Skip to main content
All Posts By

brynjar

Jólafundur – myndum tengsl

By Viðburðir

 Dagur: 7. desember

Tími: 17:00 

Staður: Ölgerðin, Grjóthálsi

Lýsing

Jólafundur félagsins verður haldinn hjá Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11, Reykjavík, fimmtudaginn 7. desember og hefst kl. 17:00.
(athugið ekki í Björtu loftum í Hörpu – eins og áður var auglýst).

Félagar okkar í Ölgerðinni ætla að bjóða okkur í jólabjórinn sinn og jólaölið og að sjálfsögðu þiggjum við boðið með þökkum.

Fundurinn verður óformlegur, þ.e. engin skipulögð dagskrá. Bara góður félagsskapur, góðar veitingar og skemmtilegt UPPISTAND.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Nýjar kröfur og breyttur heimur en hvað svo?

By Viðburðir

Dagur: 23. nóvember

Tími: 8:30 – 09:30

Staður: Capacent, Ármúla

Lýsing

Mannauðsráðgjafar Capacent hafa mikið velt fyrir sér stöðu mannauðsstjórnunar og framtíðarsýn nú á tímum mikillar gerjunar í atvinnulífinu. Sú gerjun endurspeglast vel í áherslum Mannauðsdagsins sem í fyrra var helgaður samspili mannauðs og stjórnunar. Í ár er okkur í fersku minni afar forvitnileg umfjöllun um framtíð starfa.

Óhætt er að segja að í bæði skiptin hafi hugvekjurnar verið frábærar. Góðar hugvekjur vekja oft spurningar og gjarnan fleiri en svörin sem þær gefa.

Eins og vænta má af ráðgjöfum þá eru þau hjá  Capacent alltaf að brjóta heilann um hvernig hægt er að byggja á nýrri þekkingu. Þau eru meðal annars að leita svara við spurningum um hvernig bæta megi samband mannauðs og stjórnunar og þannig búið okkur undir óræða framtíð starfa.

Capacent langar að bjóða félagsmönnum í morgunkaffi, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 8.30 – 9.30 í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 í Reykjavík.

Þar vilja þau deila með okkur afrakstri af greiningarvinnu og upplýsingaöflun sem þau hafa legið yfir það sem af er ári. Þau vilja segja okkur frá þeirra niðurstöðum og heilabrotum. Heimurinn er að breytast en „hvað svo?“

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Sáttamiðlun í mannauðsstjórnun

By Viðburðir

Dagur: 9. nóvember 2017

Tími: 12:00

Staður: Caruso, Austurstræti

Lýsing

SÁTT – félag fagfólks sem vinnur við lausn ágreiningsmála, býður  til sérstaks fræðslufundar sem haldinn er í samstarfi við Flóru, félag mannauðsstjóra á Íslandi. Umræðuefnið að þessu sinni er „sáttamiðlun í mannauðsmálum“. Til þess að byrja umræðurnar munum við fá erindi frá Jóhönnu Ellu Jónsdóttur, mannauðsstjóra á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands en  hún mun deila með okkur hvernig hún hefur notað sáttamiðlun í sínum störfum.
Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og formaður Sáttar leiðir fundinn.

Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Caruso,  Austurstræti 22, 101 Reykjavík,  þann 9. nóvember og hefst kl. 12:00.  Hægt verður að kaupa sér veitingar af hádegsmatseðli þeirra.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Stjórnun breytinga – hvers vegna mistekst okkur?

By Greinar

Að leiða breytingar er vandasamt verk og er oft eitt af flóknari verkefnum sem stjórnendur fyrirtækja takast á við. Mikið hefur verið skrifað um breytingastjórnun síðastliðinn 50 ár og finna má tugi þúsunda bóka um það efni. En þrátt fyrir það mistekst fyrirtækjum oftar en ekki þegar kemur að breytingastjórnun.

