Skip to main content

Alþjóðlegi Mannauðsdagurinn 2025 er nú haldinn í sjötta sinn út um allan heim.
Dagurinn sjálfur er alltaf 20. maí ár hvert sem er þriðjudagur í ár.

Í ár tileinkum við deginum breytingum í rekstrarumhverfi okkar.  Breytingum sem tengjast gervigreind og nýrri tækni sem og breyttum störfum í tengsum við þessa nýju nýja tækni og alþjóðavæðingu.
Samhliða tæknibreytingum sem auðvelda og einfalda störf og ferla þarf að huga vel að líðan starfsmanna sem og fræðslu og menntun þeirra þannig að þeim líði sem best í nýjum stafrænum heimi þar sem heimurinn allur liggur undir.

EAPM – Evrópsku mannauðssamtökin sem við á Íslandi erum hluti af leggur í ár áherslu á breytingar framtíðarinnar og  vinnur með „slagorðið“ HumanifyAI: Leading Change Together.  Sem þýða má „Gerum gervigreindina mannlega: Stýrum breytingum framtíðarinnar saman.
Lagt verður áherslu á ÞEMUN: „Leading in a new way“, „Leading in a digital world“,  „Skills and learning“ og „Wellbeing“.
Framtíðin er á fleygiferð og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.
Hér erum við að tala um tæknibreytingar, gervigreindina, breytt störf, nýja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstöðu og skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskipum.

Við hvetjum ykkur öll að halda upp á daginn innan ykkar fyrirtækja.  Bæði innan mannauðsdeildarinnar sem og gera daginn og starfið ykkar sýnilegt innan fyrirtækisins með því að gera ykkur dagamun á einhvern hátt.

Í ár efnum við til keppni meðal fyrirtækjanna um skemmilegustu uppákomuna eða hvernig þið fagnið deginum saman.  Takið endilega þátt!

Dagskrá Alþjóðlega Mannauðsdagsins 2025 dagana 13. og 23. maí

Rafræn ráðstefna EAPM / Evrópsku mannauðssamtakanna.

13. maí 2024

Klukkan 8:00-9:00 eða 10:00-11:00 CEST

Skráning á viðburðSmelltu hér til að lesa meira um viðburðinn

Yfirskrift og þema ráðstefnunnar í ár er: LEADING CHANGE IN A DYNAMIC WORLD með „Leading in a Digital World“ og „Skills and Learning for the Furture“ sem efnistök.

Aðalfyrirlesari ráðstefunnar er  Mo Gawdat fyrirverandi stjórnandi Google X ásamt Margaretu Nikolovska frá European Training Foundation.

Aðalræðumaður: Mo Gawdat
Þekktur hugsjónamiðill um gervigreind og fyrrverandi aðalviðskiptastjóri Google X, Mo Gawdat, mun deila innsæi sínu um umbreytingarmátt gervigreindar. Með því að gervigreind sé spáð verða milljón sinnum klókari en mennskir fyrir árið 2049, mun Mo fjalla um siðferðileg áhrif hennar, truflun á vinnumarkaði og þörfina fyrir ábyrga leiðtoga við að móta hlutverk gervigreindar í samfélaginu. Sem höfundur bestseljenda bókanna Solve for Happy og Scary Smart sameinar Mo dýpt tæknimenningar og mannætt nálgun á framtíð vinnulífsins.

Sérfræðiræðumaður: Margareta Nikolovska
Margareta Nikolovska, yfirsérfræðingur í þroska mannauðs hjá European Training Foundation, hefur meira en 20 ára reynslu í þróun vinnuafls og endurnæjandi námi. Hún mun ræða hvernig fyrirtæki geta byggt upp sjálfbæra hæfniskerfi, navigerað um breytingar á stefnumörkun og undirbúið starfsfólk fyrir þennan síbreytilega atvinnumarkað.

Þessi rafræna stutta ráðstefna býður upp einstakt tækifæri fyrir mannauðsleiðtoga, stefnumótendur og fagfólk úr atvinnulífinu til að taka þátt í lykilumræðum um framtíð atvinnulífsins, siðræn vandamál gervigreindar og langtímaáætlanagerð um mannauð.

VORRÁÐSTEFNA – 1/2 dagur

Í tilefni Alþjóðlega mannauðsdagsins taka fagfélögin Mannauður, Stjórnvísi og SKY (Skýrslutæknifélag Íslans) höndum saman og bjóða til 1/2 dags ráðstefnu.

Eftir ráðstefnuna bjóðum við í TENGSLAMYNDUNAR-KOKTEILPARTÝ  þar sem við hvetjum gesti til að endurnýja tengslin við gamla félaga, mynda ný tengsl, kveðja vetrarstarfið og fagna vorinu saman í góðra vina hópi.

23. maí 2025

Klukkan 13:00-16:00 og kokteilpartý á eftir

Ráðstefnan verður haldin í Norðurljósum í Hörpu

Skráning á viðburðSmelltu hér til að lesa meira um viðburðinn

MYNDBAND SEM SÝNIR STEMMINGU DAGSINS FRÁ LIÐNUM ÁRUM

Áskorun EAPM til allra aðildarfélaga, fyrirtækja þeirra og starfsmanna til að láta gott af sér leiða, taka þátt í skemmtilegum leik og auka daglega hreyfingu og vellíðan starfsmanna.

EAPM sem Mannauður er hluti af hefur gert samstarfssamning við WALK15# annað árið í röð og býður öllu félagsfólki Mannauðs, starfsfólki fyrirtækjanna þeirra  og fjölskyldum þeirra ÓKEYPIS aðgang að WALK15# appinu fram á haust.  EAPM og aðildarfélögin eru að ýta úr vör „gönguátaki“ meðal félagsmanna í tengslum við Alþjóðlega Mannauðsdaginn.  Við munum safna „heildarskrefum“, hvert land getur safnað „heildarskrefum“ og hvert fyrirtæki innan hvers lands getur safnar „heildarskrefum“.  Keppninni lýkur 22. september 2025.  Í ár taka 99 lönd út um allan heim þátt í áskoruninni.  Þátttakana snýst ekki bara um skref heldur líka um samvinnu þjóðanna, almenna heilsu, vellíðan og sjálfbærni.
Skannið QR kóðann hér á myndinni, skráið ykkur endilega strax og takið þátt fyrir Íslands hönd.

ÁSKORUN – KEPPNI
Hvernig haldið þið upp á daginn með ykkar fólki?

Við hvetjum ykkur öll til að halda upp á daginn í fyrirtækjunum ykkar. Með því erum við að gera starf mannauðsfólks sýnilegt, gera daginn sýnilegan og bjóða öllum að taka þátt og fagna deginum.
Við efnum til keppni meðal fyrirtækjanna um skemmtilegasta „UPPÁTÆKIГ.  Væri gaman ef þið tækuð t.d. upp stutt videó sem sýnir stemmingu og gleði á vinnustaðnum og senduð okkur.