Skip to main content
All Posts By

sigrun

Velvirk í starfi – Getur vellíðan starfsfólks verið lykill að öflugum vinnustað?

By Viðburðir

Dagur: 7. september 2022

Staður: Borgartún 18, Reykjavík

Klukkan: 9:00-10:00

Getur vellíðan í starfi verið lykill að öflugum vinnustað?
VIRK býður félagsfólki í morgunkaffi í Borgartún 18, Reykjavík.

Dagur og tími: Miðvikudagur 7. september kl 09.00 – 10.00. Veitingasalur VIRK Borgartúni 18, Reykjavík.

Sérfræðingar á forvarnarsviði VIRK kynna nýtt efni tengt líðan, streitu og starfsþróun á www.velvirk.is sem getur nýst mannauðsstjórum sem öðrum stjórnendum.

Fyrirlesarar verða Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri á forvarnarsviði VIRK og
Líney Árnadóttir, sérfræðingur á forvarnarsviði VIRK.

Skráning á morgunfund hjá VIRK

VIRK býður félagsfólki í morgunkaffi og kynnir starfsemi félagsins.

Morgunfundur hjá Gallup. Eru allir að hætta?

By Viðburðir

Dagur:  9. júní 2022

Tími:  9:00-10:00

Staður: Lyngháls 4, Reykjavík

Mannauðsrannsóknir og ráðgjöf Gallup bjóða félagsfólki Mannauðs að kíkja í morgunkaffi.

 

Eru allir að hætta?
Tómas Bjarnason sviðsstjóri hjá Gallup kynnir niðurstöður úr nýrri könnun um starfsleit og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði.

Að skapa helgun með hugarfari grósku
Sóley Kristjánsdóttir og Auðunn Gunnar Eiríksson sérfræðingar hjá Gallup veita innblástur í stjórnenda að þvía ð stuðla að helgun starfsfólks.

Fundurinn verður haldinn hjá Gallup á Lynghálsi 4, Reykjavík og hefst kl. 9:00.

Skráning á viðburð

Thor (Þórhallur Flosason) hjá PepsiCola. Head of Global Learning Operations.

By Viðburðir

Dagur: 31. maí 2022

Klukkan: 12:00

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Thor (Þórhallur Flosason)  Head of Global Learning Operations hjá PepsiCola.
Erindi Thors heitir: Tímarnir breytast og mannauðurinn með: Fræðsla og þjálfun í fyrirtækjum á óvissutímum.

Ykkur er velkomið að bjóða stjórnendum ykkar og samstarfsfólki á fundinn.  Allir þurfa að skrá sig í skráningarkerfinu.

Skráning á viðburð

NEW WORLD? NEW JOBS AND NEW LEADERSHIP

By Viðburðir

Dagur: 20. maí 2022

Tími: 7:30 – 9:00

Fjarfundur.  Nánari upplýsingar og skráning:  https://www.eapm.org/new-world

Paolo Gallo is a Futurist and recognized Global Expert in Human Capital, Future of Work, Leadership 4.0, Energy Management and is ICF certified Executive Coach. Paolo is Adjunct Professor in Leadership & Organizational Behavior at SDA Bocconi University, Milan. He is the Founder of “Compass Consulting” and has been the Executive coach of more than 100 Senior Executives from 20+ countries including several CEOs.

Paolo Gallo has served as Chief Human Resources Officer at the World Economic Forum in Geneva and has also been Chief Learning at The World Bank in Washington DC and Director of Human Resources at the European Bank for Reconstruction and Development in London, with prior experience at the International Finance Corporation in Washington DC and at Citi- group in London, New York and Milan, his home town. He is also a board member of selected companies.

Skráning á viðburð fer fram á vefnum: eapm.org/new-world

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2022

By Fréttir

Dagur: 20.05.2022

Tími: 17:00-19:00

Staður:  Tilkynnt þegar nær dregur

Við bjóðum til vorfagnaðar í tilefni Alþjóðlega mannauðsdagsins 2022 sem haldinn verður hátíðlegur um allan heim.

Skráning á vorfagnað Mannauðs 2022

Páskabingó fjölskyldunnar 2023

By Viðburðir

Dagur: Miðvikudagur 29. mars 2023

Fjarbingó í gegnum TEAMS kl. 17:30-18:30.

