Skip to main content
All Posts By

brynjar

Er þitt fyrirtæki með nýjustu útgáfu sálfræðilega samningsins á hreinu?

By Greinar

Vinnumarkaðurinn er á fleygiferð, störfum er að fjölga og einnig er nokkuð um að fólk sé að færa sig á milli starfa. Það er því mikið um ráðningar í gangi og þá getur verið gott að hafa í huga máltækið „Í upphafi skyldi endinn skoða“.

Í gegnum ráðningarferli, og við undirskrift formlegs ráðningarsamnings, verður samhliða til annar óskrifaður samningur, hinn svokallaði sálfræðilegi samningur.

Hann inniber þær væntingar sem aðilar gera hvor til annars. Sé misræmi í þessum væntingum getur það leitt til riftunar ráðningarsamnings, að frumkvæði annars hvors aðilans.

Með breyttum tímum breytast væntingar, og þar með þessi gagnkvæmi sálfræðilegi samningur, sem þarf að vera í jafnvægi. Það er því góður tími núna til að uppfæra hugmyndir um hvað það er sem skiptir máli við að búa til góðan vinnustað árið 2016.

Nýlega hlustaði ég á mjög áhugaverðan fyrirlestur á netinu, frá erlendri fræðsluveitu, nokkuð sem ég mæli reyndar með við alla sem hluta af því að viðhalda og bæta við þekkingu sína. Í þessum fyrirlestri var mikið rætt um þennan sálfræðilega samning og hverjir eru helstu áhrifaþættir á hann í dag.

Nokkur af helstu atriðunum sem nefnd voru:

Þekktu fólkið þitt: Það er erfitt að mæta væntingum starfsfólksins þegar þú veist ekki hvað það vill. Legðu þig fram við að þekkja það, styrkleika þess, getu, hvernig það vinnur best, hvað hvetur það o.s.frv. Hafðu áhuga á því sem einstaklingum, en ekki bara sem vinnuafli. Einstaklingar hafa mismunandi þarfir og væntingar, ekki hugsa bara um að gera eins fyrir alla, mættu hverjum og einum þar sem hann er.

Hjálpaðu fólkinu þínu að blómstra: Aðstæður og umhverfi í vinnu hafa áhrif á heilsu fólks, líkamlega, andlega, félagslega o.fl. Skapaðu aðstæður þar sem fólki líður vel. Þar sem því langar til að leggja sig fram og ná árangri fyrir sig og fyrirtækið. Hvetjandi aðstæður geta líka dregið úr ýmsum kostnaði s.s. vegna veikinda og lítillar virkni. Hjálpaðu fólkinu þínu til að efla sig og þróa í starfi, en líka sem einstaklinga.

Vertu áhugaverður vinnustaður: Hæfileikaríkt fólk þarf ekki að vinna á leiðinlegum vinnustöðum, og fæst þeirra gerir það reyndar. Skapaðu vinnustaðarmenningu sem veitir þér samkeppnisforskot um gott fólk. Það langar öllum að vinna hjá eftirsóknarverðustu vinnustöðunum, þar sem starfar sterkt og samheldið keppnislið. Leikherbergin eru fín en það skiptir enn meira máli að fólk upplifi að það geti blómstrað sem fagfólk og einstaklingar.

Horfðu til framtíðar: Það hvað starfsfólk er tilbúið til að gera í dag mótast af því hvaða áhrif það telur að þetta muni hafa fyrir það, til framtíðar litið. Fyrirtæki sem leggja sig fram með starfsmanninum, um að búa til áhugaverða framtíð fyrir hann, ná því besta fram úr sínu starfsfólki. Það skiptir metnaðarfullt starfsfólk líka miklu máli að það hafi trú á að fyrirtækið eigi eftir að gera flotta hluti, og sé með góðan tilgang, til framtíðar litið.

Fagnið velgengni: Sá árangur sem næst og fær enga athygli er ekki líklegur til að verða endurtekinn. Gerið meira en minna úr afrekum starfsfólks. Það er mikilvægt að búa til þannig aðstæður að metnaðarfullt starfsfólk trúi því að það geti afrekað meira í núverandi starfi en það gæti annars staðar, þannig að því langi ekki til að vinna annars staðar. Skapið stemmingu fyrir sigrum og þá verða þeir fleiri.

Höfundur:
Herdís Pála
Fyrirlesari, kennari, ráðgjafi og markþjálfi

herdispala.com og brennidepill.is

Fréttatilkynning frá Mannauði

By Greinar

Sigrún Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en félagið hefur það hlutverk að efla fagmennsku mannauðsstjórnunar í þágu íslensks atvinnulífs.