Ein algengustu mistök sem gerð eru við breytingastjórnun er sú að þörfinni á breytingum er ekki komið nægilega skýrt á framfæri við þá sem breytingarnar varða. Fyrir því geta verið margrar ástæður og sem dæmi vanmeta stjórnendur oft á tíðum hversu erfitt getur verið að fá starfsmenn til að fara út fyrir þægindarammann. Stjórnendur geta jafnframt hræðst að opinbera veikleika fyrirtækisins hvort sem um er að ræða að verða undir í samkeppni,  tölvukerfið styðji ekki við starfsemina lengur eða að breytingar fela það í  sér að snúa þarf við fyrri ákvörðunum stjórnenda sem þeir standa vörð um. Til þess að breytingaferli gangi vel þarf opið og hreinskilið samtal um það hvers vegna nauðsynlegt er að gera breytingar og hvaða afleiðingar það geti möguleg haft að halda áfram í óbreyttri mynd.

Önnur algeng mistök er skortur á framtíðarsýn og jafnvel þó að framtíðarsýnin sé til staðar þá er henni ekki komið á framfæri við þá aðila sem breytingarnar snerta þ.e. starfsmanna sem oft þurfa að færa skammtímafórnir. Ef við höfum ekki skýra sýn á þá niðurstöðu sem við erum að stefna að þá munu stór breytingaverkefni fljótt breytast í lista af samhengislausum verkefnum t.a.m 360° matið frá mannauðsdeildinni, gæðaverkefnið í þjónustudeildinni og nýju ferlarnir í fjármáladeildinni verða eitthvað sem er heftandi og hindrandi frekar en virðisaukandi. Til eru dæmi um það að fyrirtæki hafa farið af stað með umbótaverkefni, undir því yfirskyni að ef farið er af stað með nógu mörg „rétt“ umbótaverkefni þá hljóti þau að skila sér í bættri frammistöðu fyrirtækisins. Gagnleg þumalfingursregla er að ef þú getur ekki lýst framtíðarsýninni á u.þ.b. 5 mínútum þannig að viðmælandi sýni skilning og áhuga þá þarf að huga betur að þeim hluta breytingarferlis.

Mannauðsstjórar og mannauðsdeildir hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að breytingastjórnun en ábyrgð á verkefninu þarf að vera skýr. Stór umbótaverkefni byrja oft á tíðum hjá einum eða tveimur aðilum innan fyrirtækis en til þess að breytingar nái fram að ganga þarf að virkja stuðningsmenn víða úr fyrirtækinu. Fyrirtæki þurfa að byggja upp hæfni stjórnenda sinna til að leiða breytingar. Það er ekki vænlegt til árangurs að úthýsa breytingastjórnun alfarið til mannauðsdeildar eða utanaðkomandi ráðgjafa.

Mikilvægur þáttur til að huga að er hvernig við miðlum upplýsingum til starfsmanna. Það eru algeng mistök að nýta sér eina til tvær aðferðir við upplýsingamiðlun t.d. upplýsingafundi og tölvupósta. Hér þarf að nýta fjölbreyttar leiðir til upplýsingamiðlunar, innrivef, fréttabréf, starfsmannasamtöl og óformlega tengslanetið innan fyrirtækisins og hvert tækifæri til að ræða á hvaða vegferð fyrirtækið er.

Þegar mikil vinna hefur verið lögð í breytingaverkefni er freistandi að lýsa yfir sigri og allar vísbendingar um að breytingarnar séu að skila árangri eiga það til að vera ofmetnar. Samskipti þeirra sem leiða breytingarnar og þeirra sem spyrna við fótum verða til þess að krafan um siguryfirlýsingu verður háværari og erfiðara verður að standast hana. Það er því mikilvæg að hanna inn í breytingaferlið kerfi þar sem smáum sigrum er fagnað en varast það að lýsa því yfir að verkefninu sé lokið. Breytingastjórnun er hvoru tveggja langhlaup og hindrunarhlaup á sama tíma.

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórn Flóru 2016 – 2017

By Fréttir

Ný stjórn Flóru var kosin á síðasta aðalfundi félagsins.

