætlum við að læra um og ræða alls kyns mannauðstölfræði og mælingar, bæði einfaldar og flóknari mælingar og formúlur.
Við munum ræða saman um og svara m.a. eftirfarandi:
- Hvernig á að reikna út ýmsa algenga mannauðstölfræði, t.d. starfsmannaveltu, nýliðun o.fl.?
- Hvernig getum við tengt mannauðstölfræðina betur við rekstrarniðurstöður vinnustaðarins?
- Hvernig á að reikna út aðra flóknari mannauðstölfræði eins og t.d. arðsemi mannauðs?
- Hvernig má tengja saman ólíkar mælingar og tölur frá vinnustaðnum til að greina eigin trend, að sjá betur hvað er að gerast á vinnustaðnum?
- Hvað segja tölurnar okkur og hvernig má nýta þær til að taka betri ákvarðanir?
- Hvernig er hægt að koma sér upp góðu mannauðs-mælaborði – hvort sem til staðar er þróað mannauðskerfi, sjálfvirknivædd mælaborð eða ekki.
- Hvaða tölur hjálpa til við að ná eyrum fjármálastjóra og forstjóra?
- Samvinna með fjármáladeildum o.fl.
Á námskeiðinu eru engar spurningar vitlausar.
Meginmarkmið námskeiðsins er að gera fólk öruggara með mannauðstölfræði og mælingar, enda á mannauðsfólk oft mikið af gögnum sem nota má mun betur til að bæta yfirsýn og skilning á því hvað er að gerast, taka betri ákvarðanir og eiga betra samtal við aðra stjórnendur vinnustaðarins.
Í lok námskeiðs ættu allir að vera búnir að fá betri innsýn og skilning á mannauðstölfræði og læra alls kyns skemmtilegar formúlur.
Skráning á fjarfund
Dagur: 9. janúar 2025
Staður: Hjá Dale Carnegie í Ármúla 11, Reykjavík
Jón Jósafat Björnsson og Unnur Magnúsdóttir hjá Dale Carnegie bjóða félagsfólki á vinnustofu þar sem fjallað verður um þær helstu áherslur sem mannauðsfólk og stjórnendur þurfa að hafa í huga á nýju ári.
Skráning á vinnustofu
Dagur: 30. janúar 2025
Tími: 9:00-10:00
Staður: Hjá VIRK, Borgartúni 18, 105 Reykjavík
Hvernig stuðlar mannsauðsfólk að farsælli endurkomu inn á vinnumarkaðinn?
VIRK býður mannauðsfólki úr atvinnulífinu á fræðandi og hvetjandi morgunverðarfund þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu. Teymið á bak við atvinnutengingu VIRK, ásamt sérfræðingum, deilir reynslu og verkfærum til að auðvelda fyrirtækjum að taka vel á móti starfsfólki aftur til starfa, jafnt nýju sem gömlu.
Á fundinum verður sérstaklega horft til ólíkra þarfa einstaklinga, hvort sem þær tengjast líkamlegum eða andlegum hindrunum, hvort skert starfsgeta sé til staðar eða lítil starfsreynsla á vinnumarkaði. VIRK kynnir sína nálgun og þjónustu, með áherslu á mikilvægi stuðnings og samvinnu mannauðsfólks.
Að lokum: Atvinnulífstenglar VIRK verða til staðar fyrir spjall og umræður. Þetta er kjörið tækifæri til að læra meira og spyrja beint út í möguleika á samstarfi við VIRK.
Dagskrá
- Atvinnutenging – brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs. Hrönn Hinriksdóttir hópstjóri atvinnulífstengla.
- Hvernig komum við auga á starfsmenn sem eru að ströggla í vinnunni? Jónína Waagfjörð sviðsstjóri ráðgjafar- og atvinnutengingar.
- Hagnýt ráð fyrir farsæla endurkomu til vinnu – styðjandi þættir vinnuumhverfis. Guðrún Rakel Eiríksdóttir sviðsstjóri forvarna.
