Alþjóðlegi Mannauðsdagurinn 2025 er nú haldinn í sjötta sinn út um allan heim.
Dagurinn sjálfur er alltaf 20. maí ár hvert sem er þriðjudagur í ár.
Í ár tileinkum við deginum breytingum í rekstrarumhverfi okkar. Breytingum sem tengjast gervigreind og nýrri tækni sem og breyttum störfum í tengsum við þessa nýju nýja tækni og alþjóðavæðingu.
Samhliða tæknibreytingum sem auðvelda og einfalda störf og ferla þarf að huga vel að líðan starfsmanna sem og fræðslu og menntun þeirra þannig að þeim líði sem best í nýjum stafrænum heimi þar sem heimurinn allur liggur undir.
EAPM – Evrópsku mannauðssamtökin sem við á Íslandi erum hluti af leggur í ár áherslu á breytingar framtíðarinnar og vinnur með „slagorðið“ HumanifyAI: Leading Change Together. Sem þýða má „Gerum gervigreindina mannlega: Stýrum breytingum framtíðarinnar saman.
Lagt verður áherslu á ÞEMUN: „Leading in a new way“, „Leading in a digital world“, „Skills and learning“ og „Wellbeing“.
Framtíðin er á fleygiferð og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.
Hér erum við að tala um tæknibreytingar, gervigreindina, breytt störf, nýja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstöðu og skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskipum.
Við hvetjum ykkur öll að halda upp á daginn innan ykkar fyrirtækja. Bæði innan mannauðsdeildarinnar sem og gera daginn og starfið ykkar sýnilegt innan fyrirtækisins með því að gera ykkur dagamun á einhvern hátt.
Í ár efnum við til keppni meðal fyrirtækjanna um skemmilegustu uppákomuna eða hvernig þið fagnið deginum saman. Takið endilega þátt!