Stjórnina skipa:

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, Háskólanum í Reykjavík (formaður)

Dröfn Guðmundsdóttir, Nýherja (varaformaður)

Drífa Sigurðardóttir, ISAVIA (stjórnarmaður)

Hafsteinn Bragason, Íslandsbanka (stjórnarmaður)

Harpa Víðisdóttir, Verði (varamaður)

Stjórnarframboð samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fráfarandi stjórnarmenn Inga Birgisdóttir og Sigríður Indriðadóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeim eru þökkuð góð störf fyrir félagið

Norrænt samstarf Flóru

By Fréttir

Á síðasta ári hóf Flóra samstarf við Mannauðsstjórnunarfélög á norðurlöndum. Markmiðið er að efla alþjóðlegt samstarf og ná tengingum við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Framkvæmdastjórar HR félagana á norðurlöndum hafa fundað reglulega í 10 ár í tengslum við aðild þeirra að EAPM European Association for People Management, sem Flóra er nú einnig orðin aðili að. Hvað varðar samvinnu norrænu félagana (Nordic HR associations) þá er um að ræða óformlegan samstarfs- og samráðsvettvang félaganna þar sem markmiðið er að deila þekkingu, veita ráð og stuðning. Félögin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru töluvert eldri og fjölmennari en Flóra en meðlimafjöldi er frá 2400 -7000 og öll félögin eru með starfsmenn og eru fulltrúar á norrænu samstarfsfundunum framkvæmdastjórar félagana sem þeir sinna allir í fullu starfi. Það er mikil ánægja með að Ísland hefur slegist í hópinn og eitt af þeim verkefnum sem við erum nú að vinna að er að halda norræna ráðstefnu sem félögin skiptast á að skipuleggja og halda. Fyrsta ráðstefnan verður í Osló þann 12. og 13. janúar 2017. HRNorge sér um að skipuleggja ráðstefnuna í samvinnu við hin félögin og hér má finna dagskrá og skráningarform. Við vonum innilega að félagsmenn Flóru fjölmenni á ráðstefnuna og eflum enn frekar norræna samvinnu.  Annað verkefni sem félögin eru að vinna að er samnorræn könnun á stöðu mannauðsmála á norðurlöndum „Nordic HR practices“ í samvinnu við Ernst og Young. Flóra mun fá niðurstöður fyrir Ísland og samanburð við norðurlöndin sem við getum birt og kynnt fyrir okkar félagsmönnum. Einnig erum við að ræða þann möguleika á að framkvæmdaraðilar komi til landsins til að kynna niðurstöður.

Við í stjórn Flóru erum hæstánægð með þessa norrænu samvinnu og vonum við að þetta muni efla félagið okkar og þróa enn frekar.

Fleiri geta nú sótt um aðild að félaginu

By Fréttir

Á aðalfundi Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi í febrúar sl. var samþykkt lagabreyting um stækkun félagsins og að opna það fyrir fleiri aðilum en mannauðsstjórum eingöngu. Nú geta allir þeir sem starfa sem sérfræðingar á sviðið mannauðsmála eða sjá um stjórnun mannauðsmála í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun orðið félagsmenn.

Með fjölgun félagsmanna verður félagið enn sterkara en áður og fleiri sjónarmið innan mannauðsstjórnunar fá vonandi að heyrast. Áfram verður aðild samt einskorðuð við þá sem starfa að mannauðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum og því geta ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar ekki orðið félagsmenn.

Ný heimasíða félagsins

By Fréttir

Ný heimasíða Flóru hefur nú litið dagsins ljós. Síðan er unnin af vefstofunni Sendiráðið í samvinnu við stjórn Flóru.

Síðan leysir af hólmi eldri síðu sem var orðin barn síns tíma. Á nýju síðunni gefst félagsmönnum kostur á að fylgjast með starfsemi félagsins betur en áður. Þar verða einnig viðburðir á vegum félagsins auglýstir og skráning á þá mun að öllu leyti fara fram í gegnum vefinn hér eftir.

