Skip to main content
All Posts By

sigrun

Ziik samskiptakerfið

By Viðburðir

Dagur: 27. mars 2025

Tími: 9:00-10:00

Fjarfundur á TEAMS

Þórsteinn Ágústsson framkvæmdastjóri Ziik á Íslandi mun kynna Norræna samskiptakerfið og samfélagsmiðlininn fyrir vinnustaði Ziik.

Þórsteinn mun fara í gegnum helstu sameiginlegu eiginleika Ziik og Workplace eins og smáskilaboð, hópa, fréttaveitu, geymslu fyrir verkferla og þekkingu og viðburði en einnig aðra viðbótar eiginleika. Eins og  aðlögun að eigin vörumerki og útliti vinnustaðarins, lestrar staðfestingum, öflugum API til að tengjast öðrum kerfum ásamt mörgu fleira.

Einnig fer hann yfir hvernig er hægt að flytja gögn og notendur á milli kerfana.

Skráning á fjarfund

Nemendur í starfsþjálfun

By Starfaauglýsingar

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða nýútskrifaða nemendur úr mannauðstengdu námi til að komast í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum félagsins.
Einnig gefst fyrirtækjum tækifæri til að láta gott af sér leiða með því að aðstoða nýútskrifaða nemendur, fá í leiðinni innsýn inn í það sem verið er að kenna hverju sinni og geta nýtt starfkrafta nemendanna.

Vil taka nemanda í starfsþjálfun

Kynning á Viva Engage.

By Viðburðir

Dagur: 19. mars 2025

Tími: 9:00-09:45

Rafrænn fundur

Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskiptastjóri Advania, munu kynna ferli Advania við að finna arftaka fyrir Workplace. Þær munu ræða hvernig þau báru saman ólíkar vörur, hvaða viðmið og kröfur þau höfðu í huga, og af hverju Viva Engage varð fyrir valinu.  Einnig verður farið í gegnum innleiðingarferlið, áskoranir sem þau stóðu frammi fyrir og hvernig þau leystu þær.

Skráning á viðburð

Stefnur vinnustaða við starfsfólk sem eru þolendur heimilisofbeldis

By Viðburðir

Dagur: 5. maí 2025

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS (Fundarhlekkur sendur þegar nær dregur)

Á fundinum mun Adriana K. Pétursdóttir formaður Mannauðs og framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Rio Tinto ásamt sérfræðingi og ráðgjafa frá Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur obeldis og veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis ræða þessi mál.
Einnig verður fjallað um stefnur fyrirtækja í þessum málum og mikilvægi þess að til séu stefnur sem hægt er að fara eftir.

Skráning á viðburð

Hvernig hlustum við á teymi?

By Viðburðir

Dagur: 8. apríl 2025

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMs

Hvernig hlustum við á teymi?

Örn Haraldsson, teymisþjálfari og markþjálfi (ACTC,PCC) fjallar um teymi, hvernig við hlustum á teymi , algengar áskoranir og teymisþjálfun.

Við förum yfir hvað felst í að hlusta á teymi og glímum við spurningar eins og:

– Hvernig getur misgóð hlustun litið út?

– Hvaða sjónarhorn þurfum við hafa?

– Í gegnum hvaða linsur horfum við?

– Hvernig beitum við okkur til að heyra og skynja teymið í heild sinni?

– Hversu meðvituð þurfum við að vera um okkur sjálf, okkar ástand, hugsanir og hlutdrægni.

Skráning á fjarfund

Páskabingó fjölskyldunnar

By Viðburðir

Dagur: 2. apríl 2025

Tími: 17:30-18:30

RAFRÆNT BINGÓ Á TEAMS

Rafrænt PÁSKABINGÓ allrar fjölskyldunnar.
Allir mega spila með.
Glæsileg stór páskaegg í aðalvinninga og minni páskaegg í aukavinninga.
Öll börn sem spila með fá lítið páskaegg.

Skráning á viðburð

Hver ert þú sem stjórnandi – og hvernig upplifa aðrir þig?

By Viðburðir

Dagur: 7. maí 2025

Tími: 9:15-10:00

Fjarfundur á TEAMS

Hver ert þú sem stjórnandi – og hvernig upplifa aðrir þig?

Við höfum öll ´leader identity´ (óháð titli) – hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir og höfum áhrif á aðra. En oft er munur á því hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig aðrir upplifa okkur. Þessi gjá getur hindrað árangur í leiðtogahlutverkinu og haft keðjuverkandi áhrif á teymi og fyrirtæki í heild.

Í þessu erindi mun Guðrún Lind fjalla um:

  • Hvernig þú skerpir skilning á eigin ´leader identity´ og þróar áfram markvisst.
  • Mikilvægi þess að fá innsýn í hvernig aðrir upplifa þig.
  • Hvernig þú nýtir þessa þekkingu til að efla leiðtogafærni, seiglu og áhrif í forystu.

Þetta er einstakt tækifæri til að staldra við og skerpa sýn þína á það hver konar leiðtogi þú ert – og hver þú vilt verða.

Fyrirlesari er Guðrún Lind Halldórsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfi sem hefur unnið með hundruðum stjórnenda um allan heim. Hún rekur eigið fyrirtæki, Thrive REimagined, með aðsetur í Sviss, sem sérhæfir sig í að veita sérsniðnar lausnir fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni og byggja upp öflug teymi með markvissum hætti. Hún starfaði lengi sem stjórnandi á mannauðssviði í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og hefur víðtæka reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni á sviði mannauðsmála, stjórnun og breytingastjórnun.