Uppruna félagsins má rekja til klúbbs starfsmannastjóra sem stofnaður var á tíunda áratugnum sem síðar þróaðist yfir í félag fyrir alla mannauðsstjóra hér á landi. Frá árinu 2015 hefur félagið verið fagfélag allra þeirra sem starfa sem mannauðsstjórar eða sérfræðingar við mannauðsmál hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Markmið félagsins er að efla fagmannesku í mannauðsstjórnun á Íslandi með virkri þátttöku í umræðu um mannauðsmál. Félagsmenn eru á þriðja hundrað og fer ört fjölgandi.

Sigrún býr yfir áralangri reynslu af stjórnun og rekstri en hún starfaði lengi sem stjórnandi hjá Íslandsbanka og síðar hjá öðrum fyrirtækjum. Sigrún hefur umfangsmikla reynslu af stjórnun mannauðs í gegnum þau stjórnendahlutverk sem hún hefur sinnt, auk þess hefur hún mikila reynslu af markaðs- og sölumálum, verkefnastjórnun og viðburðarstjórnun.  Hún er viðskiptafræðingur að mennt og er með meistarapróf í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur félagsins og vinnur að eflingu þess í samvinnu við stjórn félagsins.

„Við í stjórn Mannauðs erum virkilega ánægð með að vera búin að fá Sigrúnu í starf framkvæmdastjóra en hún hefur gríðarlega reynslu og þekkingu í þeim málaflokki sem félagsmenn okkar vinna í“ segir Brynjar Már Brynjólfsson formaður félagsins.

Ný stjórn mannauðs

Á aðalfundi Mannauðs var ný stjórn félagsins einnig kosin en hana skipa:

Brynjar Már Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Origo er formaður stjórnar

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar er varaformaður stjórnar

Mrgrét Jónsdóttir, mannauðsstjóri Mountain Guides er gjaldkeri stjórnar

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka, Ragna Margrét Norðdahl mannauðsstjóri Símans og Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítalanum eru meðstjórnendur.

 

Stjórn Mannauðs

Ekki bíða þar til þeir eru farnir

By Viðburðir

17. apríl 2018

Verkís, Ofanleiti 2

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Lýsing:
Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Aðalfundur Flóru 2018

By Viðburðir

Dagur: 22. febrúar 2018

Tími: 16:00

Staður: Íslandsbanki, Norðurturni

Lýsing

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. febrúar n.k. kl. 16:00, í nýjum húsakynnum Íslandsbanka í Smáralindarturninum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
3. Ákvörðun árgjalds
4. Lagabreytingar
5  Stjórnarkjör
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs
8. Önnur mál

– – – – – – – – – –
Tillaga að lagabreytingum:

1. gr. eins og hún er í dag:

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Flóra Félag Mannauðsstjóra á Íslandi. Félagið er fagfélag mannauðs- og starfsmannastjóra fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins

Tillaga að breytingu á 1. grein.

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi. Félagið er fagfélag þeirra sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins.

3. gr. eins og hún er í dag: 

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

Tillaga að breytingu á 3. grein

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Þeir sem stafa sem ráðgjafar hjá fyrirtækjum sem selja mannauðsþjónustu geta ekki verið félagsmenn.

5. gr. eins og hún er í dag: 

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Auk þess er kjörinn einn varamaður sem stjórn kallar til eftir þörfum. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

Tillaga að breytingum á 5. grein

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

– – – – – – – – – –

Eftir fundinn mun Hafsteinn Bragason sýna ný húsakynni bankans og segja í stuttu máli frá nýju opnu vinnurýmunum og nýja vinnufyrirkomulaginu.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja,
Stjórn Flóru

Viðburður er liðinn eða skráningu lokið

Hröð breyting á vinnumarkaði

By Greinar

Það eru mörg viðfangsefnin sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir þegar horft er til nánustu framtíðar á vinnumarkaði.   Ný  kynslóð, Z-kynslóðin, er að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum, kynslóð sem hefur alist upp við tækni og vísindi allt sitt líf og talar tungumál sem eldri kynslóðir eiga erfitt með að skilja. Þessi kynslóð gerir aðrar kröfur og finnst sjálfsagt að jafnt einföld sem flókin verk séu unnin með hjálp tölvu, sjálfvirkni  eða einhvers konar tækni.  Margir óttast þessa þróun og telja að störfum komi til með að fækka þó líklegra sé að líkt og í fyrri tæknibyltingum muni sum störf hverfa en á sama tíma skapast ný.