Aðalfundur 2016

By Fréttir

Aðalfundur Flóru 2016

Aðalfundur Flóru félags Mannauðsstjóra verður haldinn 23. febrúar næstkomandi á Hilton Hótel Nordica á Suðurlandsbraut kl. 17:00.  Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri  SA  mun koma og fræða okkur um SALEK hópinn og SALEK samkomulagið.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar kynnt.

2. Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.

3. Árgjald ákveðið til eins árs.

4. Lagabreytingar.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs.

8. Önnur mál.

Í framboði til stjórnar eru; Sigríður Elín Guðlaugsdóttir,  Dröfn Guðmundsdóttir,  Helga B. Helgasóttir, Drífa Sigurðardóttir, Hafsteinn Bragason  og Guðbjörg Erlendsdóttir.

Lagabreyting:

Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að stækka félagið og opna það fyrir fleiri aðilum, en aðeins mannauðsstjórum. Því hefur eftirfarandi lagabreytingatillaga verið sett fram.

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

3.grein eins og hún er í dag:

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir einungis fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, þ.e. þeir sem bera ábyrgð á mannauðsmálum í fyrirtækinu / stofnuninni og hafa það sem aðalstarf. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu, eru nemar, eða eru starfsmenn á mannauðssviðum /-deildum án þess að bera ábyrgð á málaflokknum. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað. Nýir félagsmenn skulu kynntir á félagsfundi eða á heimasíðu félagsins.

Hvetjum sem flesta félagsmenn til að mæta og taka þátt í virkum umræðum um þróun félagsins, spjalli og tengslamyndun.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Flóru

Jólapistill 2015

By Fréttir

Árið hefur verið viðburðaríkt og hefur Flóra staðið fyrir viðburðum af ýmsu tagi. Við byrjuðum árið eins og undanfarin ár á aðalfundi, þar sem stjórn félagsins var kjörin, í apríl  þegar útlit var fyrir að til verkfalla gæti komið veltum við fyrir okkur ástandinu á vinnumarkaði og yfirvofandi verkföllum og stóðum við fyrir félagsfundi sem bar nafnið „Órói á vinnumarkaði“. Fengum til okkar Ragnar Árnason lögfræðing SA og Sigurð Ólafsson Framkvæmdastjóra mannauðssvið ISAVIA til að ræða verkföll, skipulag og viðbrögð við þeim.   Í maí fjölluðum við um markaðslaun, fengum til okkar aðila frá PwC til að fjalla um markaðslaun, jafnlaunagreiningu og launaleiðréttingarlíkan PwC. Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans talaði um reynslu sína af notkun launagreininga í tengslum við launasetningu og launaákvarðanir.

Við hófum svo dagskrá haustsins með morgunverðarfundi þar sem við fjölluðum um Beyond Budgeting og hvernig vönduð mannauðsstjórnun getur stutt við árangursríka innleiðingu. Við fengum til okkar tvo gesti sem fluttu framsögu á þeim fundi, en það voru þeir Axel Úlfarsson, sérfræðingur hjá Össuri og Jón Brynjar Ólafsson mastersnemi sem kynnti niðurstöður mastersriðgerðar sinnar sem fjallaði um innleiðingu á Beyond Budgeting.

Í október var metnaðarfullur og vel heppnaður mannauðsdagur undir yfirskriftinni „Breytingastjórnun – Eru allir um borð“. Mannauðsdagurinn er rósin í hnappagati Flóru og það er okkur kappsmál að bjóða upp á flottasta mannauðsviðburð ársins og hefur dagurinn vaxið og dafnað ár frá ári.  Enn eitt metið var slegið í mætingu í ár, en það komu yfir 300 gestir á mannauðsdaginn sem var ákaflega vel heppnaður. Í desember var svo jólafundur Flóru og þar var farið yfir spennandi hluti er snúa að samvinnu Flóru við mannnauðsfélög á norðurlöndunum, sameiginlega norræna ráðstefnu sem markmiðið er að halda árlega, sameiginlega norræna spurningakönnun um stöðu mannauðsstjórnunar á norðurlöndum og þátttöku Flóru í EPAM (European People management Association).