Morgunhressing í boði frá 08:45 en dagskrá hefst kl. 09:00.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara – fáðu innsýn í hvernig þú getur lagt þitt af mörkum til að skapa sterkara vinnuumhverfi fyrir öll!
Dagsetning: 30. janúar 2025
Tímasetning: 09:00-10:00
Staðsetning: Borgartún 18, 105 Reykjavík
Skráðu þig núna og tryggðu þér sæti!
Skráning á fundinn
Dagur: 4. desember 2024
Tími: 17:30-18:30 (klukkutími)
Rafrænt á TEAMS
Jólabingó fyrir alla fjölskylduna. Ótrúlega margir og stórglæsilegir vinningar. Allir í fjölskyldunni mega spila með.
Bingóhlekkur og fundarhlekkur sendur þegar nær dregur.
Anna Claessen hjá Happy Stúdíó stjórnar.
VINNINGAR:
-FLYOVER ICELAND – gjalfabréf
-ARCTIC ADVENTURES GROUP – 3 gjafabréf (Snorklað í Silfru, Into the Glacier og Rauðhólshellir)
-KJARNAFÆÐI / NORÐLENSKA – jólakjötið (hangikjöt, hamborgahryggur og heiðalambalæri)
-ISLANDIA – 2 gjafabréf (Snjósleðaferð og Jökulganga)
-DALE CARNEGIE – gjafabréf
-SKY LAGOON – gjafabréf í lónið
-LAUGAR SPA – gjafabréf í Betri Stofuna
-BRIKK – föstudagskaffi fyrir 20 manns
-BLÁA LÓNIÐ – gjöf
-ÍSLANDSHÓTEL/FOSSHÓTEL – gjafabréf
-ÚTILÍF – gjöf
-BORGARLEIKHÚSIÐ – gjafabréf
-BIOEFFECT – gjöf
-MYLLAN-ORA – gjafabréf og jólakökur
-ARENA GAMING – gjafabréf
-SMÁTRÉ – gjöf (Lágtré með perluböndum)
AUKAVINNINGAR: Jólahúfur með ljósaseríu og jólasælgætispokar frá NÓA.
Öll börn sem taka þátt (þó þau vinni ekki, frá jólasælgætispoka frá NÓA
Skráning á viðburð
Dagur: 4. desember 2024
Tími: 9:15-10:00
Rafrænn fundur á TEAMS
Bergur Ebbi, framtíðarfræðingur, leikari, uppistandari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistamaður og lögfræðingur býður félagsfólki í spjall um „Húmor og mikilvægi jákvæðni og gleði í starfsmannahópnum“.
Bergur Ebbi er einn af reyndustu uppistöndurum landsins og hefur áralanga reynslu af fyrirlestrahaldi jafnt alvarlegur sem gamansömum.
Skráning á viðburð
Dagur: 27. nóvember 2024
Tími: 9:00-11:30
Staður: Grand Hótel Reykjavík
Verðmæti lífeyrisréttinda
Hvaða réttindi fær starfsfólk með greiðslum í lífeyrissjóð?
Hvaða valkostir eru í boði?
Hvaða verðmæti felast í þeim fyrir fólkið þitt?
Fundarstjóri: Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður hjá Arion banka.
Dagskrá
9:00 Gestir boðnir velkomnir
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
9:10 Hvaða verðmæti felast í lífeyrisréttindum?
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins.
9:30 Hvenær og hvernig býðst fólki að fara á eftirlaun?
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
9:50 Kaffihlé
10:00 Vill fólk hætta að vinna fyrr eða seinna?
Hildur Hörn Daðadóttir, formaður fræðslunefndar LL og forstöðumaður rekstrarsviðs LV
10:20 Reynslusögur fyrirtækja og stofnana
- Brynja Gröndal, mannauðsstjóri Arion banka
- Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS
- Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðs- og stefnustjóri BYKO
- Bergrún L. Sigurjónsdóttir, mannauðsstjóri Vinnueftirlitsins
11:00 Umræður í 6-8 manna hópum og kynning
11:25 Samantekt fundarstjóra og fundi slitið.