Skip to main content

By mars 24, 2020Fréttir

Dagur: 16. mars 2020

Tími: 13:00-14:00

Fjarfundur með Samtökum iðanaðrins.

Lýsing

FJARFUNDUR – vegna COVID-19 veirunnar.

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, efna til fjarfundar mánudaginn 16. mars nk. kl. 13.00-14.00 þar sem 4 ólík fyrirtæki kynna viðbragðsáætlanir sínar eða ráðstafanir á fjarfundi sem streymt verður frá Facebook-síðu Samtaka iðnaðarins.

Á meðan á kynningum stendur gefst fjarfundargestum tækifæri á að senda fyrirspurnir til fyrirtækjanna á streymisslóð fjarfundarins.
Þau fyrirtæki sem munu kynna viðbragðsáætlanir sínar eru: Rio Tinto á Íslandi, MS, Myllan/ISAM og Þúsund fjalir.

Fundurinn er ætlaður fyrirtækjum til upplýsinga og leiðbeininga um með hvaða hætti hægt er að vernda starfsfólk, framleiðslu og starfsemi almennt fyrir COVID-19.

Á fundinum verður einnig fulltrúi frá vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sem svarar spurningum er tengjast starfsmannamálum.

Áhrifa COVID-19 á samfélagið gætir víða og þar á meðal á fyrirtæki sem eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við að vernda starfsfólk og starfsemi þeirra. Starfsemi margra fyrirtækja er á þann hátt að ekki er hægt að bjóða starfsmönnum að vinna í fjarvinnu, t.d. í framleiðslufyrirtækjum, og hafa því mörg fyrirtæki komið sér upp viðbragðsáætlun til að draga úr líkum á að loka þurfi framleiðslu eða annarri starfsemi.

Skráningar á viðburð ekki krafist!

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

    Dagur: 24. mars 2020

    Tími: 13:00-13:30

    Fjarfundur með Kvíðamiðstöðinni.
    Iðan fræðslusetur streymir fundinum.

    Kvíðastjórn á álagstímum!

    Sálfræðingarnir Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir frá Kvíðamiðstöðinni í samvinnu við Mannauð bjóða félagsmönnum og þeirra starfsmönnum upp á fjarfund.
    Þær ætla að fjalla um kvíðastjórnun á álagstíma eins og við erum að ganga í gegnum núna og gefa góð ráð bæði fyrir okkur sem erum í mannauðsdeildunum sem og starfsfólkið sjálft.

    Hér er hlekkurinn. Hann verður virkur á fundardag kl. 13:00.
    https://www.youtube.com/watch?v=nAqOBTr1nXY

    Skráningar á viðburð ekki krafist!
    Hlekkurinn:
    https://www.youtube.com/watch?v=nAqOBTr1nXY

    Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

    Error: Contact form not found.