Skráning á viðburð

Launajafnrétti og launagagnsæi.

By Viðburðir

Dagur: 17. mars 2025

Tími: 10:00-11:30

Staður: Borgartún 23, 3. hæð (Í húsnæði Akademias) og í streymi

Ný Evróputilskipun um launagagnsæi – Áhrifin á Ísland!
Í maí 2023 var Evróputilskipun um launagagnsæi samþykkt í Evrópuþinginu en hún mun taka gildi í júní 2026 í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Innan sambandsins er undirbúningur í fullum gangi en enn er óljóst með hvaða hætti hún mun koma til áhrifa á Íslandi en hún er sem stendur í skoðun hjá EFTA ríkjunum. Á þessum fundi er ætlunin að kynna Evróputilskipunina fyrir mannauðsfólki og hvaða breytingar hún er að boða í tengslum við laun og launamyndun á vinnustöðum til framtíðar. Dr. Margrét Bjarnadóttir sem kom að vinnu við undirbúning tilskipunarinnar mun segja okkur frá aðdraganda hennar og hvaða breytingar hún felur í sér. Harpa Lilja Júníusdóttir mun segja okkur frá meistaraverkefni sínu sem fjallar um launagagnsæi og hver möguleg áhrif hennar gæru orðið hérlendis. Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra á Jafnlaunastofu mun segja okkur betur frá virðismati starfa og tilraunaverkefni sem hefur verið unnið á vegum Forsætisráðuneytisins.

Að loknum erindum mun panell með fagfólki sitja undir svörum en hann skipa Bjarki Þór Iversen, mannauðsstjóri ÍSTAK, Drífa Sigurðardóttir, Ráðgjafi hjá Attentus, Martha Lilja Olsen, Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir.

Fyrirlesarar:

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og dósent við Viðskiptaháskólann University of Maryland.
Margrét fékk nýlega fálkaorðuna fyrir framlag sitt til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
Margrét mun segja frá
Evróputilskipun um launagagnsæi.

Harpa Lilja Júníusdóttir, mannauðsstjóri hjá Set.
„Gagnsæi er grunnur að betra trausti“ – Er launagagnsæi handan við hornið? Harpa kynnir niðurstöðu rannsóknar meistaraverkefnisins síns.

Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnlaunastofu.
Helga mun segja frá tilraunaverkefni um virðismat starfa.

Fundarstjóri:
Víðir Ragnarsson, forstöðumaður viðskiptaþjónustu PayAnalytics

Skráning á viðburð

Snúum þróuninni við!

By Viðburðir

Dagur: 20. mars 2025
Kl. 9:15-10:15

Rafrænn fundur á TEAMS

Ónýttur mannauður – Hagnaður af eldri starfsmönnum.

Eldri starfsmenn búa yfir dýrmætri reynslu, stöðugleika og sterku vinnusiðferði og með markvissri nýtingu þeirra má minnka þjálfunarkostnað, auka gæði og bæta fyrirtækjamenningu. Sveigjanleg starfshlutverk, mentorarhlutverk og tækniþjálfun geta hámarkað frammistöðu þeirra.
Fyrirtæki sem nýta sér þessa auðlind geta skilað af sér betri afkomu, minni starfsmannaveltu og aukinni samkeppnishæfni.

Í fyrirlestrinum mun Linda Baldvinsdóttir fara yfir það hvað íslenskar og erlendar rannsóknir segja um þetta málefni.

Skráning á viðburð

Workvivo – kynning

By Viðburðir

Dagur: 28. febrúar 2025

Tími: 9:15-10:15 – Rafrænt á TEAMS

Kynning á Workvivo samskiptakerfinu/samfélagsmiðlinum fyrir vinnustaði, arftaki Workplace?

Crayon á Íslandi og fulltrúar Workvivo kynna lausnina þá möguleika sem hún býður upp á.

Eins og fram hefur komið hefur Meta ákveðið að leggja Workplace á hilluna. Þau tíðindi komu mörgum á óvart enda verið sú lausn sem hefur einna best leyst þörf fyrirtækja hérlendis fyrir lifandi innri samfélagsmiðil sem nær til allra starfsmanna. Hvort sem um framlínufólk eða starfsfólk með fasta vinnustöð er að ræða. Það liggur fyrir að nú þarf að skoða hvaða lausn henti best til að leysa Workplace af hólmi.

Eins og fram kom í tilkynningu Meta á þá varð Workvivo fyrir valinu sem þeirra eini samstarfsaðili við útleiðingu Workplace. Workvivo er sú lausn sem er hvað mest sambærileg, fer jafnvel fram úr eiginleikum, viðmóti, tengimöguleikum Workplace og ekki síður þegar kemur að því að viðhalda fyrirtækjamenningu og jákvæðri upplifun notenda. Nú þegar er virkni til staðar í báðum kerfum sem gerir flutning ganga á milli lausnanna snuðrulausan, hvort sem flytja á öll gögn eða hluta þeirra.

Crayon á Íslandi er eini samstarfsaðili Workvivo hérlendis og hefur nú þegar verið mörgum fyrirtækjum og stofnunum innanhandar sem hafa valið lausnina til að taka við af Workplace.

Á fundinum munu Ólafur Borgþórsson frá Crayon,  Anna Heffernan og Evelyn O‘Flynn frá Workvivo kynna lausnina.

Kynningin fer fram á ensku.

Skráning á viðburð