Rannsókn mannauðsfélaganna á Norðurlöndunum
Þeir sem stafa að mannauðsmálum, bæði hér heima og erlendis hafa mikið rætt um og velt fyrir sér framtíð starfa.  Á Mannauðsdeginum, árlegri ráðstefnu félags mannauðsfólks á Íslandi var fjallað um þetta viðfangsefni út frá ýmsum sjónarhornum. Þá gerðu samtök mannauðsfólks á Norðurlöndunum og Íslandi (European Associasion for Personal Management) í samstarfi við Ernst og Young nýlega rannsókn meðal félagsmanna þar sem skoðað  var hvaða áskoranir það eru sem tæknivæðing framtíðarinnar mun aðallega hafa í för með sér.  Þær voru:
– Sjálfvirknivæðing starfa
– Sveigjanlegt og alþjóðlegt vinnuafl
– Breytingar í aldurssamsetningu vinnuafls
– Úrvinnsla gagna

Það kemur kannski ekki á óvart að sjálfvirknivæðing starfa var það sem flestir töldu vera eitt helsta viðfangsefnið.  Við sjáum nú þegar dæmi þess að tækni sé farin að leysa af hólmi verkefni sem mannshöndin sinnti áður. Í matvöruverslunum erlendis fer afgreiðslufólki á kassa fækkandi og sjálfsafgreiðslustöðvar orðnar æ meira áberandi.  Þá kannast allir við að innritunarborðum í flugstöðvum fer fækkandi og farþeginn sér sjálfur um að innrita sig og farangurinn sinn.

Það sem kemur  á óvart er að aðeins 44% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja fyrirtækið sitt tilbúið til þess að takast á við þessa sjálfvirknivæðingu.  66% svarenda telja sig því ekki tilbúna.  Þessir aðilar þurfa að vakna upp af svefninum og átta sig á að framtíðin er ekki lengur handan við hornið, hún er núna og því þarf að grípa til aðgerða.

Sveigjanleiki í starfi og alþjóðlegra vinnuafl er önnur stór áskorun.   Yngri kynslóðir hafa ekki sömu gildi og fyrri kynslóðir og  eru óhræddari við að taka að sér styttri verkefni og starfa skemur á hverjum stað, í stað þess að ráða sig á einn vinnustað og vinna þar alla sína ævi.  Reynslan sýnir að fyrirtæki muni í síauknum mæli nýta sér verktaka og lausráðið starfsfólk auk samvinnu við aðra aðila í samskonar iðnaði. Einungis þriðjungur taldi fyrirtækið sitt tilbúið fyrir þessar breytingar.

Þriðja áskorunin er breyting á aldurssamsetningu vinnuafls. Aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið saman á vinnumarkaði og með bættri heilsu og líðan er fólk tilbúið að starfa lengur sem kallar á fjölbreyttari kröfur.  Meiri hluti svarenda töldu fyrirtækin vera farin að taka tillit til þessarra ólíku þarfa. Hér á landi sjáum við þessa þróun vera að eiga sér stað og má nefna tilraunverkefnið um styttingu vinnuvikunnar sem er m.a. er ætlað að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Greining og úrvinnsla gagna er stór áskorun því eitt er að afla gagna en annað er að geta nýtt það forspárgildi sem getur falist í þeim.

Með nýrri tækni og breyttri samsetningu vinnuafls eru stórar breytingar á vinnumarkaði óhjákvæmilegar. Þetta er þó misjafnt eftir atvinnugreinum og almennt séð er vitund stjórnenda um þessar áskoranir sterk.   Niðurstaða rannsóknarinnar segir okkur þó að  fyrirtæki á Norðurlöndum virðast ekki vera tilbúin fyrir þessar breytingar og geta þeirra til þess að nýta sér þær og hagnast á þeim reyndist minni en vonast var til.

Brynjar Már Brynjólfsson, verkefnastjóri umbóta hjá Origo og formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi

Kynning á viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi

By Viðburðir

Dagur: 15. febrúar

Tími: 09:00

Staður: Reukjavíkurborg

Lýsing

Haustið 2016 gaf Reykjavíkurborg út nýja stefnu gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi. Í þeirri stefnu er tekin skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum.

Ef að upp koma kvartanir um áreitni, einelti og annað ofbeldi er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun. Á fundinum verður farið í gegnum þá ferla að Reykjavíkurborg hefur sett upp til þess að bregðast við þeim málum sem upp koma. Jafnframt veður gerð grein fyrir því skipulagi sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í málaflokknum.