Allir í fjölskyldunni geta spilað með og hver og einn fær 2 spjöld til að spila með.  Hér er hlekkur þar sem þú getur náð í spjaldið. https://mfbc.us/v/n98erj8

Í vinninga eru PÁSKAEGG og PÁSKAEGG og PÁSKAEGG.
Ef fleiri en 1 fær Bingó á sama tíma er dregið.
Þeir sem ekki fá aðalvinninginn sem er stórt páskaegg, fá minna páskaegg í aukavinning.

Nánari leiðbeiningar verðar sendar þegar nær dregur.

Skráning á viðburð

Nýtt og gjörbreytt ráðningarumhverfi eftir COVID! Morgunverðarfundur.

By Viðburðir

Dagur: 12. maí 2022

Tími: 9:15-10:30

Fundarstaður: LS Retail, Hagasmára 3, Kópavogur

Vaka Ágústsdóttir ráðningar- og þjálfunarstjóri hjá LS Retail segir frá því hvernig Covid breytti ráðningum á einni nóttu.  LS Retail starfar í alþjóðlegu umhverfi og þessar áskoranir eru eins út um allan heim.
Hún fer í gengum það hvað hefur breyst og hvaða nýju áskoranir og áherslur  eru framundan.

Skráning á morgunverðarfund hjá LS Retail

Kynning á niðurstöðum Nordic HR Survey 2022

By Viðburðir

Dagur: 27. apríl 2022

Tími: 9:15-10:45

Fjarfundur á TEAMS

Bjørnar Løwe Skas  frá Ernst & Young, kynnir niðurstöður Nordic HR Survey 2022.  Könnunin er gerð meðal mannauðsfólks á öllum Norðurlöndunum.

Skráning á viðburð

„Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar“. Vinnustofa um „nýjustu trendin“ 2022.

By Viðburðir

Dagur: 30. mars 2022

Tími: 9:00-11:30

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (hjá Akademias)

Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar.

Til að halda áfram að vinna úr því sem helstu fræðimenn og gúrúrar á sviði mannauðsmála eru að segja þessa dagana og þess sem þeir eru að hvetja mannauðsfólk til að einbeita sér að núna ætlum við að koma saman á vinnustofu og skoða hvernig við getum útfært og innleitt þetta á okkar vinnustöðum.

Vinnustofan verður í tveimur hlutum:

  1. Hvernig gerum við vinnustaðinn ómótstæðilegan – til að laða að og halda í fólk, á sama tíma og valdahlutföll breytast og væntingar og kröfur fólks aukast. Stuðst verður við nýja nálgun frá Josh Bersin en hann hefur sett fram 20 atriði til að gera vinnustaði ómótstæðilega og auka helgun (e. engagement) starfsfólks – hvernig getum við útfært þessi atriði og innleitt á okkar vinnustöðum?
  2. Hvernig styðjum við betur við stjórnendur í sínum hlutverkum og hvernig fáum við þá betur með okkur í að vinna að því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan. Nokkur áberandi hefur verið upp á síðkastið í greinum erlendra fræðimanna skilaboð þeirra um að almennir stjórnendur verði að vinna betur með mannauðsdeildum í að laða að, halda í og efla hæft fólk.

Herdís Pála verður með stutt innlegg í upphafi hvors hluta vinnustofunnar, svo verður farið í hugmyndavinnu í hópum. Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.

Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að gera vinnustaði ómótstæðilega, auka helgun og efla leiðtoga.

Vinnustofan verður haldin 30. mars, kl. 9-11:30.

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (í húsnæði Akademias)

Skráning á viðburð

Atvinnutækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu

By Fréttir

Dagur: 2. nóvember 2022

Tími: 9:15-10:15

Morgunverðarfundur haldinn hjá Samkaupum (fundarsalurinn „Betri stofan“ í Firðinum í Hafnarfirði)

Málstofa um „Atvinnutækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu“.
Framsögu sjá þær um, Gunnur Líf Gunnarsdóttir frá Samkaupum og Sara Dögg frá Þroskahjálp.

Skráning á viðburð