Hjá Reykjavíkurborg starfa um 9000 starfsmenn við fjölbreytileg störf og mikilvægt er að vel sé haldið utan um málaflokk sem þennan. Á sviðum borgarinnar starfa eineltis- og áreitniteymi sem búa yfir góðri þekkingu á verkferlum sem borgin starfar eftir í erfiðum samskiptamálum og er mikil áhersla lögð á að faglegt starf sé unnið þegar atvik af þessum toga koma upp.

Fyrirlesarar:

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar

Elín Valgerður Margrétardóttir, mannauðsráðgjafi og formaður miðlægs eineltis- og áreitniteymis Reykjavíkurborgar.

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Ályktun frá félagi mannauðsfólks

By Fréttir

Félag mannauðsfólks á Íslandi, fagnar opnun umræðunnar um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar af öðrum vettvangi undanfarið.

Mannauðsstjórar þekkja efnið vel en þetta er eitt af viðkvæmustu verkefnum þeirra sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Félag mannauðsfólks leggur áherslu á að unnið sé mjög faglega úr þessum málum og af festu.

Mannauðsstjórar og sérfræðingar í mannauðsmálum eru tilbúin að taka þátt í umræðunni, bæði til að leggja málefninu lið, varpa ljósi á stöðuna á vinnumarkaði og þau úrræði sem notuð eru.

Umræðan getur án vafa hjálpað þeim sem hafa lent í kynferðilegu áreiti eða kynbundnu ofbeldi til að stíga fram og láta vita af því.

Jafnréttisvísir Capacent

By Viðburðir

Dagur: 30. janúar 2018

Tími: 09:00

Staður: TM, Ármúla

Lýsing

 

Ráðgjafar Capacent hafa í samvinnu við TM og Landvirkjun unnið að þróun verkefnis sem fengið hefur nafnið JAFNRÉTTISVÍSIR.

Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakningu í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Í stöðumatinu er horft til nokkura lykilþátta:

  • Menningar, samskipta og vinnuumhverfi
    Stefnu og skipulags
  • Skipurits
  • Launa
  • Fyrirmynda

Notaðir eru mælikvarðar eins og kynjahalli í launadreifingu og glerþakslíkan. Einnig er leitast við það að fá uppá yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja. Fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu hljóta viðurkenningu þar sem formlega er vottað að fyrirtækið sé aðili að Jafnréttisvísi Capacent og öðlast þá rétt til þess að nota merkið í kynningarefni.

Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna, eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar n.k. hjá TM í Síðumúla 24, Reykjavík og hefst  kl. 9:00. Boðið verður upp á léttar veitingar á undan fundinum.  Auk ráðgjafa Capacent segja Erna Agnarsdóttir frá TM og Selma Svavardóttir frá Landsvirkjun frá þeirra reynslu af verkefninu.

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Hér koma ummæli forstjóra beggja fyrirtækjanna um verkefnið:

”Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. “
“Samstarfið við Capacent hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.”
– Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

“Það sem mér hefur þótt standa upp úr er hvernig verkefnið hefur ýtt við fólki og vakið það til umhugsunar um hluti sem áður ríkti hálfgert meðvirknisástand gagnvart. Vinnustofur með starfsmönnum hristu virkilega upp í fólki og margt kom þar til umræðu sem maður hafði ekki sjálfur áttað sig á. Við erum ekki komin á neina endastöð en ég fullyrði að þessi vegferð hefur fengið marga til að hugsa sig betur um framkomu á vinnustaðnum og þá hefur þessi vinna þegar haft heilmikil áhrif á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins.”
– Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

#Metoo á þínum vinnustað

By Greinar

 Undanfarið hafa konur um allan heim deilt áhrifamiklum frásögnum um kynbundið ofbeldi, áreitni og misnotkun valds. Margar þessar frásagna eru lýsingar á atvikum sem hafa átt sér stað innan veggja fyrirtækja og stofnana.  Fyrirtæki eru mannanna verk, samfélög sem við búum til, þar verður til menning sem svo mótar þann sem inn í samfélagið kemur. Mannauðsfólki er menning fyrirtækja hugleikin, hvernig við mótum æskilega fyrirtækjamenningu eða hvernig við höfum áhrif á og breytum menningu.  Ef litið er yfir sviðið þá má ætla að flest, fyrirtæki hafi mótað sér jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlun og viðbragðsáætlanir vegna kynferðislegrar áreitni og einelti. Einnig gera flest fyrirtæki reglulega kannanir og vinnustaðagreiningar þar sem starfsmenn eru spurðir að því hvort að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni, einelti eða ofbeldi eða hafi orðið vitni að slíku og niðurstöður eru kynntar og ræddar innan fyrirtækisins.  Flest fyrirtæki bjóða einnig  upp á reglulega fræðslu um hegðun og samskipti á vinnustað, einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi, birtingarmyndir og  forvarnir. Allt þetta er gert til móta þá menningu sem við viljum hafa á vinnustaðnum og gera mögulegt að bregðast hratt og rétt við ef atvik sem þessi eiga sér stað.

Hvers vegna erum við ekki komin lengra ?

Mannleg hegðun er allskonar  og óformleg valdakerfi verða til innan fyrirtækja sem oft er erfitt er að átta sig á.  Oft er kynferðisleg áreitni hugsunarleysi og misheppnað grín sem fer yfir strikið. Það má þó ekki gera lítið úr áhrifum á þann sem fyrir því verður eða skrifa öll slík atvik á athugunarleysi eða misheppnaðan húmor því að ef það er eitthvað sem þessi samfélagsbylting kennir okkur, er að í mörgum tilvikum er um að ræða einbeittan brotavilja, valdníðslu, lærða hegðun eða aðferðafræði sem hefur að öllum líkindum nýst geranda vel, jafnvel um árabil. Að þagga niður í ákveðnum hópi, setja niður og gera lítið úr fólki með áreitni í formi kynferðislegra athugasemda, snertinga og kynbundinna alhæfinga.

Mannauðsstjórar hafa mikla reynslu af því að vinna úr áreitnismálum sem upp koma í fyrirtækjum. Þetta eru erfið mál, jafnvel þó að ferlar séu til staðar, þá reynist það þolendum oft erfitt að ræða áreitni, hvort sem um er að ræða viðvarandi áreitni eða einstakt tilfelli. Mannauðsstjórar  bera þó ekki einir ábyrgð á því að unnið sé faglega úr þeim málum sem upp koma. Hver og einn stjórnandi þarf að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni á starfsumhverfinu og öryggi starfsmanna. Atvinnurekendur þurfa að gefa skýr skilaboð að hegðun sem þessi sé ekki liðin og það er mikilvægt að stjórnendur fái þjálfun í að  taka faglega á þeim málum sem upp koma. Það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir að starfsmenn leita til þeirra stjórnenda sem þeir telja sig geta treyst og það er ekkert alltaf gefið að sá aðili hafi farið í gegnum þjálfun.  Í þeim tilvikum  er mikilvægt að stjórnandinn taki á móti viðkomandi starfsmanni þ.e. að starfsmanninum sé ekki beint eitthvað annað af þeirri ástæðu að stjórnandi telji sig skorta reynslu af því að taka á áreitnismálum. Ef starfsmanni er vísað í burtu í fyrsta skipti sem hann opnar sig um áreitni eru allar líkur á að hann ræði það aldrei aftur.  Sama hversu óöruggir stjórnendur eru þegar kemur að því að ræða kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi þá er ein þumalfingursregla sem allir geta tileinkað sér og það er að hlusta.

Til þess að við getum upprætt það mein sem kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er, þurfum við að eiga allskonar erfið samtöl um ýmsa óæskilega hegðun.  Þetta er tækifæri fyrir okkur öll að horfa í eigin barm, íhuga og skoða okkar eigin orð og hegðun. Þetta er líka tækifæri fyrir stjórnendur fyrirtækja til að raunverulega segja það og meina að svona hegðun verði ekki liðin, bregðast við og halda umræðunni lifandi þannig úr #metoo verði raunveruleg samfélagsbreyting.

 

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauðs í Háskólanum í Reykjavík og félagsmaður í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi.

 

Kynferðislegt og kynbundið áreiti á vinnustað – hugtök, birtingarmyndir og forvarnir

By Viðburðir

Dagur: 4. janúar

Tími: 09:00

Staður: Síminn, Ármúla 25

Lýsing

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál kemur til okkar og fjallar um  efnið:

Kynferðislegt og kynbundið
áreiti á vinnustað
– hugtök, birtingarmyndir og forvarnir –

Flest, ef ekki öll okkar hafa fylgst grannt með #metoo og „höfumhátt umræðunni síðustu vikur. Hópar kvenna úr öllum starfsstéttum bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi hafa stigið fram, mótmælt áreitinu og sagt frá.
Félagið lýsti stuðningi sínum við átakið og fór í kjölfarið á því í nokkur viðtöl í fjölmiðlum í byrjun desember enda eru þetta mál sem koma inn á borð mannauðsstjóra þegar þau koma upp í fyrirtækjum.
Til að skilja betur hvað liggur að baki og hvað er til ráða höfum við fengið Þórkötlu Aðalsteinsdóttur einn reyndasta sálfræðing landsins, til að fara yfir málið með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.